Giannis með þrennu í stórsigri á Golden State Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2022 07:21 Giannis Antetokounmpo var frábær í stórsigri Milwaukee Bucks á Golden State Warriors í nótt. AP/Morry Gash Giannis Antetokounmpo var frábær í NBA-deildinni í nótt þegar meistarar Milwaukee Bucks léku sér að Golden State Warriors. Giannis var með þrennu á undir þrjátíu mínútum í leiknum en hann skoraði 30 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 118-99 sigri Bucks á Warriors. Þetta var þriðja þrenna hans á leiktíðinni. A look at a tried and true combination from our #PhantomCamGiannis Antetokounmpo: 29 PTS, 9 REB, 9 AST, 3 BLKKhris Middleton: 23 PTS, 5 REB, 7 AST pic.twitter.com/1ua8EyKjeS— NBA (@NBA) January 14, 2022 Þetta var fyrsti leikur Bucks eftir að þjálfarinn Mike Budenholzer kom til baka eftir kórónuveirusmit. Budenholzer missti af fjórum leikjum og Bucks vann aðeins einn þeirra. Leikmenn hans ætluðu greinilega að sjá til þess að þetta væri þægilegt kvöld fyrir hann því Milwaukee Bucks vann fyrsta leikhlutann 37-21 og var komið 39 stigum yfir í hálfleik, 77-38. „Liðið var mjög einbeitt í kvöld. Þetta byrjar allt í varnarleiknum og þegar við erum góðir þar þá náum við oftast að spila okkar besta leik. Lið eins og Warriors með leikmenn eins og (Stephen) Curry og (Klay) Thompson kallar fram það besta í þér. Menn mæta vel einbeittir til leiks á móti þeim,“ sagði Mike Budenholzer. Giannis with a couple no-look dimes, he's up to 5 assist on TNT! pic.twitter.com/7oztQS3Zi8— NBA (@NBA) January 14, 2022 Khris Middleton skoraði 23 stig fyrir Milwaukee og Bobby Portis var með 20 stig. Giannis kominn með 23 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Þetta var þriðji leikur Klay Thompson eftir endurkomuna. Liðið vann fyrsta leikinn en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð en þeir steinlágu líka á móti Memphis Grizzlies. Andrew Wiggins var stigahæstur hjá Golden State með sextán stig og Jonathan Kuminga skoraði fimmtán stig. Skvettubræðurnir voru hins vegar aðeins með 23 stig samanlagt, Curry skoraði 12 stig en Klay 11 stig. „Við byrjuðum leikinn skelfilega og það klikkaði allt sem klikkað gat á báðum endum vallarins,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn. TOUGH!SGA with the hesi-cross and the bucket on NBA League Pass https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/ItWJmoiG1w— NBA (@NBA) January 14, 2022 Brooklyn Nets var aftur komið á heimavöll en það þýddi líka að liðið var án Kyrie Irving. Nets tapaði stórt á móti Oklahoma City Thunder 130-108 en Kevin Durant var fjarri góðu gamni í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander átti þrumuleik en hann skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. James Harden var með 26 stig og 9 stoðsendingar fyrir Brooklyn en hinir fjórir byrjunarliðsmennirnir voru bara samanlagt með 27 stig og 3 stoðsendingar í öllum leiknum. Desmond Bane skoraði 21 stig og Jaren Jackson Jr. var með 20 stig þegar Memphis Grizzlies vann sinn ellefta leik í röð nú 116-108 sigur á Minnesota Timberwolves. Stórstjarnan Ja Morant bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 8 fráköstum en Anthony Edwards var stighæstur hjá Úlfunum með 30 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 118-99 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 116-108 New Orleans Pelicans - LA Clippers 113-89 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 109-130 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 140-108 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
Giannis var með þrennu á undir þrjátíu mínútum í leiknum en hann skoraði 30 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 118-99 sigri Bucks á Warriors. Þetta var þriðja þrenna hans á leiktíðinni. A look at a tried and true combination from our #PhantomCamGiannis Antetokounmpo: 29 PTS, 9 REB, 9 AST, 3 BLKKhris Middleton: 23 PTS, 5 REB, 7 AST pic.twitter.com/1ua8EyKjeS— NBA (@NBA) January 14, 2022 Þetta var fyrsti leikur Bucks eftir að þjálfarinn Mike Budenholzer kom til baka eftir kórónuveirusmit. Budenholzer missti af fjórum leikjum og Bucks vann aðeins einn þeirra. Leikmenn hans ætluðu greinilega að sjá til þess að þetta væri þægilegt kvöld fyrir hann því Milwaukee Bucks vann fyrsta leikhlutann 37-21 og var komið 39 stigum yfir í hálfleik, 77-38. „Liðið var mjög einbeitt í kvöld. Þetta byrjar allt í varnarleiknum og þegar við erum góðir þar þá náum við oftast að spila okkar besta leik. Lið eins og Warriors með leikmenn eins og (Stephen) Curry og (Klay) Thompson kallar fram það besta í þér. Menn mæta vel einbeittir til leiks á móti þeim,“ sagði Mike Budenholzer. Giannis with a couple no-look dimes, he's up to 5 assist on TNT! pic.twitter.com/7oztQS3Zi8— NBA (@NBA) January 14, 2022 Khris Middleton skoraði 23 stig fyrir Milwaukee og Bobby Portis var með 20 stig. Giannis kominn með 23 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Þetta var þriðji leikur Klay Thompson eftir endurkomuna. Liðið vann fyrsta leikinn en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð en þeir steinlágu líka á móti Memphis Grizzlies. Andrew Wiggins var stigahæstur hjá Golden State með sextán stig og Jonathan Kuminga skoraði fimmtán stig. Skvettubræðurnir voru hins vegar aðeins með 23 stig samanlagt, Curry skoraði 12 stig en Klay 11 stig. „Við byrjuðum leikinn skelfilega og það klikkaði allt sem klikkað gat á báðum endum vallarins,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn. TOUGH!SGA with the hesi-cross and the bucket on NBA League Pass https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/ItWJmoiG1w— NBA (@NBA) January 14, 2022 Brooklyn Nets var aftur komið á heimavöll en það þýddi líka að liðið var án Kyrie Irving. Nets tapaði stórt á móti Oklahoma City Thunder 130-108 en Kevin Durant var fjarri góðu gamni í leiknum. Shai Gilgeous-Alexander átti þrumuleik en hann skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. James Harden var með 26 stig og 9 stoðsendingar fyrir Brooklyn en hinir fjórir byrjunarliðsmennirnir voru bara samanlagt með 27 stig og 3 stoðsendingar í öllum leiknum. Desmond Bane skoraði 21 stig og Jaren Jackson Jr. var með 20 stig þegar Memphis Grizzlies vann sinn ellefta leik í röð nú 116-108 sigur á Minnesota Timberwolves. Stórstjarnan Ja Morant bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 8 fráköstum en Anthony Edwards var stighæstur hjá Úlfunum með 30 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 118-99 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 116-108 New Orleans Pelicans - LA Clippers 113-89 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 109-130 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 140-108 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 118-99 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 116-108 New Orleans Pelicans - LA Clippers 113-89 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 109-130 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 140-108
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira