Maðurinn var stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins og sakfelldur fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins, samtals tæplega 30 milljónum króna, á tímabilinu desember 2018 til janúar 2020.
Hann var sömuleiðis sakfelldur fyrir peningaþvætti fyrir að hafa aflað ávinnings af þessum brotum og nýtt ávinninginn í þágu reksturs einkahlutafélagsins eða eftir atvikum í eigin þágu.
Maðurinn viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um brotin líkt og þeim var lýst í ákæru.