Eldræða Ágústu Evu: „Við ætlum ekki að hlýða“ Snorri Másson skrifar 27. janúar 2022 08:00 Ágústa Eva Erlendsdóttir, söng- og leikkona, ekki síst þekkt fyrir framgöngu sína sem hin ósvífna Sylvía Nótt, er farin að halda erindi á mótmælum gegn bólusetningum og öðrum aðgerðum sem stjórnvöld hafa beitt til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir Aðgerðir stjórnvalda bera öll merki þess að vera í raun ofbeldi, segir Ágústa Eva Erlendsdóttir sem er komin í lykilhlutverk í mótstöðuhreyfingu gegn stefnu stjórnvalda í málefnum Covid-19 á Íslandi. Eftir tvö ár af alheimsfaraldri eru um víða veröld sprottnar upp hreyfingar sem mótmæla ákaft þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til gegn útbreiðslu veirunnar. Ísland hefur ekki farið varhluta af þeirri alþjóðlegu þróun, eins og sjá mátti í miðbænum á sunnudag. Fréttastofa leit við og ræddi við viðstadda, sem margir tóku því fagnandi að hefðbundnir fjölmiðlar sæju sér fært um að fjalla um mótmælafundinn. Rétt er að setja fram þann fyrirvara um efni myndskeiðsins að hluti þeirra upplýsinga sem þar koma fram stangast á við málflutning flestra vísindamanna: „Ef þú ert bólusettur, ertu líklegri til að deyja af völdum Covid“ „Þetta er ofbeldishegðun. Hún er í gangi núna. Og þjóðin veit ekki neitt,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir í samtali við fréttastofu. Yfirskrift Friðargöngunnar var Verndum börnin en samtökin sem boðuðu til mótmælanna heita Frelsi og ábyrgð. Þau samtök hafa við margvísleg tilefni lýst miklum efasemdum um bólusetningar barna á Íslandi og meðal annars kvartað undan sóttvarnalækni við landlæknisembætti á þeim grundvelli að framsetning hans á gögnum sé einhliða og villandi. „Það sem er í gangi ber mjög mikil merki þess að það sé eitthvað virkilega mikið að fara rangt í okkar samfélagi og um allan heim. Það er einhvers konar bylting hafin um allan heim og líka hér eins og þú sérð. Frelsissvipting, skoðanakúgun, kúgun og allt ofbeldi er ekki í boði,“ segir Ágústa. Ágústa Eva Erlendsdóttir fór hörðum orðum um aðgerðir stjórnvalda: „„Ef þú ert bólusettur, ertu líklegri til að deyja af völdum Covid.“Vísir „Heilbrigðiskerfi Skotlands gaf út bara held ég í gær rannsóknir um að ef þú ert bólusettur, ertu líklegri til að deyja af völdum Covid. Finnið þið þetta? Finnið þið innsæið?“ sagði Ágústa Eva. Ekki kom fram nánari tilvísun í umrædda rannsókn en óhætt er að fullyrða að flestar ef ekki allar rannsóknir á bóluefnum við Covid-19 hafa sýnt að þau verji fólk fyrir mögulegum banvænum afleiðingum sjúkdómsins. „Við ætlum ekki að hlýða“ Það var æði mislitur hópur sem safnast hafði saman á Austurvelli. Nokkuð var um útlenskt fólk en meira og minna til jafns við Íslendinga, og það var sannarlega kærleikur í loftinu. Þetta er félagsskapur sem veigrar sér ekki við að standa þétt og fallast í faðma þrátt fyrir smithættu. „Eigum við að segja húrra fyrir frelsi?“ spurði ´Ágústa. „Hvað viljum við? Viljum við sannleika? Gegnsæi? Burt með ofbeldiskúgara. Okkur er kennt í skóla að hlýða. En við ætlum ekki að hlýða. Það er eitt sem þið hin getið gúgglað. Það er að óþekku börnin breyta heiminum. Þau hafa alltaf gert það og gera það enn þá. Gúggliði þetta,“ sagði Ágústa. „Við erum að reiða fram börnin okkar með rafrænu samþykki,“ sagði Ágústa. Boðskapurinn er mjög fjölbreyttur á meðal þeirra sem voru viðstaddir, allt frá harðri andstöðu við bólusetningar og ákvarðanir lyfjastofnana til vægari efasemda um ágæti þeirra aðgerða sem almenningur hefur lifað við síðustu tvö ár. Hluti af hópnum er andlega þenkjandi fólk sem efast á einn eða annan hátt um hefðbundnar læknisfræðilegar aðferðir og hefur meiri trú á óhefðbundnum leiðum til að undirbyggja góða heilsu. Þar mætti segja að ákveðið sniðmengi sé á milli þessara mótmælenda og þeirra sem til dæmis stunda kakóseremóníur eða aðrar andlegar athafnir. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar Þór Jónsson varaþingmann flokksins ekki vera að tala fyrir stefnu flokksins í starfi sínu fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi. Arnar Þór hefur meðal annars lýst miklum efasemdum um að börn séu sprautuð með því sem hann kallar tilraunaefni. 24. janúar 2022 11:33 Mótmæltu aðgerðum stjórnvalda í friðargöngu Alþjóðleg friðarganga var haldin í miðbænum í dag á vegum samtakanna Frelsis og ábyrgðar. Þau samtök hafa gert margvíslega athugasemdir við framkvæmdir stjórnvalda í málefnum faraldursins, meðal annars við bólusetningu barna. Á meðal þeirra sem tóku til máls er Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur áður boðað til mótmæla vegna bólusetninga barna í gegnum samfélagsmiðla. 23. janúar 2022 23:30 Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Eftir tvö ár af alheimsfaraldri eru um víða veröld sprottnar upp hreyfingar sem mótmæla ákaft þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til gegn útbreiðslu veirunnar. Ísland hefur ekki farið varhluta af þeirri alþjóðlegu þróun, eins og sjá mátti í miðbænum á sunnudag. Fréttastofa leit við og ræddi við viðstadda, sem margir tóku því fagnandi að hefðbundnir fjölmiðlar sæju sér fært um að fjalla um mótmælafundinn. Rétt er að setja fram þann fyrirvara um efni myndskeiðsins að hluti þeirra upplýsinga sem þar koma fram stangast á við málflutning flestra vísindamanna: „Ef þú ert bólusettur, ertu líklegri til að deyja af völdum Covid“ „Þetta er ofbeldishegðun. Hún er í gangi núna. Og þjóðin veit ekki neitt,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir í samtali við fréttastofu. Yfirskrift Friðargöngunnar var Verndum börnin en samtökin sem boðuðu til mótmælanna heita Frelsi og ábyrgð. Þau samtök hafa við margvísleg tilefni lýst miklum efasemdum um bólusetningar barna á Íslandi og meðal annars kvartað undan sóttvarnalækni við landlæknisembætti á þeim grundvelli að framsetning hans á gögnum sé einhliða og villandi. „Það sem er í gangi ber mjög mikil merki þess að það sé eitthvað virkilega mikið að fara rangt í okkar samfélagi og um allan heim. Það er einhvers konar bylting hafin um allan heim og líka hér eins og þú sérð. Frelsissvipting, skoðanakúgun, kúgun og allt ofbeldi er ekki í boði,“ segir Ágústa. Ágústa Eva Erlendsdóttir fór hörðum orðum um aðgerðir stjórnvalda: „„Ef þú ert bólusettur, ertu líklegri til að deyja af völdum Covid.“Vísir „Heilbrigðiskerfi Skotlands gaf út bara held ég í gær rannsóknir um að ef þú ert bólusettur, ertu líklegri til að deyja af völdum Covid. Finnið þið þetta? Finnið þið innsæið?“ sagði Ágústa Eva. Ekki kom fram nánari tilvísun í umrædda rannsókn en óhætt er að fullyrða að flestar ef ekki allar rannsóknir á bóluefnum við Covid-19 hafa sýnt að þau verji fólk fyrir mögulegum banvænum afleiðingum sjúkdómsins. „Við ætlum ekki að hlýða“ Það var æði mislitur hópur sem safnast hafði saman á Austurvelli. Nokkuð var um útlenskt fólk en meira og minna til jafns við Íslendinga, og það var sannarlega kærleikur í loftinu. Þetta er félagsskapur sem veigrar sér ekki við að standa þétt og fallast í faðma þrátt fyrir smithættu. „Eigum við að segja húrra fyrir frelsi?“ spurði ´Ágústa. „Hvað viljum við? Viljum við sannleika? Gegnsæi? Burt með ofbeldiskúgara. Okkur er kennt í skóla að hlýða. En við ætlum ekki að hlýða. Það er eitt sem þið hin getið gúgglað. Það er að óþekku börnin breyta heiminum. Þau hafa alltaf gert það og gera það enn þá. Gúggliði þetta,“ sagði Ágústa. „Við erum að reiða fram börnin okkar með rafrænu samþykki,“ sagði Ágústa. Boðskapurinn er mjög fjölbreyttur á meðal þeirra sem voru viðstaddir, allt frá harðri andstöðu við bólusetningar og ákvarðanir lyfjastofnana til vægari efasemda um ágæti þeirra aðgerða sem almenningur hefur lifað við síðustu tvö ár. Hluti af hópnum er andlega þenkjandi fólk sem efast á einn eða annan hátt um hefðbundnar læknisfræðilegar aðferðir og hefur meiri trú á óhefðbundnum leiðum til að undirbyggja góða heilsu. Þar mætti segja að ákveðið sniðmengi sé á milli þessara mótmælenda og þeirra sem til dæmis stunda kakóseremóníur eða aðrar andlegar athafnir.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir „Þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar Þór Jónsson varaþingmann flokksins ekki vera að tala fyrir stefnu flokksins í starfi sínu fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi. Arnar Þór hefur meðal annars lýst miklum efasemdum um að börn séu sprautuð með því sem hann kallar tilraunaefni. 24. janúar 2022 11:33 Mótmæltu aðgerðum stjórnvalda í friðargöngu Alþjóðleg friðarganga var haldin í miðbænum í dag á vegum samtakanna Frelsis og ábyrgðar. Þau samtök hafa gert margvíslega athugasemdir við framkvæmdir stjórnvalda í málefnum faraldursins, meðal annars við bólusetningu barna. Á meðal þeirra sem tóku til máls er Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur áður boðað til mótmæla vegna bólusetninga barna í gegnum samfélagsmiðla. 23. janúar 2022 23:30 Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar Þór Jónsson varaþingmann flokksins ekki vera að tala fyrir stefnu flokksins í starfi sínu fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi. Arnar Þór hefur meðal annars lýst miklum efasemdum um að börn séu sprautuð með því sem hann kallar tilraunaefni. 24. janúar 2022 11:33
Mótmæltu aðgerðum stjórnvalda í friðargöngu Alþjóðleg friðarganga var haldin í miðbænum í dag á vegum samtakanna Frelsis og ábyrgðar. Þau samtök hafa gert margvíslega athugasemdir við framkvæmdir stjórnvalda í málefnum faraldursins, meðal annars við bólusetningu barna. Á meðal þeirra sem tóku til máls er Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur áður boðað til mótmæla vegna bólusetninga barna í gegnum samfélagsmiðla. 23. janúar 2022 23:30
Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18