Topplið Austurdeildarinnar án lykilmanna og töpuðu bæði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. janúar 2022 23:30 Darius Garland var frábær í sigri Cleveland Cavaliers á Brooklyn Nets í kvöld. EFE/MICHAEL REYNOLDS Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði. Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði. Brooklyn Nets var án Kevin Durant er liðið mætti Cleveland Cavaliers í kvöld. Durant meiddist í síðasta leik liðsins og er enn óljóst hversu lengi hann verður frá. Í hans stað kom hinn óbólusetti Kyrie Irving inn í liðið þar sem Nets voru á útivelli. Too pretty @KyrieIrving x #NBAAllStar pic.twitter.com/RXPgzVPLnM— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 17, 2022 Irving og James Harden gerðu hvað þeir gátu gegn einkar spræku Cavaliers-liði sem hefur komið nær öllum á óvart í vetur en allt kom fyrir ekki. Cavs með frábæran sjö stiga sigur eftir að sóknarleikur Nets hrundi í fjórða leikhluta, lokatölur 114-107. Harden skilaði 22 stig, 10 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Irving skilaði 27 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Another #NBAAllStar performance from your Eastern Conference Player of the Week @dariusgarland22 | #LetEmKnow pic.twitter.com/ZfMmToTN3R— Cleveland Cavaliers (@cavs) January 17, 2022 Segja má að liðsheildin hafi unnið þennan leik en Darius Garland var eini leikmaður Cleveland með meira en 15 stig. Hann skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar. Alls voru þó fimm leikmenn til viðbótar sem skoruðu 12 stig eða meira í kvöld. Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 13 stiga sigur á Nautunum frá Chicago, 119-106. Eftir jafnan fyrsta leikhluta settu Memphis-menn í fimmta gír og voru 13 stigum yfir í hálfleik. Sá munur var kominn upp í 20 stig fyrir síðasta fjórðung en þar tókst Nautunum að klóra í bakkann án þess þó að segja raunverulegan möguleika á sigri. Ja Morant og Desmond Bane skoruðu báðir 25 stig í liði Grizzles. DeMar DeRozan skoraði 24 stig í liði Bulls sem var án Lonzo Ball, Zach Lavine og Alex Caruso í kvöld. Miles Bridgers skoraði 38 stig og tók 12 fráköst í tíu stiga sigri Charlotte Hornets á New York Knicks, lokatölur 97-87. WHAT A DAY for @MilesBridges! career-high 38 POINTS 14-20 from the field 12 rebounds @hornets win pic.twitter.com/I4TPqUUC75— NBA (@NBA) January 17, 2022 Montrezl Harrell skoraði 18 stig og Kyle Kuzma skoraði 15 ásamt því að taka 16 fráköst er Washington Wizards kafsigldi Philadelphai 76ers, lokatölur 117-98. Joel Embiid var með 32 stig í liði 76ers. Kyle Kuzma with AUTHORITY pic.twitter.com/g55vmUhH1f— NBA TV (@NBATV) January 17, 2022 Nicola Batum skoraði 32 stig og Reggie Jackson gerði 26 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 139-133. Caris LaVert skoraði 26 stig í liði Pacers. Jayson Tatum skoraði 27 stig og Dennis Schröder bætti við 23 til viðbótar er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 104-92. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Alls fóru sex leikir NBA-deildarinnar fram á skikkanlegum tíma fyrir okkur Íslendinga nú í kvöld. Topplið Austurdeildarinnar – Brooklyn Nets og Chicago Bulls – töpuðu bæði. Brooklyn Nets var án Kevin Durant er liðið mætti Cleveland Cavaliers í kvöld. Durant meiddist í síðasta leik liðsins og er enn óljóst hversu lengi hann verður frá. Í hans stað kom hinn óbólusetti Kyrie Irving inn í liðið þar sem Nets voru á útivelli. Too pretty @KyrieIrving x #NBAAllStar pic.twitter.com/RXPgzVPLnM— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 17, 2022 Irving og James Harden gerðu hvað þeir gátu gegn einkar spræku Cavaliers-liði sem hefur komið nær öllum á óvart í vetur en allt kom fyrir ekki. Cavs með frábæran sjö stiga sigur eftir að sóknarleikur Nets hrundi í fjórða leikhluta, lokatölur 114-107. Harden skilaði 22 stig, 10 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Irving skilaði 27 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Another #NBAAllStar performance from your Eastern Conference Player of the Week @dariusgarland22 | #LetEmKnow pic.twitter.com/ZfMmToTN3R— Cleveland Cavaliers (@cavs) January 17, 2022 Segja má að liðsheildin hafi unnið þennan leik en Darius Garland var eini leikmaður Cleveland með meira en 15 stig. Hann skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar. Alls voru þó fimm leikmenn til viðbótar sem skoruðu 12 stig eða meira í kvöld. Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 13 stiga sigur á Nautunum frá Chicago, 119-106. Eftir jafnan fyrsta leikhluta settu Memphis-menn í fimmta gír og voru 13 stigum yfir í hálfleik. Sá munur var kominn upp í 20 stig fyrir síðasta fjórðung en þar tókst Nautunum að klóra í bakkann án þess þó að segja raunverulegan möguleika á sigri. Ja Morant og Desmond Bane skoruðu báðir 25 stig í liði Grizzles. DeMar DeRozan skoraði 24 stig í liði Bulls sem var án Lonzo Ball, Zach Lavine og Alex Caruso í kvöld. Miles Bridgers skoraði 38 stig og tók 12 fráköst í tíu stiga sigri Charlotte Hornets á New York Knicks, lokatölur 97-87. WHAT A DAY for @MilesBridges! career-high 38 POINTS 14-20 from the field 12 rebounds @hornets win pic.twitter.com/I4TPqUUC75— NBA (@NBA) January 17, 2022 Montrezl Harrell skoraði 18 stig og Kyle Kuzma skoraði 15 ásamt því að taka 16 fráköst er Washington Wizards kafsigldi Philadelphai 76ers, lokatölur 117-98. Joel Embiid var með 32 stig í liði 76ers. Kyle Kuzma with AUTHORITY pic.twitter.com/g55vmUhH1f— NBA TV (@NBATV) January 17, 2022 Nicola Batum skoraði 32 stig og Reggie Jackson gerði 26 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 139-133. Caris LaVert skoraði 26 stig í liði Pacers. Jayson Tatum skoraði 27 stig og Dennis Schröder bætti við 23 til viðbótar er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 104-92. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira