Sakaður um aðgerðaleysi vegna kynferðisbrota presta Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2022 15:31 Benedikt páfi, sem áður hét Joseph Ratzinger. AP/Sven Hoppe Benedikt páfi er sakaður um að hafa sýnt af sér aðgerðaleysi í tengslum við misnotkun á fjögurra barna í biskupsdæmi hans í München op Freising frá 1977 til 1982. Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn þýsks lögmannafyrirtækis sem kirkjan réði til að rannsaka ásakanir um kynferðisbrot innan kirkjunnar frá 1956 til 2019. Í skýrslunni segir að innan kirkjunnar hafi verið brotið á minnst 497 fórnarlömbum og þar af mestu á drengjum. Höfundum skýrslunnar þykir líklegt að brotið hafi verið á fleiri börnum en það hafi ekki verið tilkynnt. Í fjórum tilvikum sem snúa að Benedikt á hann að hafa sýnt fórnarlömbum engan áhuga og ekkert gert vegna misnotkunar áðurnefndra barna. Höfundar skýrslunnar segja Benedikt, sem er nú 94 ára gamall, neita allri sök og neita að hafa vitað af misnotkuninni. Martin Pusch, einn lögmannanna sem gerði skýrsluna, segir að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé erfitt að trúa því að Benedikt hafi ekki vitað af þessum málum, samkvæmt frétt Reuters. Í einu af þessum tilvikum á Benedikt, sem þá hét Joseph Ratzinger, að hafa vitað af því að prestur sem hafði verið færður í starfi og til biskupsdæmis Benedikts hafi verið sakaður um að brjóta á drengjum. Hann leyfði prestinum þó að halda starfi sínu. Samkvæmt annarri skýrslu sem birt var árið 2018 urðu minnst 3.677 börn fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta í Þýskalandi frá 1946 til 2014. Benedikt varð árið 2013 fyrstu páfa í meira en sex hundruð ár til að stíga úr embætti og vísaði hann þá til þreytu. Hann hefur búið í Vatíkaninu síðan þá. Í yfirlýsingu frá Páfagarði segir að farið verði náið yfir skýrsluna. Í kjölfar þess muni forsvarsmenn Vatíkansins tjá sig. AP fréttaveitan segir Benedikt eiga stóran þátt í því að kaþólska kirkjan hafi byrjað að horfast í augu við það að margir prestar væru að brjóta á börnum og það að þeim væri ekki refsað, heldur væru biskupar að flytja þá þess í stað milli sókna. Þegar hann tók við stofnun Vatíkansins sem kallast Congregation for the Doctrine of the Faith, tók hann það að sér að rannsaka ásakanir gegn prestum. Páfagarður Þýskaland Trúmál Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn þýsks lögmannafyrirtækis sem kirkjan réði til að rannsaka ásakanir um kynferðisbrot innan kirkjunnar frá 1956 til 2019. Í skýrslunni segir að innan kirkjunnar hafi verið brotið á minnst 497 fórnarlömbum og þar af mestu á drengjum. Höfundum skýrslunnar þykir líklegt að brotið hafi verið á fleiri börnum en það hafi ekki verið tilkynnt. Í fjórum tilvikum sem snúa að Benedikt á hann að hafa sýnt fórnarlömbum engan áhuga og ekkert gert vegna misnotkunar áðurnefndra barna. Höfundar skýrslunnar segja Benedikt, sem er nú 94 ára gamall, neita allri sök og neita að hafa vitað af misnotkuninni. Martin Pusch, einn lögmannanna sem gerði skýrsluna, segir að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé erfitt að trúa því að Benedikt hafi ekki vitað af þessum málum, samkvæmt frétt Reuters. Í einu af þessum tilvikum á Benedikt, sem þá hét Joseph Ratzinger, að hafa vitað af því að prestur sem hafði verið færður í starfi og til biskupsdæmis Benedikts hafi verið sakaður um að brjóta á drengjum. Hann leyfði prestinum þó að halda starfi sínu. Samkvæmt annarri skýrslu sem birt var árið 2018 urðu minnst 3.677 börn fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta í Þýskalandi frá 1946 til 2014. Benedikt varð árið 2013 fyrstu páfa í meira en sex hundruð ár til að stíga úr embætti og vísaði hann þá til þreytu. Hann hefur búið í Vatíkaninu síðan þá. Í yfirlýsingu frá Páfagarði segir að farið verði náið yfir skýrsluna. Í kjölfar þess muni forsvarsmenn Vatíkansins tjá sig. AP fréttaveitan segir Benedikt eiga stóran þátt í því að kaþólska kirkjan hafi byrjað að horfast í augu við það að margir prestar væru að brjóta á börnum og það að þeim væri ekki refsað, heldur væru biskupar að flytja þá þess í stað milli sókna. Þegar hann tók við stofnun Vatíkansins sem kallast Congregation for the Doctrine of the Faith, tók hann það að sér að rannsaka ásakanir gegn prestum.
Páfagarður Þýskaland Trúmál Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira