Móðir Arbery segir samkomulag við morð-feðgana vera svik Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2022 18:57 Wanda Cooper-Jones, móðir Ahmaud Arbery, við uppkvaðningu dóms þann 7. janúar síðastliðinn. Getty/Morton-Pool Saksóknari hefur boðið feðgunum Greg og Travis McMichael að gera samkomulag sem felst í því að þeir feðgar gætu komist hjá frekari réttarhöldum. Feðgarnir voru dæmdir til í lífstíðarfangelsi í nóvember í fyrra fyrir að hafa myrt hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery. Dómari úrskurðaði fyrr í mánuðinum að feðgarnir ættu ekki rétt á reynslulausn. Þeir munu þar af leiðandi verja ævinni bak við lás og slá. Nú stendur hins vegar til að rétta yfir feðgunum fyrir hatursglæp fyrir alríkisdómstól í Bandaríkjunum. Saksóknarar tóku hins vegar ákvörðun um að bjóða þeim feðgum dómsátt (e. plea agreement) sem gæti gert það að verkum að málið fari ekki fyrir dóm. Wanda Cooper-Jones, móðir Arbery, segir samkomulagið vera svik. Samningurinn geti leitt til þess að feðgarnir fái að afplána dóm sinn í alríkisfangelsi í stað fyrir hefðbundnu ríkisfangelsi en aðstæður fanga eru taldar töluvert verri í ríkisfangelsum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég barðist og barðist við að reyna að koma þessum mönnum í ríkisfangelsi. Ég sagði saksóknurum ítrekað að ég vildi að þeir myndu fá að afplána dóm sinn í slíku fangelsi. Svo vaknaði ég í morgun og sá að þeir höfðu borið upp þennan fáránlega samning,“ segir Cooper-Jones, móðir Arbery. Marcus Arbey, faðir Ahmaud, tekur í sama streng og segir ljóst að um hatursglæp hafi verið að ræða. Fjölskylda Arbery vilji hundrað prósent réttlæti, ekki aðeins hluta þess. Dómari í málinu hefur hins vegar enn ekki fallist á samninginn og tekið ákvörðun um að kalla saman kviðdóm, þrátt fyrir boð saksóknara. Dómari mun koma til með að ræða við fimmtíu mögulega kandídata í kviðdóm þann 7. febrúar næstkomandi. Samkvæmt því er gert ráð fyrir því að réttarhöld fari fram í næsta mánuði. Feðgarnir myrtu Arbery, ásamt nágranna sínum og samverkamanni, William Brian, þegar Ahmaud Arbery var úti að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar árið 2020. Þeir sáu Arbery á hlaupum í hverfi þeirra og báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu. Þeir vopnuðust og sátu síðar fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa fram hjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust reyndi óvopnaður Arbery að taka haglabyssuna af Travis en við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband sem nágranni og samverkamaður feðganna, William Bryan, tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan loks verið handteknir. Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Feðgarnir voru dæmdir til í lífstíðarfangelsi í nóvember í fyrra fyrir að hafa myrt hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery. Dómari úrskurðaði fyrr í mánuðinum að feðgarnir ættu ekki rétt á reynslulausn. Þeir munu þar af leiðandi verja ævinni bak við lás og slá. Nú stendur hins vegar til að rétta yfir feðgunum fyrir hatursglæp fyrir alríkisdómstól í Bandaríkjunum. Saksóknarar tóku hins vegar ákvörðun um að bjóða þeim feðgum dómsátt (e. plea agreement) sem gæti gert það að verkum að málið fari ekki fyrir dóm. Wanda Cooper-Jones, móðir Arbery, segir samkomulagið vera svik. Samningurinn geti leitt til þess að feðgarnir fái að afplána dóm sinn í alríkisfangelsi í stað fyrir hefðbundnu ríkisfangelsi en aðstæður fanga eru taldar töluvert verri í ríkisfangelsum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég barðist og barðist við að reyna að koma þessum mönnum í ríkisfangelsi. Ég sagði saksóknurum ítrekað að ég vildi að þeir myndu fá að afplána dóm sinn í slíku fangelsi. Svo vaknaði ég í morgun og sá að þeir höfðu borið upp þennan fáránlega samning,“ segir Cooper-Jones, móðir Arbery. Marcus Arbey, faðir Ahmaud, tekur í sama streng og segir ljóst að um hatursglæp hafi verið að ræða. Fjölskylda Arbery vilji hundrað prósent réttlæti, ekki aðeins hluta þess. Dómari í málinu hefur hins vegar enn ekki fallist á samninginn og tekið ákvörðun um að kalla saman kviðdóm, þrátt fyrir boð saksóknara. Dómari mun koma til með að ræða við fimmtíu mögulega kandídata í kviðdóm þann 7. febrúar næstkomandi. Samkvæmt því er gert ráð fyrir því að réttarhöld fari fram í næsta mánuði. Feðgarnir myrtu Arbery, ásamt nágranna sínum og samverkamanni, William Brian, þegar Ahmaud Arbery var úti að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar árið 2020. Þeir sáu Arbery á hlaupum í hverfi þeirra og báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu. Þeir vopnuðust og sátu síðar fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa fram hjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust reyndi óvopnaður Arbery að taka haglabyssuna af Travis en við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband sem nágranni og samverkamaður feðganna, William Bryan, tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan loks verið handteknir.
Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
„Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53
Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00