Meiri borg Birkir Ingibjartsson skrifar 27. janúar 2022 08:31 Stærð borga snýst að mörgu leiti meira um afstöðu íbúanna frekar en íbúafjölda, hæð húsa eða flatarmál. Ég hef komið í litla bæi sem eru meiri borg en Reykjavík en líka stórar, fjölmennar borgir sem eru meiri þorp. Ég vil að Reykjavík verði meiri borg. Ekki endilega hærri hús eða margfalt fleiri íbúar. Alls ekki meiri umferð. Ég vil meira af iðandi mannlífi, grænum svæðum og grósku. Þegar maður skoðar gamlar myndir frá Reykjavík fær maður oft á tilfinninguna að svona hafi þetta verið ef við flettum nokkra áratugi aftur. Borgin var minni en það var meiri borg þar sem hún var. Bakarí á einu horni, apótek á því næsta og rakarastofa handan götunnar og ekki einn einasta bíl að sjá. Þéttleikinn var meiri og fólkið á götunum fleira. Auðvitað eru þetta draumar um horfna tíma með sinn eigin vanda en það tapaðist margt úr bæjarlífinu þegar nálægðin milli ólíkra starfsgreina hvarf. Þegar Reykjavík var þanin út og borgarhlutar aðskildir með stofnbrautum og mislægum gatnamótum. Ekki misskilja mig, ég held að skipulagssaga 20. aldar Reykjavíkur hafi verið eðlilegt viðbragð við áskorunum og lausnum þess tíma. Afsprengi þeirrar sögu er líka í grunninn frábær borg með mörg tækifæri. Tækifæri sem þarf að varðveita og styrkja en einnig tækifæri til að breyta og búa til enn betra borgarumhverfi. Stundum held ég að núverandi aðstæður hafi jafnvel verið hugmynd höfunda Aðalskipulags Reykjavíkur 1960 - að byggja dreift og víða en skilja eftir óskilgreindar eyður þar á milli. Þær væru framtíðarinnar að fylla upp í. Útkoman eru úthverfi borgarinnar sem eru hverju öðru skemmtilegra. Hvert með sitt einkenni og sterka tengingu við náttúruna sem umlykur og fléttar sig inn í borgina. Á milli þeirra liggur hinsvegar vandinn, stórar umferðargötur og gatnamót sem aðskilja borgina í afmörkuð hólf og magn bílaumferðar sem er úr öllu samhengi við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins. Lausnir 20. aldarinnar eiga ekki við lengur en í raun má segja að margar lausnir 19. aldar séu nær því að vera það sem okkur vantar núna. Lausnir sem bjuggu til það iðandi mannlíf sem var í litla bænum Reykjavík. Við þurfum að vera vistvænni og treysta á eigin orku til að ferðast á milli staða. Við eigum að labba og hjóla meira styttri vegalengdir og um leið gera kröfu um að sú þjónusta sem er okkur nauðsynleg sé í kallfæri. Við þurfum meiri þéttleika og til að sinna honum öflugar almenningssamgöngur sem nýta landrýmið á skynsamlegan máta og tengja úthverfin með vistvænum hætti við atvinnu- og menntakjarnann vestar í borginni. Einhverskonar 19. aldar sporvagnalausn fyrir 21. öldina. #borgarlinan. Meiri borg snýst um að spila úr núverandi gæðum Reykjavíkur þannig að fjölskrúðugt mannlif þrífist í návist við öfluga þjónustu og starfsemi. Meiri borg eru fjölbreyttar samgöngur sem fólk getur notað eftir hentugleika. Hjóla í vinnuna, labba í búðina, Borgarlínan á barinn. Meiri borg er að standa vörð um grænu lungun okkar en flétta þau saman við nýja byggð eins og kostur er. Meiri borg er þéttari en líka nánari, með meiri mannleg samskipti og tengsl við samborgarana með því að deila borgarrýminu og vera samferða. Meiri borg er afstaða. Viljum við vera lítil eða meiri? Hér eru allar aðstæður til staðar til að búa til frábært borgarumhverfi en það er okkar að grípa tækifærin sem liggja í loftinu og þora fylgja þeim eftir. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Birkir Ingibjartsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Stærð borga snýst að mörgu leiti meira um afstöðu íbúanna frekar en íbúafjölda, hæð húsa eða flatarmál. Ég hef komið í litla bæi sem eru meiri borg en Reykjavík en líka stórar, fjölmennar borgir sem eru meiri þorp. Ég vil að Reykjavík verði meiri borg. Ekki endilega hærri hús eða margfalt fleiri íbúar. Alls ekki meiri umferð. Ég vil meira af iðandi mannlífi, grænum svæðum og grósku. Þegar maður skoðar gamlar myndir frá Reykjavík fær maður oft á tilfinninguna að svona hafi þetta verið ef við flettum nokkra áratugi aftur. Borgin var minni en það var meiri borg þar sem hún var. Bakarí á einu horni, apótek á því næsta og rakarastofa handan götunnar og ekki einn einasta bíl að sjá. Þéttleikinn var meiri og fólkið á götunum fleira. Auðvitað eru þetta draumar um horfna tíma með sinn eigin vanda en það tapaðist margt úr bæjarlífinu þegar nálægðin milli ólíkra starfsgreina hvarf. Þegar Reykjavík var þanin út og borgarhlutar aðskildir með stofnbrautum og mislægum gatnamótum. Ekki misskilja mig, ég held að skipulagssaga 20. aldar Reykjavíkur hafi verið eðlilegt viðbragð við áskorunum og lausnum þess tíma. Afsprengi þeirrar sögu er líka í grunninn frábær borg með mörg tækifæri. Tækifæri sem þarf að varðveita og styrkja en einnig tækifæri til að breyta og búa til enn betra borgarumhverfi. Stundum held ég að núverandi aðstæður hafi jafnvel verið hugmynd höfunda Aðalskipulags Reykjavíkur 1960 - að byggja dreift og víða en skilja eftir óskilgreindar eyður þar á milli. Þær væru framtíðarinnar að fylla upp í. Útkoman eru úthverfi borgarinnar sem eru hverju öðru skemmtilegra. Hvert með sitt einkenni og sterka tengingu við náttúruna sem umlykur og fléttar sig inn í borgina. Á milli þeirra liggur hinsvegar vandinn, stórar umferðargötur og gatnamót sem aðskilja borgina í afmörkuð hólf og magn bílaumferðar sem er úr öllu samhengi við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins. Lausnir 20. aldarinnar eiga ekki við lengur en í raun má segja að margar lausnir 19. aldar séu nær því að vera það sem okkur vantar núna. Lausnir sem bjuggu til það iðandi mannlíf sem var í litla bænum Reykjavík. Við þurfum að vera vistvænni og treysta á eigin orku til að ferðast á milli staða. Við eigum að labba og hjóla meira styttri vegalengdir og um leið gera kröfu um að sú þjónusta sem er okkur nauðsynleg sé í kallfæri. Við þurfum meiri þéttleika og til að sinna honum öflugar almenningssamgöngur sem nýta landrýmið á skynsamlegan máta og tengja úthverfin með vistvænum hætti við atvinnu- og menntakjarnann vestar í borginni. Einhverskonar 19. aldar sporvagnalausn fyrir 21. öldina. #borgarlinan. Meiri borg snýst um að spila úr núverandi gæðum Reykjavíkur þannig að fjölskrúðugt mannlif þrífist í návist við öfluga þjónustu og starfsemi. Meiri borg eru fjölbreyttar samgöngur sem fólk getur notað eftir hentugleika. Hjóla í vinnuna, labba í búðina, Borgarlínan á barinn. Meiri borg er að standa vörð um grænu lungun okkar en flétta þau saman við nýja byggð eins og kostur er. Meiri borg er þéttari en líka nánari, með meiri mannleg samskipti og tengsl við samborgarana með því að deila borgarrýminu og vera samferða. Meiri borg er afstaða. Viljum við vera lítil eða meiri? Hér eru allar aðstæður til staðar til að búa til frábært borgarumhverfi en það er okkar að grípa tækifærin sem liggja í loftinu og þora fylgja þeim eftir. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun