Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. janúar 2022 18:32 Valur Gunnarsson skrifaði bókina Bjarmalönd sem fjallar meðal annars um stríð í Úkraínu og átök í Rússlandi. Foto: Valur Gunnarsson/Arnar Halldórsson Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. Hernaðarumsvif Rússa við landamæri Úkraínu halda áfram en Bandaríkjastjórn svaraði formlega kröfum þeirra í dag þess efnis að Úkraína muni aldrei fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Því virtust Rússar taka vel og sögðu þetta tilefni til viðræðna á milli landanna tveggja. „Það er merkilegt að fylgjast með þessum stríðsótta sem hefur brotist út, því eiginlega fjarlægar sem menn eru frá miðpunktinum, því meiri er stríðsóttinn. Bandaríkjamenn hafa verið með það á hreinu að innrás væri yfirvofandi en í Úkraínu sjálfri eru menn bara frekar rólegir. Það er ekki búið að kalla út varaliðið, herinn er ekki í viðbragðsstöðu og Úkraínuforseti er frekar að reyna að biðja menn um að vera ekki með þessa histeríu,“ segir Valur. Með þrjú spil á hendi Hersöfnun við landamærin sé vissulega ógn en ekki þar með sagt að ætlunin sé að gera innrás í Úkraínu. „Pútín er í raun með þrjú spil á hendi. Það er Krímskaginn sem hann tók yfir 2014. Það er stríðið í Donbas sem er búið að standa síðan 2014 líka. Og nú er hann kominn með þriðja spilið sem er hersöfnunin við Úkraínu. Með því að draga það til baka er hann búinn að gefa eitt spil frá sér, sem kostar hann ekki neitt, síðan getur hann samið um frið í Donbas en haldið eftir Krímskaga, sem er allt í einu ekki lengur á borðinu,“ segir Valur. Blessunarlega þó séu Úkraínumenn og Rússar farnir að tala saman um lausn á stríðinu í Donbas. Hann segir að meginmarkmið Rússa sé að komast að samningaborðinu. „Með því að búa til ógn eru þeir þar með komnir með samningsstöðu og eru teknir alvarlega, sem þeir geta síðan gefið eftir með þennan her. Jafnvel þó þeir séu sjálfir með kröfur um að Úkraína muni ekki ganga í NATO sem Bandaríkin munu aldrei samþykkja, en á hinn bóginn munu Bandaríkin heldur aldrei hleypa Úkraínu inn í NATO.“ Stækkun NATO til austurs mikil ógn við Rússa Deilan sé fyrst og fremst frá Pútín komin en að ekki megi gleyma ábyrgð vestrænna ríkja í þessu samhengi. „Í stóru myndinni má segja að Vesturlönd beri mikla sök því þau hafa verið að stækka NATO til austurs, sem Rússar geta ekki litið á annað en ógn og hljóta að bregðast við með einhverjum hætti. Ég held að Vesturlönd vanmeti rosalega mikið hvað Rússar líta á NATO sem mikla ógn, sem kemur að þeirra sögu þar sem þeir hafa margoft orðið fyrir innrásum úr vestri. Þannig að Rússar eru í sjálfu sér ekkert minna hræddir við NATO en NATO við Rússland.“ Valur bendir á að mikið framfaraskref hafi orðið þegar leiðtogar ríkjanna tveggja samþykktu að ræða lausn á stríðinu í Donbas, sem staðið hefur síðan 2014. Hins vegar sé ógnin enn til staðar og spennan mikil. „Enginn vill stríð en allt getur farið úr böndunum eins og dæmin sanna, til dæmis eins og í aðdraganda fyrri heimstyrjaldar eða þá hægt að draga allt til baka eins og í Kúbudeilunni,“ segir Valur. Úkraína Rússland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Hernaðarumsvif Rússa við landamæri Úkraínu halda áfram en Bandaríkjastjórn svaraði formlega kröfum þeirra í dag þess efnis að Úkraína muni aldrei fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Því virtust Rússar taka vel og sögðu þetta tilefni til viðræðna á milli landanna tveggja. „Það er merkilegt að fylgjast með þessum stríðsótta sem hefur brotist út, því eiginlega fjarlægar sem menn eru frá miðpunktinum, því meiri er stríðsóttinn. Bandaríkjamenn hafa verið með það á hreinu að innrás væri yfirvofandi en í Úkraínu sjálfri eru menn bara frekar rólegir. Það er ekki búið að kalla út varaliðið, herinn er ekki í viðbragðsstöðu og Úkraínuforseti er frekar að reyna að biðja menn um að vera ekki með þessa histeríu,“ segir Valur. Með þrjú spil á hendi Hersöfnun við landamærin sé vissulega ógn en ekki þar með sagt að ætlunin sé að gera innrás í Úkraínu. „Pútín er í raun með þrjú spil á hendi. Það er Krímskaginn sem hann tók yfir 2014. Það er stríðið í Donbas sem er búið að standa síðan 2014 líka. Og nú er hann kominn með þriðja spilið sem er hersöfnunin við Úkraínu. Með því að draga það til baka er hann búinn að gefa eitt spil frá sér, sem kostar hann ekki neitt, síðan getur hann samið um frið í Donbas en haldið eftir Krímskaga, sem er allt í einu ekki lengur á borðinu,“ segir Valur. Blessunarlega þó séu Úkraínumenn og Rússar farnir að tala saman um lausn á stríðinu í Donbas. Hann segir að meginmarkmið Rússa sé að komast að samningaborðinu. „Með því að búa til ógn eru þeir þar með komnir með samningsstöðu og eru teknir alvarlega, sem þeir geta síðan gefið eftir með þennan her. Jafnvel þó þeir séu sjálfir með kröfur um að Úkraína muni ekki ganga í NATO sem Bandaríkin munu aldrei samþykkja, en á hinn bóginn munu Bandaríkin heldur aldrei hleypa Úkraínu inn í NATO.“ Stækkun NATO til austurs mikil ógn við Rússa Deilan sé fyrst og fremst frá Pútín komin en að ekki megi gleyma ábyrgð vestrænna ríkja í þessu samhengi. „Í stóru myndinni má segja að Vesturlönd beri mikla sök því þau hafa verið að stækka NATO til austurs, sem Rússar geta ekki litið á annað en ógn og hljóta að bregðast við með einhverjum hætti. Ég held að Vesturlönd vanmeti rosalega mikið hvað Rússar líta á NATO sem mikla ógn, sem kemur að þeirra sögu þar sem þeir hafa margoft orðið fyrir innrásum úr vestri. Þannig að Rússar eru í sjálfu sér ekkert minna hræddir við NATO en NATO við Rússland.“ Valur bendir á að mikið framfaraskref hafi orðið þegar leiðtogar ríkjanna tveggja samþykktu að ræða lausn á stríðinu í Donbas, sem staðið hefur síðan 2014. Hins vegar sé ógnin enn til staðar og spennan mikil. „Enginn vill stríð en allt getur farið úr böndunum eins og dæmin sanna, til dæmis eins og í aðdraganda fyrri heimstyrjaldar eða þá hægt að draga allt til baka eins og í Kúbudeilunni,“ segir Valur.
Úkraína Rússland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira