Kanna orðspor umsækjenda í stjórnendastörf Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. janúar 2022 07:01 Sú hegðun sem sjá má í norsku Exitþáttunum viðgengst líka á Íslandi og því má telja líklegt að valdamiklir gerendur séu fleiri en þeir fimm meintu gerendur sem Vítalía Lazareva sagði frá á dögunum. En hefur eitthvað breyst í atvinnulífinu þegar að þessum málum kemur? Atvinnulífið leitaði til eigenda helstu ráðningastofa landsins, mynd fv.: Sverrir Briem (Hagvangur), Thelma Kristín Kvaran (Intellecta), Jensína K. Böðvarsdóttir VinnVinn. Í kjölfar frásagnar Vítalíu Lazareva fyrr í mánuðinum um að þjóðþekktir menn í atvinnulífinu hafi brotið á henni kynferðislega, hafa margir velt fyrir sér hvort það hafi í raun eitthvað breyst, frá því að #metoo bylgjan fór af stað haustið 2017. Ekki síst vegna þess að viðbrögð fyrirtækjanna sem þessi menn tengjast hafa ýmist verið sein eða engin. Meintir gerendur hafa þó stigið til hliðar sjálfviljugir eða verið gert að fara í kjölfar þess að fjölmiðlar fjölluðu um málið. Sem þó gerðist ekki strax því upphaflega sagði Vítalía sögu sína í Instagramfærslu fyrir mörgum vikum síðan. Í þeirri færslu nafngreindi Vítalía meinta gerendur, þá Arnar Grant, Ara Edwald, Hreggvið Jónsson og Þórð Jóhannsson. Allt valdamiklir og þekktir menn á svipuðum aldri og foreldrar Vítalíu eða eldri. Í hlaðvarpsþættinum Eigin konur sagði Vítalía einnig frá meintu broti Loga Bergmann, sem gerðist á öðrum tíma en einnig með Arnari Grant. „Ég er ekki að fara að segja nei við vini hans, slá þá og segja þeim að drulla sér af mér. Þetta fór alveg yfir öll mörk sem hægt var að fara yfir. Fólk áttar sig ekki á því hversu stórt þetta var, margir halda að þetta hafi verið „bara“ þukl en þetta fór yfir öll mörk hjá öllum,“ sagði Vítalía meðal annars þegar hún lýsti því hvernig meintir gerendur hefðu brotið á henni í sumarbústaðaferð. Í Atvinnulífinu í dag og næstu daga, verður fjallað um valdamikla gerendur og þeirri spurningu velt upp hvort ástæða sé til þess að stjórnir og hluthafahópar, til dæmis stærstu fyrirtækja landsins, skoði alvarlega hvernig hægt er að fyrirbyggja að mál sem þessi líðist og/eða hvernig bregðast skuli við þeim. Áfram stjórnendur hvað sem á gekk Lengi hefur því verið fleygt fram í kvennahópum að orðrómur um ósæmilega hegðun hafi í flestum tilfellum lítil sem engin áhrif á starfsframa karlkyns gerenda. Eða eins og Drífa Snædal orðaði það í pistli sínum fyrr í mánuðinum: „Konur af minni kynslóð hvísluðust á um einstaka menn, við vöruðum hver aðra við og það var segin saga að þegar komið var inn á nýjan vettvang fékk kona að vita hvaða menn ætti að forðast í félagslegum samskiptum.“ Þá veltir fólk því fyrir sér hvers vegna fyrirtækin sáu sér ekki fært að grípa til aðgerða, fyrr en mál Vítalíu náði hámæli í fjölmiðlum. Þýðir það að þessir menn sætu enn í sínum sætum ef málið hefði ekki komist upp? Í viðtali við Atvinnulífið í gær var fjallað um þöggun og sagði Sigríður Indriðadóttir, eigandi SAGA Competence þá meðal annars: „Í þessum tilfellum virðist vera að um leið og Vítalía steig fram og almenningur fékk þessar upplýsingar beint í æð og það sem áður var orðrómur fór með beinum hætti að ógna afkomu og orðspori fyrirtækisins, þá allt í einu virtist hugrekkið, verkfærin, stuðningurinn og svigrúmið vera til staðar.