Má foreldri afþakka gagnslausa sáttameðferð Sævar Þór Jónsson skrifar 23. janúar 2022 12:01 Samkvæmt barnalögum þurfa allir foreldrar sem skilja að gangast undir sáttameðferð hjá sýslumanni í því skyni að láta á það reyna að ná sátt um málefni er varða börnin; forræði, lögheimili o.fl. Þetta gildir líka um ógifta foreldra þar sem gangast þarf undir sáttameðferð áður en mál er höfðað um forræði, lögheimili, umgengni og meðlag. Hefur rík áhersla verið lögð á þessa sáttameðferð enda talið barni fyrir bestu að foreldrar geti náð sátt um málefni þess. Sáttameðferð foreldra er skyldubundin samkvæmt lögunum og foreldrar eiga almennt ekki að geta komið sér hjá henni. Foreldrar eru þó ekki knúnir til þess að gera samning og sáttameðferð getur lokið árangurslausri. Er gert ráð fyrir að sáttamaður meti hvenær hann telur sættir fullreyndar. Ef annað foreldrið mætir ekki getur sáttamaður gefið út sáttavottorð eftir að hafa boðað tvívegis til sáttafund án árangurs. Þó hefur verið talið að foreldrar geti í vissum tilvikum afþakkað sáttameðferð ef hún er tilgangslaus. Í slíkum tilvikum hafa sáttamenn gefið út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Málinu var ekki vísað frá dómi og hlaut efnislega meðferð á báðum dómstigum þess tíma. Þetta viðhorf virðist breytt nú ef marka má nýlega dóma Landsréttar. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 höfðu foreldrarnir verið boðaðir til sáttameðferðar hjá sýslumanni en áður en sáttameðferð hófst afþakkaði móðir hana þar sem hún taldi hana gagnslausa. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð tíu dögum áður en fyrirhugaður fyrsti sáttafundur skyldi fara fram. Málinu var vísað frá í héraði og sá úrskurður kærðu til Landsréttar. Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um afstöðu föðurins til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Af þessu að dæma má álykta að Landsréttur telji að sáttamaður geti ekki gefið út vottorð án þess að boða tvívegis til fundar. Af því leiðir að annað foreldri getur ekki afþakkað sáttameðferð ef viðkomandi telur hana gagnslausa líkt og raunin var í dómi Hæstaréttar frá árinu 2016. En hvað ræður úrslitum? Ef til vill er nægilegt að það efnislega skilyrði sé uppfyllt að afstaða foreldra sé komin fram í málinu. Í Landsréttarmálinu hér að ofan lá ekki fyrir afstaða föður á meðan að afstaða beggja foreldra hafði komið fram í Hæstaréttarmálinu. Um þetta er ef til vill of snemmt að álykta eða fullyrða og þarfnast nánari úrlausnar Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar. Hin niðurstaðan væri aftur á móti ósveigjanleg þar sem eingöngu væri litið til formreglu um tvær boðanir án þess að líta til efnisins og aðstæðna foreldra. Hafa ber í huga að löng bið er eftir því að komast að í sáttameðferð og á meðan gerist ekkert í deilum foreldranna. Ef skýr afstaða foreldra liggur fyrir, til dæmis ef þau hafa deilt lengi og langt ber á milli í afstöðu þeirra, til hvers þarf þá að eyða tíma í sáttameðferð. Væri þá ekki nærtækara og mannlegra að hleypa þeim málum áfram til úrlausnar dómstóla og stytta þannig verulega málsmeðferðartímann. Þá er alltaf hægt að leita sátta fyrir dómi, til dæmis með liðsinni dómara. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Börn og uppeldi Dómstólar Fjölskyldumál Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt barnalögum þurfa allir foreldrar sem skilja að gangast undir sáttameðferð hjá sýslumanni í því skyni að láta á það reyna að ná sátt um málefni er varða börnin; forræði, lögheimili o.fl. Þetta gildir líka um ógifta foreldra þar sem gangast þarf undir sáttameðferð áður en mál er höfðað um forræði, lögheimili, umgengni og meðlag. Hefur rík áhersla verið lögð á þessa sáttameðferð enda talið barni fyrir bestu að foreldrar geti náð sátt um málefni þess. Sáttameðferð foreldra er skyldubundin samkvæmt lögunum og foreldrar eiga almennt ekki að geta komið sér hjá henni. Foreldrar eru þó ekki knúnir til þess að gera samning og sáttameðferð getur lokið árangurslausri. Er gert ráð fyrir að sáttamaður meti hvenær hann telur sættir fullreyndar. Ef annað foreldrið mætir ekki getur sáttamaður gefið út sáttavottorð eftir að hafa boðað tvívegis til sáttafund án árangurs. Þó hefur verið talið að foreldrar geti í vissum tilvikum afþakkað sáttameðferð ef hún er tilgangslaus. Í slíkum tilvikum hafa sáttamenn gefið út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Málinu var ekki vísað frá dómi og hlaut efnislega meðferð á báðum dómstigum þess tíma. Þetta viðhorf virðist breytt nú ef marka má nýlega dóma Landsréttar. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 höfðu foreldrarnir verið boðaðir til sáttameðferðar hjá sýslumanni en áður en sáttameðferð hófst afþakkaði móðir hana þar sem hún taldi hana gagnslausa. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð tíu dögum áður en fyrirhugaður fyrsti sáttafundur skyldi fara fram. Málinu var vísað frá í héraði og sá úrskurður kærðu til Landsréttar. Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um afstöðu föðurins til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Af þessu að dæma má álykta að Landsréttur telji að sáttamaður geti ekki gefið út vottorð án þess að boða tvívegis til fundar. Af því leiðir að annað foreldri getur ekki afþakkað sáttameðferð ef viðkomandi telur hana gagnslausa líkt og raunin var í dómi Hæstaréttar frá árinu 2016. En hvað ræður úrslitum? Ef til vill er nægilegt að það efnislega skilyrði sé uppfyllt að afstaða foreldra sé komin fram í málinu. Í Landsréttarmálinu hér að ofan lá ekki fyrir afstaða föður á meðan að afstaða beggja foreldra hafði komið fram í Hæstaréttarmálinu. Um þetta er ef til vill of snemmt að álykta eða fullyrða og þarfnast nánari úrlausnar Landsréttar og eftir atvikum Hæstaréttar. Hin niðurstaðan væri aftur á móti ósveigjanleg þar sem eingöngu væri litið til formreglu um tvær boðanir án þess að líta til efnisins og aðstæðna foreldra. Hafa ber í huga að löng bið er eftir því að komast að í sáttameðferð og á meðan gerist ekkert í deilum foreldranna. Ef skýr afstaða foreldra liggur fyrir, til dæmis ef þau hafa deilt lengi og langt ber á milli í afstöðu þeirra, til hvers þarf þá að eyða tíma í sáttameðferð. Væri þá ekki nærtækara og mannlegra að hleypa þeim málum áfram til úrlausnar dómstóla og stytta þannig verulega málsmeðferðartímann. Þá er alltaf hægt að leita sátta fyrir dómi, til dæmis með liðsinni dómara. Höfundur er lögmaður.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun