Norwich lyftir sér úr botnsætinu með öflugum sigri á Everton Atli Arason skrifar 15. janúar 2022 17:20 vísir/Getty Norwich vann bráð nauðsynlegan 2-1 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn lyftir liðinu upp úr botnsæti deildarinnar og upp í 18. sætið. Norwich byrjaði leikinn á flugi gegn lánlausum Everton mönnum. Michael Keane varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 16. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var Adam Idah búinn að tvöfalda forystu heimamanna. Á 60. mínútu minnkar Richarlison muninn með stórglæsilegu marki er hann skorar úr bakfallsspyrnu inn í vítateig Norwich. Nær komust gestirnir þó ekki og stigin þrjú fara til Norwich. Newcastle áfram í fallsæti Nýir eigendur Newcastle.vísir/Getty Á St. James' Park var voru Kieran Trippier og Chris Wood báðir í byrjunarliðinu í sínum fyrstu úrvalsdeildarleikjum fyrir Newcastle í 1-1 jafntefli gegn Watford. Allan Saint-Maximin gerði fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks þegar hann rænir boltanum af Jeremy Ngkia, bakverði Watford, og kemst inn í vítateig gestanna þar sem hann á skot á nærstöng sem Ben Foster, markvörður Watford, ræður ekki við. Á 88. mínútu jafnar Joao Pedro leikinn með góðum skalla eftir fyrirgjöf varamannsins Kiko Femenia af hægri kanti og þar við sat. Newcastle dettur niður í 19. sætið eftir jafnteflið á meðan Watford er áfram í 17. sæti. Adama Traore skorar fyrsta markið sitt á tímabilinu Í Wolverhampton var Southampton í heimsókn í leik þar sem heimamenn unnu 3-1. Wolves komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar Jan Bednarek, varnarmaður Southampton, brýtur á Rayan Aït-Nouri inn í vítateig. Eftir að hafa skoðað atvikið betur í VAR skjánum dæmir Michael Sailsbury, dómari leiksins, vítaspyrnu sem Raúl Jiminéz skorar örugglega úr. Conor Coady skoraði annað mark leiksins á 59. mínútu þegar hann skallar boltann í autt netið eftir að kollspyrna Max Kilman hafði endað í stönginni. James Ward Prowse skoraði frábært mark úr aukaspyrnu á 84. mínútu þegar hann skaut utanfótar snuddu sem endaði í marki Wovles. Gestirnir sóttu af krafti eftir mark Ward Prowse sem varð til þess að þeir urðu fáliðaðir í vörninni. Heimamenn nýttu sér það og Adama Traore gulltryggði 3-1 sigur Wolves með marki úr skyndisókn á 91. mínútu. Með sigrinum er Wolves komið upp í 8. sæti á meðan Southampton er í því 12. Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Norwich byrjaði leikinn á flugi gegn lánlausum Everton mönnum. Michael Keane varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 16. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var Adam Idah búinn að tvöfalda forystu heimamanna. Á 60. mínútu minnkar Richarlison muninn með stórglæsilegu marki er hann skorar úr bakfallsspyrnu inn í vítateig Norwich. Nær komust gestirnir þó ekki og stigin þrjú fara til Norwich. Newcastle áfram í fallsæti Nýir eigendur Newcastle.vísir/Getty Á St. James' Park var voru Kieran Trippier og Chris Wood báðir í byrjunarliðinu í sínum fyrstu úrvalsdeildarleikjum fyrir Newcastle í 1-1 jafntefli gegn Watford. Allan Saint-Maximin gerði fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks þegar hann rænir boltanum af Jeremy Ngkia, bakverði Watford, og kemst inn í vítateig gestanna þar sem hann á skot á nærstöng sem Ben Foster, markvörður Watford, ræður ekki við. Á 88. mínútu jafnar Joao Pedro leikinn með góðum skalla eftir fyrirgjöf varamannsins Kiko Femenia af hægri kanti og þar við sat. Newcastle dettur niður í 19. sætið eftir jafnteflið á meðan Watford er áfram í 17. sæti. Adama Traore skorar fyrsta markið sitt á tímabilinu Í Wolverhampton var Southampton í heimsókn í leik þar sem heimamenn unnu 3-1. Wolves komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar Jan Bednarek, varnarmaður Southampton, brýtur á Rayan Aït-Nouri inn í vítateig. Eftir að hafa skoðað atvikið betur í VAR skjánum dæmir Michael Sailsbury, dómari leiksins, vítaspyrnu sem Raúl Jiminéz skorar örugglega úr. Conor Coady skoraði annað mark leiksins á 59. mínútu þegar hann skallar boltann í autt netið eftir að kollspyrna Max Kilman hafði endað í stönginni. James Ward Prowse skoraði frábært mark úr aukaspyrnu á 84. mínútu þegar hann skaut utanfótar snuddu sem endaði í marki Wovles. Gestirnir sóttu af krafti eftir mark Ward Prowse sem varð til þess að þeir urðu fáliðaðir í vörninni. Heimamenn nýttu sér það og Adama Traore gulltryggði 3-1 sigur Wolves með marki úr skyndisókn á 91. mínútu. Með sigrinum er Wolves komið upp í 8. sæti á meðan Southampton er í því 12.
Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira