Helgi Már: Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi Sverrir Mar Smárason skrifar 28. janúar 2022 20:50 Helgi Már Magnússon (til hægri) og Jakob Sigurðarson, þjálfarar KR. Vísir/Elín Björg KR vann virkilega öflugan tveggja stiga sigur, 83-81, á Grindavík er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild Karla í körfubolta í kvöld. KR hafði tapað stórt gegn Breiðablik í umferðinni á undan og sigurinn því sætur, sérstaklega þar sem sigurkarfan kom ekki fyrr en sekúndu fyrir leikslok. „Nei þetta verður varla sætara. Við þurftum að hafa fyrir hverju einasta stigi hérna í kvöld og bara þvílíkur kraftur í drengjunum og bara allt annað að sjá til þeirra heldur en í síðasta leik. Ég var mjög ánægður með kraftinn. Sérstaklega í byrjun þar sem við litum mjög vel út, vorum að hitta skotum og annað slíkt. Svo kom smá hik í þetta sem er bara eðlilegt því Dani var bara að lenda, Carl Allen er búinn að vera hérna í smá stund og við erum búnir að vera í miðju Covid veseni æfingalega séð þannig við erum ekki almennilega komnir í neinn ‚rythma‘. Þeir vita ekki alveg hvar þeir eiga að finna skotin sín og svoleiðis.“ sagði Helgi Már, þjálfari KR, strax að leik loknum. Liðin skiptust á að leiða í leiknum og var staðan í hálfleik 37-46 Grindavík í vil. Helgi Már talaði vel við sína menn í hálfleik. „Í hálfleik töluðum við náttúrulega um að við yrðum að stoppa Ivan í sóknarfráköstunum. Þeir voru alveg að drepa okkur þar og þar fannst mér munurinn liggja og ég held að hann hafi ekki tekið sóknarfrákast í seinni hálfleiknum. Ég er ótrúlega ánægður með það því hann er algjör skepna og frábær leikmaður,“ sagði Helgi. Í síðari hálfleik spiluðu KR-ingar vel og komust, um miðjan 4. leikhluta, sex stigum yfir. Þeir síðan hleyptu Grindavík aftur inn í leikinn áður en Adama Darbo náði að skora úr síðasta skoti leiksins. „Það kom smá fát á okkur og sama bara, menn eru aðeins að finna sig í þeim hlutverkum sem þeir eiga að vera í. Við köstuðum boltanum tvisvar frá okkur á óþarfa hátt. Maður á bara að klára sóknir með skoti og lifa svo bara með því hvort það fari ofaní eða ekki. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en svona leikir eru gulls ígildi þegar líða fer á tímabilið, að fá smá reynslu á þetta og hvað við þurfum að gera til að fá góð skot. Gríðarlega mikilvægt að vinna og líka svona heimaleik. Við erum að fara á Krókinn á mánudag og Njarðvík í lok næstu viku. Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi,“ sagði Helgi um lokamínútur leiksins. KR liðið hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum en hafa einnig bætt við Finnskum leikmanni. Glugginn lokar innan skamms og segir Helgi að KR sé í leit að Kana. „Við erum að reyna að sækja kana og það er búið að ganga brösulega. Það skýrist og þið fáið að vita það allavega á sunnudaginn þegar það lokar svo við sjáum hvernig þetta fer.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. 28. janúar 2022 20:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Nei þetta verður varla sætara. Við þurftum að hafa fyrir hverju einasta stigi hérna í kvöld og bara þvílíkur kraftur í drengjunum og bara allt annað að sjá til þeirra heldur en í síðasta leik. Ég var mjög ánægður með kraftinn. Sérstaklega í byrjun þar sem við litum mjög vel út, vorum að hitta skotum og annað slíkt. Svo kom smá hik í þetta sem er bara eðlilegt því Dani var bara að lenda, Carl Allen er búinn að vera hérna í smá stund og við erum búnir að vera í miðju Covid veseni æfingalega séð þannig við erum ekki almennilega komnir í neinn ‚rythma‘. Þeir vita ekki alveg hvar þeir eiga að finna skotin sín og svoleiðis.“ sagði Helgi Már, þjálfari KR, strax að leik loknum. Liðin skiptust á að leiða í leiknum og var staðan í hálfleik 37-46 Grindavík í vil. Helgi Már talaði vel við sína menn í hálfleik. „Í hálfleik töluðum við náttúrulega um að við yrðum að stoppa Ivan í sóknarfráköstunum. Þeir voru alveg að drepa okkur þar og þar fannst mér munurinn liggja og ég held að hann hafi ekki tekið sóknarfrákast í seinni hálfleiknum. Ég er ótrúlega ánægður með það því hann er algjör skepna og frábær leikmaður,“ sagði Helgi. Í síðari hálfleik spiluðu KR-ingar vel og komust, um miðjan 4. leikhluta, sex stigum yfir. Þeir síðan hleyptu Grindavík aftur inn í leikinn áður en Adama Darbo náði að skora úr síðasta skoti leiksins. „Það kom smá fát á okkur og sama bara, menn eru aðeins að finna sig í þeim hlutverkum sem þeir eiga að vera í. Við köstuðum boltanum tvisvar frá okkur á óþarfa hátt. Maður á bara að klára sóknir með skoti og lifa svo bara með því hvort það fari ofaní eða ekki. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en svona leikir eru gulls ígildi þegar líða fer á tímabilið, að fá smá reynslu á þetta og hvað við þurfum að gera til að fá góð skot. Gríðarlega mikilvægt að vinna og líka svona heimaleik. Við erum að fara á Krókinn á mánudag og Njarðvík í lok næstu viku. Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi,“ sagði Helgi um lokamínútur leiksins. KR liðið hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum en hafa einnig bætt við Finnskum leikmanni. Glugginn lokar innan skamms og segir Helgi að KR sé í leit að Kana. „Við erum að reyna að sækja kana og það er búið að ganga brösulega. Það skýrist og þið fáið að vita það allavega á sunnudaginn þegar það lokar svo við sjáum hvernig þetta fer.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. 28. janúar 2022 20:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. 28. janúar 2022 20:00