“ Norsku Exitþættirnir hafa einnig sprottið fram í umræðuna, þar sem sumir sjá líkingu í þeirri hegðun sem sjá mátti í þeim þáttum og í frásögn Vítalíu. Hafa ráðgjafar Stígamóta staðfest í viðtölum við Atvinnulífið á Vísi, að sú hegðun sem sjá má í Exitþáttunum, viðgangist einnig hjá valdamiklum gerendum á Íslandi. En hefur þá ekkert breyst eða er ýmislegt að breytast? Atvinnulífið leitaði til nokkurra ráðningastofa til að kanna hvort starfsmöguleikar manna sem mögulega hafa það orð á sér að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun eða kynferðislega áreitni, væru enn óbreyttir. Vísað var til máls Vítalíu Lazareva og tenginguna við karlkyns gerendur í áhrifastöðum. Þar sem ráðningastofur vinna oft að því líka að meta umsækjendur fyrir stjórnarsetu, var spurt um bæði ráðningaferil fyrir starf og/eða nefndarsetu. Spurt var: Ef hæfur aðili sækir um starf eða nefndarsetu, en þið hafið heyrt orðróm um að sá hinn sami hafi sýnt af sér ósæmilega hegðun, innan sem utan vinnustaðar: Upplýsið þið vinnuveitanda, stjórn eða aðra hagaðila um þann orðróm? Reyna að fá botn í málið Jensína Kristín Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Vinnvinn: „Okkar ráðningarferli hjá Vinnvinn er mjög skýrt og sem hluti af valferlinu þá könnum við umsækjendur mjög vel. Ef eitthvað ósæmilegt eða óæskilegt kemur í ljós í umsagnaleitinni þá upplýsum við alltaf okkar viðskiptavini og ræðum málið og metum í sameiningu hvort viðkomandi komi áfram til greina í starfið. Við vinnum með staðreyndir en ekki orðróm, og ef okkur finnst við ekki vera með nægjanlega góðar upplýsingar þá höldum við áfram að afla frekari upplýsinga og hættum ekki fyrr en við erum komin til botns í málinu. Jafnframt eigum við samtal við umsækjendur þegar upp koma mál sem þarfnast frekari ústýringa og fáum þeirra hlið á málinu.“ Kanna orðspor umsækjenda Thelma Kristín Kvaran, meðeigandi Intellcta og sérfræðingur í ráðningum: „Það er hlutverk okkar sem ráðgjafa að finna hæfasta stjórnandann í starfið hverju sinni og ganga úr skugga um að hans persónuleiki og stjórnunarstíll falli sem best að fyrirtækinu og stefnu þess. Það er því mikilvægur þáttur í okkar vinnu að rýna bakgrunn og forsögu umsækjenda svo að ekkert óvænt komi upp sem getur haft áhrif á árangur eða orðspor fyrirtækisins. Það er nánast orðið óhjákvæmilegt að mál eins og þau sem við sjáum í umræðunni og varða hegðun eða atferli stjórnenda í dag hafi slæm áhrif á fyrirtækin og orðspor þeirra. Í öllum okkar ráðningum leggjum við áherslu á að kanna bakgrunn þeirra umsækjenda sem koma til greina í störf eða stjórnarsetu. Slík bakgrunnsskoðun felst ekki bara í að kanna frammistöðu umsækjanda á fyrri vinnustöðum, heldur einnig orðspor hans sem stjórnanda og fagmanneskju. Það koma einstaka sinnum upp mál þar sem umsækjandi hefur orðið uppvís að ósæmilegri hegðun, svo sem kynferðislegri áreitni, ofbeldi eða öðru slíku og upplýsum við okkar viðskiptavini undantekningalaust um það. Gæði okkar vinnu skiptir máli og því mikilvægt að geta gefið fyrirtækinu sem heilsteyptustu mynd af hæfum umsækjanda en það er svo alltaf að lokum þeirra að taka ákvörðun um ráðninguna.“ Umsækjendur í stjórnendastörf spurðir um fortíðina Sverrir Briem, einn eiganda Hagvangs og ráðgjafi: „Við leggjum okkur fram um að kanna umsækjendur í ráðningarferli hjá okkur út frá sem flestum sjónarhornum. Orðspor er ekki síður mikilvægt að skoða vel, en aðrar kröfur sem gerðar eru í ráðningarferli. Við höfum aukið kröfur okkar í þessum málum. Þetta er vandmeðfarið og þarf að skoða með varúð. Flestir eru á samfélagsmiðlum svo tiltölulega auðvelt er að sjá hvernig fólk kynnir sig þar og í hvaða tilgangi. Að auki ræðum við við okkar tengslanet í fullum trúnaði, ef þess er þörf og gætum þess að brjóta ekki trúnað við umsækjendur. Hvað varðar samfélagsmiðlana þá eru þeir alltaf að spila stærra hlutverk í allri samfélagsumræðu. Hvað það setur fram skiptir máli og af þeim sökum þarf fólk að vanda sig í framkomu á þessum miðlum og forðast alla mistúlkun. Ef við heyrum orðróm þá ræðum við hann. Þetta viðkvæmt málefni og stundum snúið en við teljum það skyldu okkar að koma öllum upplýsingum um umsækjendur á framfæri og leyfa svo viðskiptavinum að taka ákvörðun um næstu skref. Auðvitað þarf að kanna sannleiksgildi sögusagna, hvort um hreinræktaða kjaftasögu eða uppspuna sé að ræða eða hvort orðrómurinn byggi á einhverju sem raunverulega hefur átt sér stað. Umsækjandi í stjórnunarstarf er gjarnan spurður áður en að ráðningu kemur hvort það sé eitthvað í fortíð viðkomandi sem geti skaðað ímynd fyrirtækisins. Það er betra að hafa allt uppá borðinu heldur en sjá í fjölmiðlum frétt um að viðkomandi sé ráðinn og í kjölfarið er farið að draga upp gamlar eða nýjar sögur. Það getur orðið dýrkeypt fyrir alla aðila. Það verður að segjast að þetta er ekki eitthvað sem kemur reglulega upp hjá okkur en þegar það gerist þá komum við þessu ávallt á framfæri.“ Atvinnulífið mun halda áfram að fjalla um málið á næstu dögum. Starfsframi MeToo Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir „Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“ Ung kona segist vera að leita réttar síns eftir að brotið hafi verið á henni af þremur eldri karlmönnum. Hún segir brotin hafa átt sér stað þegar hún var í ástarsambandi með vini þeirra. Hún hafi viljað þóknast honum og frosið þegar brotið hafi verið á henni. 4. janúar 2022 17:30 Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ekki síst vegna þess að viðbrögð fyrirtækjanna sem þessi menn tengjast hafa ýmist verið sein eða engin. Meintir gerendur hafa þó stigið til hliðar sjálfviljugir eða verið gert að fara í kjölfar þess að fjölmiðlar fjölluðu um málið. Sem þó gerðist ekki strax því upphaflega sagði Vítalía sögu sína í Instagramfærslu fyrir mörgum vikum síðan. Í þeirri færslu nafngreindi Vítalía meinta gerendur, þá Arnar Grant, Ara Edwald, Hreggvið Jónsson og Þórð Jóhannsson. Allt valdamiklir og þekktir menn á svipuðum aldri og foreldrar Vítalíu eða eldri. Í hlaðvarpsþættinum Eigin konur sagði Vítalía einnig frá meintu broti Loga Bergmann, sem gerðist á öðrum tíma en einnig með Arnari Grant. „Ég er ekki að fara að segja nei við vini hans, slá þá og segja þeim að drulla sér af mér. Þetta fór alveg yfir öll mörk sem hægt var að fara yfir. Fólk áttar sig ekki á því hversu stórt þetta var, margir halda að þetta hafi verið „bara“ þukl en þetta fór yfir öll mörk hjá öllum,“ sagði Vítalía meðal annars þegar hún lýsti því hvernig meintir gerendur hefðu brotið á henni í sumarbústaðaferð. Í Atvinnulífinu í dag og næstu daga, verður fjallað um valdamikla gerendur og þeirri spurningu velt upp hvort ástæða sé til þess að stjórnir og hluthafahópar, til dæmis stærstu fyrirtækja landsins, skoði alvarlega hvernig hægt er að fyrirbyggja að mál sem þessi líðist og/eða hvernig bregðast skuli við þeim. Áfram stjórnendur hvað sem á gekk Lengi hefur því verið fleygt fram í kvennahópum að orðrómur um ósæmilega hegðun hafi í flestum tilfellum lítil sem engin áhrif á starfsframa karlkyns gerenda. Eða eins og Drífa Snædal orðaði það í pistli sínum fyrr í mánuðinum: „Konur af minni kynslóð hvísluðust á um einstaka menn, við vöruðum hver aðra við og það var segin saga að þegar komið var inn á nýjan vettvang fékk kona að vita hvaða menn ætti að forðast í félagslegum samskiptum.“ Þá veltir fólk því fyrir sér hvers vegna fyrirtækin sáu sér ekki fært að grípa til aðgerða, fyrr en mál Vítalíu náði hámæli í fjölmiðlum. Þýðir það að þessir menn sætu enn í sínum sætum ef málið hefði ekki komist upp? Í viðtali við Atvinnulífið í gær var fjallað um þöggun og sagði Sigríður Indriðadóttir, eigandi SAGA Competence þá meðal annars: „Í þessum tilfellum virðist vera að um leið og Vítalía steig fram og almenningur fékk þessar upplýsingar beint í æð og það sem áður var orðrómur fór með beinum hætti að ógna afkomu og orðspori fyrirtækisins, þá allt í einu virtist hugrekkið, verkfærin, stuðningurinn og svigrúmið vera til staðar.“ Norsku Exitþættirnir hafa einnig sprottið fram í umræðuna, þar sem sumir sjá líkingu í þeirri hegðun sem sjá mátti í þeim þáttum og í frásögn Vítalíu. Hafa ráðgjafar Stígamóta staðfest í viðtölum við Atvinnulífið á Vísi, að sú hegðun sem sjá má í Exitþáttunum, viðgangist einnig hjá valdamiklum gerendum á Íslandi. En hefur þá ekkert breyst eða er ýmislegt að breytast? Atvinnulífið leitaði til nokkurra ráðningastofa til að kanna hvort starfsmöguleikar manna sem mögulega hafa það orð á sér að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun eða kynferðislega áreitni, væru enn óbreyttir. Vísað var til máls Vítalíu Lazareva og tenginguna við karlkyns gerendur í áhrifastöðum. Þar sem ráðningastofur vinna oft að því líka að meta umsækjendur fyrir stjórnarsetu, var spurt um bæði ráðningaferil fyrir starf og/eða nefndarsetu. Spurt var: Ef hæfur aðili sækir um starf eða nefndarsetu, en þið hafið heyrt orðróm um að sá hinn sami hafi sýnt af sér ósæmilega hegðun, innan sem utan vinnustaðar: Upplýsið þið vinnuveitanda, stjórn eða aðra hagaðila um þann orðróm? Reyna að fá botn í málið Jensína Kristín Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Vinnvinn: „Okkar ráðningarferli hjá Vinnvinn er mjög skýrt og sem hluti af valferlinu þá könnum við umsækjendur mjög vel. Ef eitthvað ósæmilegt eða óæskilegt kemur í ljós í umsagnaleitinni þá upplýsum við alltaf okkar viðskiptavini og ræðum málið og metum í sameiningu hvort viðkomandi komi áfram til greina í starfið. Við vinnum með staðreyndir en ekki orðróm, og ef okkur finnst við ekki vera með nægjanlega góðar upplýsingar þá höldum við áfram að afla frekari upplýsinga og hættum ekki fyrr en við erum komin til botns í málinu. Jafnframt eigum við samtal við umsækjendur þegar upp koma mál sem þarfnast frekari ústýringa og fáum þeirra hlið á málinu.“ Kanna orðspor umsækjenda Thelma Kristín Kvaran, meðeigandi Intellcta og sérfræðingur í ráðningum: „Það er hlutverk okkar sem ráðgjafa að finna hæfasta stjórnandann í starfið hverju sinni og ganga úr skugga um að hans persónuleiki og stjórnunarstíll falli sem best að fyrirtækinu og stefnu þess. Það er því mikilvægur þáttur í okkar vinnu að rýna bakgrunn og forsögu umsækjenda svo að ekkert óvænt komi upp sem getur haft áhrif á árangur eða orðspor fyrirtækisins. Það er nánast orðið óhjákvæmilegt að mál eins og þau sem við sjáum í umræðunni og varða hegðun eða atferli stjórnenda í dag hafi slæm áhrif á fyrirtækin og orðspor þeirra. Í öllum okkar ráðningum leggjum við áherslu á að kanna bakgrunn þeirra umsækjenda sem koma til greina í störf eða stjórnarsetu. Slík bakgrunnsskoðun felst ekki bara í að kanna frammistöðu umsækjanda á fyrri vinnustöðum, heldur einnig orðspor hans sem stjórnanda og fagmanneskju. Það koma einstaka sinnum upp mál þar sem umsækjandi hefur orðið uppvís að ósæmilegri hegðun, svo sem kynferðislegri áreitni, ofbeldi eða öðru slíku og upplýsum við okkar viðskiptavini undantekningalaust um það. Gæði okkar vinnu skiptir máli og því mikilvægt að geta gefið fyrirtækinu sem heilsteyptustu mynd af hæfum umsækjanda en það er svo alltaf að lokum þeirra að taka ákvörðun um ráðninguna.“ Umsækjendur í stjórnendastörf spurðir um fortíðina Sverrir Briem, einn eiganda Hagvangs og ráðgjafi: „Við leggjum okkur fram um að kanna umsækjendur í ráðningarferli hjá okkur út frá sem flestum sjónarhornum. Orðspor er ekki síður mikilvægt að skoða vel, en aðrar kröfur sem gerðar eru í ráðningarferli. Við höfum aukið kröfur okkar í þessum málum. Þetta er vandmeðfarið og þarf að skoða með varúð. Flestir eru á samfélagsmiðlum svo tiltölulega auðvelt er að sjá hvernig fólk kynnir sig þar og í hvaða tilgangi. Að auki ræðum við við okkar tengslanet í fullum trúnaði, ef þess er þörf og gætum þess að brjóta ekki trúnað við umsækjendur. Hvað varðar samfélagsmiðlana þá eru þeir alltaf að spila stærra hlutverk í allri samfélagsumræðu. Hvað það setur fram skiptir máli og af þeim sökum þarf fólk að vanda sig í framkomu á þessum miðlum og forðast alla mistúlkun. Ef við heyrum orðróm þá ræðum við hann. Þetta viðkvæmt málefni og stundum snúið en við teljum það skyldu okkar að koma öllum upplýsingum um umsækjendur á framfæri og leyfa svo viðskiptavinum að taka ákvörðun um næstu skref. Auðvitað þarf að kanna sannleiksgildi sögusagna, hvort um hreinræktaða kjaftasögu eða uppspuna sé að ræða eða hvort orðrómurinn byggi á einhverju sem raunverulega hefur átt sér stað. Umsækjandi í stjórnunarstarf er gjarnan spurður áður en að ráðningu kemur hvort það sé eitthvað í fortíð viðkomandi sem geti skaðað ímynd fyrirtækisins. Það er betra að hafa allt uppá borðinu heldur en sjá í fjölmiðlum frétt um að viðkomandi sé ráðinn og í kjölfarið er farið að draga upp gamlar eða nýjar sögur. Það getur orðið dýrkeypt fyrir alla aðila. Það verður að segjast að þetta er ekki eitthvað sem kemur reglulega upp hjá okkur en þegar það gerist þá komum við þessu ávallt á framfæri.“ Atvinnulífið mun halda áfram að fjalla um málið á næstu dögum.
Starfsframi MeToo Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir „Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“ Ung kona segist vera að leita réttar síns eftir að brotið hafi verið á henni af þremur eldri karlmönnum. Hún segir brotin hafa átt sér stað þegar hún var í ástarsambandi með vini þeirra. Hún hafi viljað þóknast honum og frosið þegar brotið hafi verið á henni. 4. janúar 2022 17:30 Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“ Ung kona segist vera að leita réttar síns eftir að brotið hafi verið á henni af þremur eldri karlmönnum. Hún segir brotin hafa átt sér stað þegar hún var í ástarsambandi með vini þeirra. Hún hafi viljað þóknast honum og frosið þegar brotið hafi verið á henni. 4. janúar 2022 17:30
Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40
Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50