CrossFit kóngurinn og CrossFit drottningin keppa saman á RIG 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru í sama liði á Reykjavíkurleikunum í ár. Samsett/Instagram Það mun gefast langþráð tækifæri í CrossFit keppni Reykjavíkurleikanna í næsta mánuði. Það er nefnilega ekki á hverju degi sem við sjáum besta CrossFit fólk Íslands keppa hér á landi. Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa náð bestum árangri Íslendinga á heimsleikunum undanfarin ár og hafa öll komist þar á verðlaunapall á síðustu árum. Nú keppa þau öll hér heima á Íslandi. Öll þrjú verða nefnilega í sviðsljósinu í CrossFit keppni RIG sem fer fram í aðstöðu Crossfit Reykjavíkur 5. febrúar. Keppnin í ár verður liðakeppni með heimsklassa keppendum frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Ástralíu og Bandaríkjunum. Liðin fögur keppa í fimm greinum þar sem ein kona og einn karl eru í liði. Á níutíu mínútum keppa þau í ýmsum greinum sem reyna á styrk, úthald, hraða og tækni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavik International Games (@reykjavikgames) Kóngurinn og drottningin í íslenska CrossFit heiminum eru sameinuð á Reykjavíkurleikunum í ár en Björgvin Karl Guðmundsson og Anníe Mist Þórisdóttir eru sá karl og sú kona sem hafa náð bestum árangri Íslendinga í sögu heimsleikanna. Anníe Mist hefur tvisvar orðið heimsmeistari og komist oftast íslenskra kvenna á verðlaunapall (sex sinnum) og Björgvin Karl er eini íslenski karlinn sem hefur komist á pall. Að þessum sinni mynda þau eitt svakalegt par í þessari keppni. Katrín Tanja Davíðsdóttir mun síðan keppa á móti þeim ásamt hinum reynslumikla Khan Porter sem hefur keppt sex sinnum á heimsleikunum þar af fimm sinnum í einstaklingskeppninni. Hin liðin eru skipuð þeim Andre Houdet og Julie Houghaard annars vegar og þau Rebecka Vitesson og Tola Morakinyo hins vegar. CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa náð bestum árangri Íslendinga á heimsleikunum undanfarin ár og hafa öll komist þar á verðlaunapall á síðustu árum. Nú keppa þau öll hér heima á Íslandi. Öll þrjú verða nefnilega í sviðsljósinu í CrossFit keppni RIG sem fer fram í aðstöðu Crossfit Reykjavíkur 5. febrúar. Keppnin í ár verður liðakeppni með heimsklassa keppendum frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Ástralíu og Bandaríkjunum. Liðin fögur keppa í fimm greinum þar sem ein kona og einn karl eru í liði. Á níutíu mínútum keppa þau í ýmsum greinum sem reyna á styrk, úthald, hraða og tækni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavik International Games (@reykjavikgames) Kóngurinn og drottningin í íslenska CrossFit heiminum eru sameinuð á Reykjavíkurleikunum í ár en Björgvin Karl Guðmundsson og Anníe Mist Þórisdóttir eru sá karl og sú kona sem hafa náð bestum árangri Íslendinga í sögu heimsleikanna. Anníe Mist hefur tvisvar orðið heimsmeistari og komist oftast íslenskra kvenna á verðlaunapall (sex sinnum) og Björgvin Karl er eini íslenski karlinn sem hefur komist á pall. Að þessum sinni mynda þau eitt svakalegt par í þessari keppni. Katrín Tanja Davíðsdóttir mun síðan keppa á móti þeim ásamt hinum reynslumikla Khan Porter sem hefur keppt sex sinnum á heimsleikunum þar af fimm sinnum í einstaklingskeppninni. Hin liðin eru skipuð þeim Andre Houdet og Julie Houghaard annars vegar og þau Rebecka Vitesson og Tola Morakinyo hins vegar.
CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira