Átta milljónir Englendinga stunda áhættusama drykkju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2022 08:41 Gögn sýna að fólk situr lengur við þegar það drekkur heima en þegar það fer út á lífið. Milljónir Breta neyta nú áfengis í hættulegu magni heima hjá sér. Ástæðuna má að einhverju leyti rekja til þess að fleiri drekka nú heima en á öldurhúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Frá þessu greinir The Guardian, sem segir fjölda Breta nú vera að valda sjálfum sér „þöglum skaða“ með hættulega mikilli drykkju heima fyrir. Sérfræðingar segja áhættusama áfengisneyslu hafa aukist til muna í kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt þeirri opinberu stofnun sem fylgist með lýðheilsu Breta drekka átta milljón manns á Englandi nú svo mikið af léttvíni, bjór og sterkara áfengi að neyslan er skaðleg heilsu þeirra. Julia Sinclair hjá Royal College of Psychiatrists segir hluta vandans að eftir að fólk fór að drekka heima í auknum mæli í kórónuveirufaraldrinum, sitji það lengur að sumbli en það myndi gera úti á lífinu. Nýjar tölur, sem byggja á könnunum YouGov, sýna að 18,1 prósent fullorðinna á Englandi stunduðu áhættusama drykkju í ágúst, september og október á síðasta ári. Sama hlutfall var 12,4 prósent í febrúar 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Á Bretlandseyjum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að fólk takmarki drykkju við 14 einingar á viku, sem jafngildir 14 litlum vínglösum eða rétt tæplega þrír lítrar af bjór. Skaðleg eða hættuleg drykkja er skilgreind útfrá því hversu oft fólk drekkur, hversu mikið í einu, hvort fólk finnur til samviskubits eftir drykkjuna og hvort drykkjan hefur áhrif á daglegt líf. Tvöfalt fleiri menn en konur stunda áhættusama drykkju. Sinclair segir nýjustu gögn sýna að fólk sé enn að kljást við óvissu og kvíða vegna kórónuveirufaraldursins og þá hafi sumir komið sér upp venjum þar sem áfengisneysla komi við sögu. Hún segist gera ráð fyrir að það muni taka nokkurn tíma fyrir neyslumynstrið að ganga til baka. Guardian fjallar ítarlega um málið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Áfengi og tóbak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Frá þessu greinir The Guardian, sem segir fjölda Breta nú vera að valda sjálfum sér „þöglum skaða“ með hættulega mikilli drykkju heima fyrir. Sérfræðingar segja áhættusama áfengisneyslu hafa aukist til muna í kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt þeirri opinberu stofnun sem fylgist með lýðheilsu Breta drekka átta milljón manns á Englandi nú svo mikið af léttvíni, bjór og sterkara áfengi að neyslan er skaðleg heilsu þeirra. Julia Sinclair hjá Royal College of Psychiatrists segir hluta vandans að eftir að fólk fór að drekka heima í auknum mæli í kórónuveirufaraldrinum, sitji það lengur að sumbli en það myndi gera úti á lífinu. Nýjar tölur, sem byggja á könnunum YouGov, sýna að 18,1 prósent fullorðinna á Englandi stunduðu áhættusama drykkju í ágúst, september og október á síðasta ári. Sama hlutfall var 12,4 prósent í febrúar 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Á Bretlandseyjum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að fólk takmarki drykkju við 14 einingar á viku, sem jafngildir 14 litlum vínglösum eða rétt tæplega þrír lítrar af bjór. Skaðleg eða hættuleg drykkja er skilgreind útfrá því hversu oft fólk drekkur, hversu mikið í einu, hvort fólk finnur til samviskubits eftir drykkjuna og hvort drykkjan hefur áhrif á daglegt líf. Tvöfalt fleiri menn en konur stunda áhættusama drykkju. Sinclair segir nýjustu gögn sýna að fólk sé enn að kljást við óvissu og kvíða vegna kórónuveirufaraldursins og þá hafi sumir komið sér upp venjum þar sem áfengisneysla komi við sögu. Hún segist gera ráð fyrir að það muni taka nokkurn tíma fyrir neyslumynstrið að ganga til baka. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Áfengi og tóbak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira