Níu íbúar á Eir hjúkrunarheimili með Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 14. janúar 2022 11:34 Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993. Vísir/Vilhelm Níu íbúar á Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi hafa greinst með Covid-19. Íbúarnir eru sagðir vera með lítil eða engin einkenni en flestir þeirra hafa verið þríbólusettir. Fyrsta tilfellið greindist um helgina og í kjölfarið voru aðrir íbúar og starfsmenn sendir í skimun. Þá greindust átta heimilismenn til viðbótar á sunnudag. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdarstjóra hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, á von á því að allir íbúarnir verði lausir úr einangrun á mánudag. Hún segir að faraldurinn hafi reynst hjúkrunarheimilunum mikil áskorun og nú séu um tíu til tuttugu prósent starfsmanna ýmist í sóttkví eða einangrun. „Erfiðast hjá okkur er auðvitað hjá okkur að missa starfsmenn í einangrun og sóttkví. Íbúarnir fá nokkuð skerta þjónustu af því að við erum nánast undirmönnuð á hverri vakt. Það er nánast alltaf einhver í sóttkví eða einangrun, eða börn þeirra. Við finnum alveg verulega mikið álag á öllum vígstöðvum, við umönnun, í rekstrardeild og viðhaldi. Þetta er rosalega erfitt tímabil núna.“ Leyft að vinna í sóttkví Líkt og fleiri vinnustaðir hafa hjúkrunarheimilin nýtt nýja heimild í reglum um sóttkví og boðið þríbólusettum starfsmönnum að mæta til vinnu á meðan þeir eru í sóttkví. Þeir starfsmenn þurfa að nota andlitsgrímu öllum stundum, eru með sér salerni og kaffiaðstöðu og draga úr umgengni við aðra eins og mögulegt er. „Það hefur gegnið vel en það auðvitað eykur álagið á viðkomandi starfsmann og samstarfsfólk, þetta er erfiðara,“ segir Þórdís Hulda. Hún segir stjórnendur hafi eðlilega þurft að draga verulega úr sameiginlegum viðburðum á heimilunum í sóttvarnaskyni sem hafi haft nokkur áhrif á íbúana. Þó sé enn boðið upp á iðju- og sjúkraþjálfun. „Það starfsfólk sem kemst til vinnu er ótrúlega duglegt og jákvætt, það er mikill liðsandi meðal starfsmanna sem maður er mjög þakklátur fyrir. Við höfum ekki lokað fyrir heimsóknir en við upplifum samt að aðstandendur séu aðeins að draga sig í hlé og er kannski að koma sjaldnar, styttra og færri í einu. Fyrir það erum við mjög þakklát.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Fyrsta tilfellið greindist um helgina og í kjölfarið voru aðrir íbúar og starfsmenn sendir í skimun. Þá greindust átta heimilismenn til viðbótar á sunnudag. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdarstjóra hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, á von á því að allir íbúarnir verði lausir úr einangrun á mánudag. Hún segir að faraldurinn hafi reynst hjúkrunarheimilunum mikil áskorun og nú séu um tíu til tuttugu prósent starfsmanna ýmist í sóttkví eða einangrun. „Erfiðast hjá okkur er auðvitað hjá okkur að missa starfsmenn í einangrun og sóttkví. Íbúarnir fá nokkuð skerta þjónustu af því að við erum nánast undirmönnuð á hverri vakt. Það er nánast alltaf einhver í sóttkví eða einangrun, eða börn þeirra. Við finnum alveg verulega mikið álag á öllum vígstöðvum, við umönnun, í rekstrardeild og viðhaldi. Þetta er rosalega erfitt tímabil núna.“ Leyft að vinna í sóttkví Líkt og fleiri vinnustaðir hafa hjúkrunarheimilin nýtt nýja heimild í reglum um sóttkví og boðið þríbólusettum starfsmönnum að mæta til vinnu á meðan þeir eru í sóttkví. Þeir starfsmenn þurfa að nota andlitsgrímu öllum stundum, eru með sér salerni og kaffiaðstöðu og draga úr umgengni við aðra eins og mögulegt er. „Það hefur gegnið vel en það auðvitað eykur álagið á viðkomandi starfsmann og samstarfsfólk, þetta er erfiðara,“ segir Þórdís Hulda. Hún segir stjórnendur hafi eðlilega þurft að draga verulega úr sameiginlegum viðburðum á heimilunum í sóttvarnaskyni sem hafi haft nokkur áhrif á íbúana. Þó sé enn boðið upp á iðju- og sjúkraþjálfun. „Það starfsfólk sem kemst til vinnu er ótrúlega duglegt og jákvætt, það er mikill liðsandi meðal starfsmanna sem maður er mjög þakklátur fyrir. Við höfum ekki lokað fyrir heimsóknir en við upplifum samt að aðstandendur séu aðeins að draga sig í hlé og er kannski að koma sjaldnar, styttra og færri í einu. Fyrir það erum við mjög þakklát.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira