Segir veitingaaðilum létt með óbreyttum reglum og styrkjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2022 14:18 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Reglur hvað varða veitingastaði hér á landi eru nokkurn veginn óbreyttar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta mikinn létti fyrir veitingahúsaeigendur og hótelrekendur sem hafi verið farnir að reikna með enn harðarði takmörkunum. Tíu mega koma saman í stað tuttugu frá miðnætti. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar takmarkanir fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag. Nýjar takmarkanir gilda til 2. febrúar. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, staðgengill fjármálaráðherra, tilkynnti einnig að ráðist yrði í efnahagsaðgerðir til þess að bæta tekjufall. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þrjár leiðir til í minnisblaði sínu. Í þeirri leið sem ríkisstjórnin segist hafa farið eftir að mestu leyti lagði Þórólfur til að minnka hólfin á veitingastöðum í tíu manns úr tuttugu. Ríkisstjórnin féllst ekki á þetta. Allt verður óbreytt á veitingastöðum. Tuttugu í hólfi, má hleypa inn til 21 og allir komnir út fyrir klukkan 22. „Þetta er heldur skárra en það sýndist í upphafi fyrir veitingarekstur. Tíu manns er mjög erfitt. Ég heyrði strax af veitingamönnum sem höfðu í hyggju að loka,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Veitingastaðir og hótel geta því haldið áfram uppteknum hætti. „Þetta gerir þeim auðveldara að halda áfram með skynsamlegum hætt með þessum reglum.“ Nýjar reglur herði þó að starfsemi í ferðamennskunni. Þeir sem eru með hópa sem vilja komast í afþreyingu, hvalaskoðun, vélsleðaferðir og annað þurfi að minnka hópana. „Þetta þrengir að á ýmsan máta.“ Jóhannes fagnar því að ríkisstjórnin ætli að mæta aðilum í bransanum með úrræðum. „Koma til móts við þetta mikla og langvarandi tekjufall sem sóttvarnaaðgerðir eru að valda veitingastöðunum,“ segir Jóhannes. Hann vonar að horft verði til fyrri styrkveitinga í faraldrinum við útfærslu styrkjanna. Þórdís Kolbrún sagði reglugerð um styrki í smíðum í ráðuneytinu og aðgerðirnar yrðu ræddar á Alþingi á mánudag. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun algengara að konan sé heima með börnin verði skólum lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Tíu mega koma saman í stað tuttugu frá miðnætti. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar takmarkanir fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag. Nýjar takmarkanir gilda til 2. febrúar. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, staðgengill fjármálaráðherra, tilkynnti einnig að ráðist yrði í efnahagsaðgerðir til þess að bæta tekjufall. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þrjár leiðir til í minnisblaði sínu. Í þeirri leið sem ríkisstjórnin segist hafa farið eftir að mestu leyti lagði Þórólfur til að minnka hólfin á veitingastöðum í tíu manns úr tuttugu. Ríkisstjórnin féllst ekki á þetta. Allt verður óbreytt á veitingastöðum. Tuttugu í hólfi, má hleypa inn til 21 og allir komnir út fyrir klukkan 22. „Þetta er heldur skárra en það sýndist í upphafi fyrir veitingarekstur. Tíu manns er mjög erfitt. Ég heyrði strax af veitingamönnum sem höfðu í hyggju að loka,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Veitingastaðir og hótel geta því haldið áfram uppteknum hætti. „Þetta gerir þeim auðveldara að halda áfram með skynsamlegum hætt með þessum reglum.“ Nýjar reglur herði þó að starfsemi í ferðamennskunni. Þeir sem eru með hópa sem vilja komast í afþreyingu, hvalaskoðun, vélsleðaferðir og annað þurfi að minnka hópana. „Þetta þrengir að á ýmsan máta.“ Jóhannes fagnar því að ríkisstjórnin ætli að mæta aðilum í bransanum með úrræðum. „Koma til móts við þetta mikla og langvarandi tekjufall sem sóttvarnaaðgerðir eru að valda veitingastöðunum,“ segir Jóhannes. Hann vonar að horft verði til fyrri styrkveitinga í faraldrinum við útfærslu styrkjanna. Þórdís Kolbrún sagði reglugerð um styrki í smíðum í ráðuneytinu og aðgerðirnar yrðu ræddar á Alþingi á mánudag. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun algengara að konan sé heima með börnin verði skólum lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Mun algengara að konan sé heima með börnin verði skólum lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03