Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2022 16:45 Frá þinginu í síðustu viku þegar Boris Johnson baðst afsökunar á samkvæminu. AP/Jessica Taylor Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. William Wragg, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar breska þingsins, sagði í dag að það væru ekki bara þingmenn sem hafa lýst því yfir að þeir vilji Johnson úr embætti heldur einnig þingmenn Íhaldsflokksins sem taldir eru vilja Boris á brott. Meðal annars hafi þeim verið hótað því að dregið yrði úr fjárútlátum til kjördæma þeirra. Það kallaði hann kúgun og lagði til að þeir þingmenn sem hafi orðið fyrir þeim leituðu til lögreglunnar. Sjá einnig: Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Í frétt Sky News segir að Christian Wakeford, sem fór í vikunni yfir til Verkamannaflokksins, sagði að sér hefði verið hótað vegna ákvörðunar sinnar og meðal annars sagt að skólar í kjördæmi hans fengu ekki ákveðna fjárhagsaðstoð vegna skólamáltíða. Þá hafa fregnir borist af því að einn þingmaður sem vill forsætisráðherrann úr embætti hafi lent í rifrildi við háttsetta aðila í Íhaldsflokknum sem hafi hótað því að breyta kjördæmi hans til að losna við hann af þingi. Johnson er í miklum vandræðum vegna samkvæmis sem haldið var á Downingstræti í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur meðal annars verið sakaður um að ljúga að þinginu vegna samkvæmisins þegar hann sagðist ekki hafa vitað neitt um það annað en að það ætti að vera vinnuviðburður. Þá hafa fregnir borist af því að þingmenn Íhaldsflokksins séu að vinna að hallarbyltingu. Ef minnst 54 þingmenn flokksins senda formlega yfirlýsingu um vantraust til þar til gerðrar nefndar innan Íhaldsflokksins, hefst sjálfkrafa ný barátta um að leiða flokkinn. Sjálfur heitir Boris því að hann sé ekki á förum. Hann muni berjast gegn tilraunum til að velta honum úr sessi. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57 Boris á hálum ís Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. 12. janúar 2022 22:18 Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
William Wragg, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar breska þingsins, sagði í dag að það væru ekki bara þingmenn sem hafa lýst því yfir að þeir vilji Johnson úr embætti heldur einnig þingmenn Íhaldsflokksins sem taldir eru vilja Boris á brott. Meðal annars hafi þeim verið hótað því að dregið yrði úr fjárútlátum til kjördæma þeirra. Það kallaði hann kúgun og lagði til að þeir þingmenn sem hafi orðið fyrir þeim leituðu til lögreglunnar. Sjá einnig: Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Í frétt Sky News segir að Christian Wakeford, sem fór í vikunni yfir til Verkamannaflokksins, sagði að sér hefði verið hótað vegna ákvörðunar sinnar og meðal annars sagt að skólar í kjördæmi hans fengu ekki ákveðna fjárhagsaðstoð vegna skólamáltíða. Þá hafa fregnir borist af því að einn þingmaður sem vill forsætisráðherrann úr embætti hafi lent í rifrildi við háttsetta aðila í Íhaldsflokknum sem hafi hótað því að breyta kjördæmi hans til að losna við hann af þingi. Johnson er í miklum vandræðum vegna samkvæmis sem haldið var á Downingstræti í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur meðal annars verið sakaður um að ljúga að þinginu vegna samkvæmisins þegar hann sagðist ekki hafa vitað neitt um það annað en að það ætti að vera vinnuviðburður. Þá hafa fregnir borist af því að þingmenn Íhaldsflokksins séu að vinna að hallarbyltingu. Ef minnst 54 þingmenn flokksins senda formlega yfirlýsingu um vantraust til þar til gerðrar nefndar innan Íhaldsflokksins, hefst sjálfkrafa ný barátta um að leiða flokkinn. Sjálfur heitir Boris því að hann sé ekki á förum. Hann muni berjast gegn tilraunum til að velta honum úr sessi.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57 Boris á hálum ís Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. 12. janúar 2022 22:18 Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57
Boris á hálum ís Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. 12. janúar 2022 22:18
Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15