Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. janúar 2022 07:01 Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að meðalbiðtími sjúklinga sem þjást af endómetríósu eftir fyrsta viðtali við lækni á Kvenlækningadeild eru sex mánuðir, en 49 sjúklingar eru nú á bið eftir fyrsta viðtali og 92 eftir framhaldsviðtali eða eftirliti hjá læknum. Biðtími til að komast að í verkjateymi Landspítala er sömuleiðis sex mánuðir ef beiðni kemur að utan. Biðtími vegna beiðna innan spítalans vegna erfiðra vandamála er sagður vera yfirleitt innan við mánuður. Í svarinu kemur jafnframt fram að heilbrigðisráðherra vinni nú að styttingu biðtíma innan alls heilbrigðiskerfisins og að hann hafi nú kallað eftir upplýsingum frá Landspítala um hvort og þá hvernig megi stytta greiningartíma endómetríósu. Það er í samræmi við nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem leggur áherslu á heilbrigðisþjónustu út frá þörfum sjúklinga. Í svarinu kemur einnig fram að það sé til sérstakrar skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins hvernig hægt sé að efla þjónustu við sjúklinga sem glíma við endómetríósu. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Af svari heilbrigðisráðherra má ráða að málefni sjúklinga með endómetríósa hafi nú verið tekin til tímabærrar skoðunar og að umbóta sé að vænta. Það er fagnaðarefni fyrir sjúklinga sem hafa liðið bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Diljá Mist Einarsdóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að meðalbiðtími sjúklinga sem þjást af endómetríósu eftir fyrsta viðtali við lækni á Kvenlækningadeild eru sex mánuðir, en 49 sjúklingar eru nú á bið eftir fyrsta viðtali og 92 eftir framhaldsviðtali eða eftirliti hjá læknum. Biðtími til að komast að í verkjateymi Landspítala er sömuleiðis sex mánuðir ef beiðni kemur að utan. Biðtími vegna beiðna innan spítalans vegna erfiðra vandamála er sagður vera yfirleitt innan við mánuður. Í svarinu kemur jafnframt fram að heilbrigðisráðherra vinni nú að styttingu biðtíma innan alls heilbrigðiskerfisins og að hann hafi nú kallað eftir upplýsingum frá Landspítala um hvort og þá hvernig megi stytta greiningartíma endómetríósu. Það er í samræmi við nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem leggur áherslu á heilbrigðisþjónustu út frá þörfum sjúklinga. Í svarinu kemur einnig fram að það sé til sérstakrar skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins hvernig hægt sé að efla þjónustu við sjúklinga sem glíma við endómetríósu. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Af svari heilbrigðisráðherra má ráða að málefni sjúklinga með endómetríósa hafi nú verið tekin til tímabærrar skoðunar og að umbóta sé að vænta. Það er fagnaðarefni fyrir sjúklinga sem hafa liðið bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun