Sérhagsmunagæsla VG fyrir stórútgerðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar 25. janúar 2022 17:31 Fyrsta verk sjávarútvegsráðherra VG í nýrri ríkisstjórn var reglugerðarbreyting um að skerða þorskveiðiheimildir til strandveiða næsta sumar um 1.500 tonn. Á Alþingi 25.01 2022 lagði ég fram þessa spurningu: „Mun hæstvirtur sjávarútvegsráðherra leiðrétta þann niðurskurð á þorskveiðiheimildum til strandveiða sem ráðherrann ákvað með reglugerðarbreytingu 23. desember og nam 1.500 tonnum?“ Í svörum sínum sínu réttlætti ráðherra ákvörðun sína með því að minna væri til skiptanna skv. veiðiráðgjöf. „Ég mun sem ráðherra sjávarútvegsmála ekki hvika frá því að fara að vísindalegri ráðgjöf um nýtingu fiskstofna.“ Staðreyndin er hins vegar sú að strandveiðar við Íslandsstrendur ógna alls ekki fiskstofnum, aflatölurnar eru einfaldlega það lágar. Ef við skoðum málefnaleg sjónarmið á bak við skerðingu strandveiða, ætti meðalhófið að segja okkur að þær ættu að vera frjálsar. Það er hrein firra að halda því fram að þessar lágu aflaheimildir ógni fiskstofnum. Að vísa í almenna skerðingu eða halda því fram að þessi 1.500 tonn muni bjarga fiskstofnum Íslands er bara hlægilegt. Hins vegar munar hinar dreifðu sjávarbyggðir Íslands mikið um þessa skerðingu, auk þess sem ráðherra, sem væri í raun annt um sjálfbærni, sæi sóma sinn í að taka umhverfissjónarmið inn í dæmið. Forgangsverkefni VG að þjarma að hinum smærri Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskveiðiheimilda í strandveiðum er í hróplegu ósamræmi við stefnuskrá flokksins og hástemmd loforðin í kosningabaráttu Vinstri grænna sl. haust. Boðskapur VG í Norðvesturkjördæmi var þessi: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Ákvörðun ráðherrans er því hrein og klár svik við þá 1.900 kjósendur sem kusu VG kjördæminu, að stórum hluta vegna þessara loforða, og afhjúpa blekkingarleik VG. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur er hins vegar auðskiljanleg þegar skrif sérhagmunagæslu stórútgerðarinnar og kvótaeigenda eru skoðuð. Einbeittur vilji þeirra kemur glögglega fram í athugasemdum fulltrúa þeirra við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti). Þar segir: „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Þar á bæ er ekki litið á strandveiðar sem atvinnuveiðar og virðingin fyrir þeim engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Hræðslan við strandveiðarnar er með ólíkindum, og það er ekki af umhyggju SFS fyrir vernd fiskistofna. Sjálfbærustu veiðarnar Strandveiðar hafa reynst hinum dreifðu sjávarbyggðum dýrmætar. Þær valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Þær hafa líka verið tækifæri fyrir ungt fólk að hefja veiðar. Smábátaútgerð hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. Íbúar sjávarbyggðanna eiga skilið að fá að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða en ekki ómarktækum fagurgala rétt fyrir kosningar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Sjávarútvegur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fyrsta verk sjávarútvegsráðherra VG í nýrri ríkisstjórn var reglugerðarbreyting um að skerða þorskveiðiheimildir til strandveiða næsta sumar um 1.500 tonn. Á Alþingi 25.01 2022 lagði ég fram þessa spurningu: „Mun hæstvirtur sjávarútvegsráðherra leiðrétta þann niðurskurð á þorskveiðiheimildum til strandveiða sem ráðherrann ákvað með reglugerðarbreytingu 23. desember og nam 1.500 tonnum?“ Í svörum sínum sínu réttlætti ráðherra ákvörðun sína með því að minna væri til skiptanna skv. veiðiráðgjöf. „Ég mun sem ráðherra sjávarútvegsmála ekki hvika frá því að fara að vísindalegri ráðgjöf um nýtingu fiskstofna.“ Staðreyndin er hins vegar sú að strandveiðar við Íslandsstrendur ógna alls ekki fiskstofnum, aflatölurnar eru einfaldlega það lágar. Ef við skoðum málefnaleg sjónarmið á bak við skerðingu strandveiða, ætti meðalhófið að segja okkur að þær ættu að vera frjálsar. Það er hrein firra að halda því fram að þessar lágu aflaheimildir ógni fiskstofnum. Að vísa í almenna skerðingu eða halda því fram að þessi 1.500 tonn muni bjarga fiskstofnum Íslands er bara hlægilegt. Hins vegar munar hinar dreifðu sjávarbyggðir Íslands mikið um þessa skerðingu, auk þess sem ráðherra, sem væri í raun annt um sjálfbærni, sæi sóma sinn í að taka umhverfissjónarmið inn í dæmið. Forgangsverkefni VG að þjarma að hinum smærri Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskveiðiheimilda í strandveiðum er í hróplegu ósamræmi við stefnuskrá flokksins og hástemmd loforðin í kosningabaráttu Vinstri grænna sl. haust. Boðskapur VG í Norðvesturkjördæmi var þessi: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Ákvörðun ráðherrans er því hrein og klár svik við þá 1.900 kjósendur sem kusu VG kjördæminu, að stórum hluta vegna þessara loforða, og afhjúpa blekkingarleik VG. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur er hins vegar auðskiljanleg þegar skrif sérhagmunagæslu stórútgerðarinnar og kvótaeigenda eru skoðuð. Einbeittur vilji þeirra kemur glögglega fram í athugasemdum fulltrúa þeirra við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti). Þar segir: „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Þar á bæ er ekki litið á strandveiðar sem atvinnuveiðar og virðingin fyrir þeim engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Hræðslan við strandveiðarnar er með ólíkindum, og það er ekki af umhyggju SFS fyrir vernd fiskistofna. Sjálfbærustu veiðarnar Strandveiðar hafa reynst hinum dreifðu sjávarbyggðum dýrmætar. Þær valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Þær hafa líka verið tækifæri fyrir ungt fólk að hefja veiðar. Smábátaútgerð hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. Íbúar sjávarbyggðanna eiga skilið að fá að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða en ekki ómarktækum fagurgala rétt fyrir kosningar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun