Fjölbreytt vistkerfi í ónotuðu landi Atli Guðjónsson skrifar 18. janúar 2022 10:31 Við Reykvíkingar búum svo sannarlega í fallegri borg þar sem við erum svo heppin að búa að fjölbreyttri menningu og náttúru. Samt sem áður eyðum við miklum tíma og pening í að viðhalda einhæfum vistkerfum á stórum landsvæðum án þess að fá út úr þeim þá virkni sem getur nýst okkur betur. Þessi svæði eru hljóðmanir, umferðareyjur og önnur græn svæði. Þessi gras svæði eru afar einhæf vistkerfi sem styðja ekki líffræðilegan fjölbreytileika ásamt því að kosta borgarbúa háar fjárhæðir ár hvert í slætti, eftirliti, losun úrgangs og svo framvegis. Jákvæðar afleiðingar þess að gróðursetja trjágróður á þessum gras svæðum eru margþættar. Trjágróður stuðlar að betri hljóðvist þar sem svæðin liggja að umferðaræðum ásamt því að draga úr mengun með bindingu kolefnis og dreifingu ryks frá vegum. Líffræðilegur fjölbreytileiki eykst og styður betur við fugla og skordýra flóru. Þéttur trjágróður á þessum svæðum getur líka dregið úr vindi í hverfum borgarinnar og stuðlað að fleiri, fjölbreyttari og skjólsamari útivistarsvæðum borgarbúa. Jákvæð aukaverkun trjágróðurs á þessum grassvæðum felst líka í lægri viðhalds- og rekstrarkostnaði fyrir Reykjavíkurborg. Sláttur á landsvæði sem nemur mörgum tugum ferkílómetra gæti fallið niður að miklu leiti. Þar að auki þarf ekki lengur að ferja gras í flutningabíla förmum til meðhöndlunar sem eitt og sér dregur úr mengun og kostnaði en afleiddar áhrif væru meðal annar minna álag á sorphirðustöðvar. Nýtum landið okkar betur og búum til vistfræðilega fjölbreytt græn svæði innan Reykjavíkur sem hafa víðtæk jákvæð áhrif og stuðla að betra umhverfi bæði fyrir okkur íbúana og umhverfið okkar allt í heild. Höfundur er landfræðingur og Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Skipulag Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Sjá meira
Við Reykvíkingar búum svo sannarlega í fallegri borg þar sem við erum svo heppin að búa að fjölbreyttri menningu og náttúru. Samt sem áður eyðum við miklum tíma og pening í að viðhalda einhæfum vistkerfum á stórum landsvæðum án þess að fá út úr þeim þá virkni sem getur nýst okkur betur. Þessi svæði eru hljóðmanir, umferðareyjur og önnur græn svæði. Þessi gras svæði eru afar einhæf vistkerfi sem styðja ekki líffræðilegan fjölbreytileika ásamt því að kosta borgarbúa háar fjárhæðir ár hvert í slætti, eftirliti, losun úrgangs og svo framvegis. Jákvæðar afleiðingar þess að gróðursetja trjágróður á þessum gras svæðum eru margþættar. Trjágróður stuðlar að betri hljóðvist þar sem svæðin liggja að umferðaræðum ásamt því að draga úr mengun með bindingu kolefnis og dreifingu ryks frá vegum. Líffræðilegur fjölbreytileiki eykst og styður betur við fugla og skordýra flóru. Þéttur trjágróður á þessum svæðum getur líka dregið úr vindi í hverfum borgarinnar og stuðlað að fleiri, fjölbreyttari og skjólsamari útivistarsvæðum borgarbúa. Jákvæð aukaverkun trjágróðurs á þessum grassvæðum felst líka í lægri viðhalds- og rekstrarkostnaði fyrir Reykjavíkurborg. Sláttur á landsvæði sem nemur mörgum tugum ferkílómetra gæti fallið niður að miklu leiti. Þar að auki þarf ekki lengur að ferja gras í flutningabíla förmum til meðhöndlunar sem eitt og sér dregur úr mengun og kostnaði en afleiddar áhrif væru meðal annar minna álag á sorphirðustöðvar. Nýtum landið okkar betur og búum til vistfræðilega fjölbreytt græn svæði innan Reykjavíkur sem hafa víðtæk jákvæð áhrif og stuðla að betra umhverfi bæði fyrir okkur íbúana og umhverfið okkar allt í heild. Höfundur er landfræðingur og Reykvíkingur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar