Hvers vegna óskaði Viðreisn eftir skýrslu ráðherra um sóttvarnaaðgerðir? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. janúar 2022 08:01 Í gær lagði þingflokkur Viðreisnar fram ósk um að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða svo fljótt sem hægt er þegar ríkisstjórnin tilkynnir um sóttvarnaaðgerðir. Hvers vegna gerðum við það? Opin umræða er nauðsynleg Í upphafi árs 2022 virðist því miður enn nokkuð í land í viðureigninni við heimsfaraldurinn og óvissa ríkir enn um hvenær daglegt líf fólksins í landinu kemst aftur í eðlilegt horf. Það er eðlilegt að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu þegar ríkisstjórnin boðar sóttvarnaaðgerðir sem hafa áhrif á samfélagið allt. Með þessu gefst tækifæri á opinni umræðu á þingi um forsendur, fyrirhuguð áhrif og afleiðingar aðgerða hverju sinni. Og með því gefst samhliða tækifæri til umræðu um úrræði stjórnvalda hvað varðar efnahagslega og félagslega þætti. Það er nauðsynlegt og tímabært að ráðherra og ríkisstjórnin ræði og rökstyðji forsendur á þingi, enda rík eftirlitsskylda á þinginu með stjórnvöldum. Forsenda þess að hægt sé að sinna því hlutverki er hins vegar að opin og gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Að tveimur árum liðnum verður jafnframt að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún kynni efnahagsaðgerðir samhliða sóttvarnaaðgerðum. Það eru óboðleg vinnubrögð að ríkisstjórnin veiti fyrirtækjum og fólki nokkurra daga frest til að bregðast við nýjum sóttvarnareglum en taki sér sjálfar margar vikur til að smíða úrræði vegna þess tekjutaps sem þessi fyrirtæki verða fyrir. Stærstu verkefni í kjölfar heimsfaraldursins eru enn hin sömu og frá upphafi heimsfaraldurs. Það er grunnskylda ríkisins að verja líf og heilbrigði og í dag virðist verkefnið raunar ekki síst að verja álag á heilbrigðiskerfi. Samhliða eru það hinar gríðarmiklu efnahagslegu afleiðingar, atvinna fólks og gangverk atvinnulífs. Síðast en ekki síst eru það félagslegar þættir og líðan þjóðar á tímum langvarandi aðgerða. Allt eru þetta grundvallarhagsmunir í hverju samfélagi. Ráðherra geri grein fyrir markmiðum og áhrifum Á upphafsstigum faraldursins vantaði mikið upp á að Alþingi fengi í hendur nauðsynlegar upplýsingar um forsendur þeirra sóttvarnaaðgerða sem gripið var til. Staðan vegna heimsfaraldurs var mun krítískari þá en nú, bóluefni voru ekki tryggð og bólusetning ekki hafin. Strax í nóvember 2020 lögðum við þess vegna fram ósk um að heilbrigðisráðherra gæfi Alþingi skýrslu hálfs mánaðarlega um stöðuna og um sóttvarnaraðgerðir. Þáverandi heilbrigðisráðherra varð við þessu. Það sem skilaði því að fram fór reglubundin umræða á þinginu um stöðuna í heimsfaraldri og sóttvarnaráðstafanir. Sú umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Hún styrkti þingið í þeim verkefnum sem unnið var að. Hvar er framtíðarstefnan? Viðreisn hefur þannig frá upphafi kallað eftir opinni og gagnrýnni umræðu og kallað eftir plani stjórnvalda varðandi þessi þrjú meginverkefni í heimsfaraldrinum sem tengjast auðvitað innbyrðis. Síðastliðið sumar boðaði ríkisstjórnin svo loks að stefnumótunarvinna væri hafin um framtíðarstefnu um viðbrögð við heimsfaraldrinum og að hún yrði kynnt innan 2-3 vikna. Ekkert hefur þó spurst til þessarar stefnumótunarvinnu síðan. Mikilvægt er að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað á vettvangi þingsins um aðgerðir stjórnvalda sem víðtæk áhrif hafa á samfélagið í heild sinni. Við aðstæður eins og nú eru uppi á ekki að halda aftur af umræðu eða eftirlitshlutverki þingsins. Þvert á móti hefur sjaldnar verið mikilvægara að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Hana á ekki að óttast. Þingið á að sinna því hlutverki sem því er ætlað að sinna. Það er einfaldlega eðlileg krafa að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra geri Alþingi grein fyrir forsendum þeirra ákvarðana sem stjórnvöld taka og að umræða fari fram í þingsal strax í kjölfar þess að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar eru kynntar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær lagði þingflokkur Viðreisnar fram ósk um að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða svo fljótt sem hægt er þegar ríkisstjórnin tilkynnir um sóttvarnaaðgerðir. Hvers vegna gerðum við það? Opin umræða er nauðsynleg Í upphafi árs 2022 virðist því miður enn nokkuð í land í viðureigninni við heimsfaraldurinn og óvissa ríkir enn um hvenær daglegt líf fólksins í landinu kemst aftur í eðlilegt horf. Það er eðlilegt að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu þegar ríkisstjórnin boðar sóttvarnaaðgerðir sem hafa áhrif á samfélagið allt. Með þessu gefst tækifæri á opinni umræðu á þingi um forsendur, fyrirhuguð áhrif og afleiðingar aðgerða hverju sinni. Og með því gefst samhliða tækifæri til umræðu um úrræði stjórnvalda hvað varðar efnahagslega og félagslega þætti. Það er nauðsynlegt og tímabært að ráðherra og ríkisstjórnin ræði og rökstyðji forsendur á þingi, enda rík eftirlitsskylda á þinginu með stjórnvöldum. Forsenda þess að hægt sé að sinna því hlutverki er hins vegar að opin og gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Að tveimur árum liðnum verður jafnframt að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún kynni efnahagsaðgerðir samhliða sóttvarnaaðgerðum. Það eru óboðleg vinnubrögð að ríkisstjórnin veiti fyrirtækjum og fólki nokkurra daga frest til að bregðast við nýjum sóttvarnareglum en taki sér sjálfar margar vikur til að smíða úrræði vegna þess tekjutaps sem þessi fyrirtæki verða fyrir. Stærstu verkefni í kjölfar heimsfaraldursins eru enn hin sömu og frá upphafi heimsfaraldurs. Það er grunnskylda ríkisins að verja líf og heilbrigði og í dag virðist verkefnið raunar ekki síst að verja álag á heilbrigðiskerfi. Samhliða eru það hinar gríðarmiklu efnahagslegu afleiðingar, atvinna fólks og gangverk atvinnulífs. Síðast en ekki síst eru það félagslegar þættir og líðan þjóðar á tímum langvarandi aðgerða. Allt eru þetta grundvallarhagsmunir í hverju samfélagi. Ráðherra geri grein fyrir markmiðum og áhrifum Á upphafsstigum faraldursins vantaði mikið upp á að Alþingi fengi í hendur nauðsynlegar upplýsingar um forsendur þeirra sóttvarnaaðgerða sem gripið var til. Staðan vegna heimsfaraldurs var mun krítískari þá en nú, bóluefni voru ekki tryggð og bólusetning ekki hafin. Strax í nóvember 2020 lögðum við þess vegna fram ósk um að heilbrigðisráðherra gæfi Alþingi skýrslu hálfs mánaðarlega um stöðuna og um sóttvarnaraðgerðir. Þáverandi heilbrigðisráðherra varð við þessu. Það sem skilaði því að fram fór reglubundin umræða á þinginu um stöðuna í heimsfaraldri og sóttvarnaráðstafanir. Sú umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Hún styrkti þingið í þeim verkefnum sem unnið var að. Hvar er framtíðarstefnan? Viðreisn hefur þannig frá upphafi kallað eftir opinni og gagnrýnni umræðu og kallað eftir plani stjórnvalda varðandi þessi þrjú meginverkefni í heimsfaraldrinum sem tengjast auðvitað innbyrðis. Síðastliðið sumar boðaði ríkisstjórnin svo loks að stefnumótunarvinna væri hafin um framtíðarstefnu um viðbrögð við heimsfaraldrinum og að hún yrði kynnt innan 2-3 vikna. Ekkert hefur þó spurst til þessarar stefnumótunarvinnu síðan. Mikilvægt er að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað á vettvangi þingsins um aðgerðir stjórnvalda sem víðtæk áhrif hafa á samfélagið í heild sinni. Við aðstæður eins og nú eru uppi á ekki að halda aftur af umræðu eða eftirlitshlutverki þingsins. Þvert á móti hefur sjaldnar verið mikilvægara að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Hana á ekki að óttast. Þingið á að sinna því hlutverki sem því er ætlað að sinna. Það er einfaldlega eðlileg krafa að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra geri Alþingi grein fyrir forsendum þeirra ákvarðana sem stjórnvöld taka og að umræða fari fram í þingsal strax í kjölfar þess að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar eru kynntar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar