Yngsti ritstjóri landsins á höttunum eftir fréttariturum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 19:16 Auðunn Sölvi Hugason, yngsti ritstjóri landsins. Vísir/Egill Yngsti ritstjóri landsins, hinn tíu ára Auðunn Sölvi Hugason, ætlar að glæða fréttaflóruna með jákvæðum fréttum frá krökkum um allan heim. Hann stefnir á að verða leikari í framtíðinni en gæti hugsað sér að sinna blaðamennskunni í hlutastarfi. Auðuni Sölva er margt til lista lagt og hefur raunar nóg fyrir stafni enda náðum við aðeins að grípa hann stuttlega á milli æfinga í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann fer með hlutverk í leikritinu Umskiptingurinn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Auðunn Sölvi stofnað glænýjan fjölmiðil, www.skolafrettir.is. „Fyrst var ég með lítið skólablað í skólanum mínum en svo fannst mér það ekki alveg nógu umhverfisvænt og þannig kom hugmyndin að byggja upp vef,“ segir hann, sem ætlar sér að hafa jákvæðnina að leiðarljósi. „Það er lítið af stríðum og covid og svoleiðis. Þetta verður jákvætt og glaðlegt,“ segir Auðunn, sem hefur ekki mikinn áhuga á að lesa fréttir en hefur gaman að því að skrifa þær. Finnst þér skemmtilegra að skrifa fréttir en lesa þær? „Jahá,“ svarar hann. Fréttamiðilinn opnaði Auðunn Sölvi í október en sökum annríkis hefur hann varla haft tíma til að segja vinum og bekkjarfélögum frá þessu nýja starfi. Hann segist með skipulagningu ná að halda öllum boltum á lofti en tekur fram að hann sé á höttunum eftir fleiri fréttariturum og hvetur áhugasama eindregið til að senda inn fréttir í gegnum netfangið skolafrettir@skolafrettir.is. „Með tímanum væri gaman að hafa bara krakka sem senda inn fréttir og jafnvel frá öðrum heimshornum. Eins og ég á vin sem er frá Ítalíu, hann myndi kannski vilja senda inn fréttir.“ Aðspurður segist hann ekki endilega viss um hvort hann ætli að leggja blaðamennskuna fyrir sig í framtíðinni. „Erfið spurning, en ætli ég vilji ekki verða leikari. Jafnvel einhver svona hálf-fréttaritari. En aðallega leikari.“ Skóla - og menntamál Fjölmiðlar Grunnskólar Krakkar Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Auðuni Sölva er margt til lista lagt og hefur raunar nóg fyrir stafni enda náðum við aðeins að grípa hann stuttlega á milli æfinga í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann fer með hlutverk í leikritinu Umskiptingurinn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Auðunn Sölvi stofnað glænýjan fjölmiðil, www.skolafrettir.is. „Fyrst var ég með lítið skólablað í skólanum mínum en svo fannst mér það ekki alveg nógu umhverfisvænt og þannig kom hugmyndin að byggja upp vef,“ segir hann, sem ætlar sér að hafa jákvæðnina að leiðarljósi. „Það er lítið af stríðum og covid og svoleiðis. Þetta verður jákvætt og glaðlegt,“ segir Auðunn, sem hefur ekki mikinn áhuga á að lesa fréttir en hefur gaman að því að skrifa þær. Finnst þér skemmtilegra að skrifa fréttir en lesa þær? „Jahá,“ svarar hann. Fréttamiðilinn opnaði Auðunn Sölvi í október en sökum annríkis hefur hann varla haft tíma til að segja vinum og bekkjarfélögum frá þessu nýja starfi. Hann segist með skipulagningu ná að halda öllum boltum á lofti en tekur fram að hann sé á höttunum eftir fleiri fréttariturum og hvetur áhugasama eindregið til að senda inn fréttir í gegnum netfangið skolafrettir@skolafrettir.is. „Með tímanum væri gaman að hafa bara krakka sem senda inn fréttir og jafnvel frá öðrum heimshornum. Eins og ég á vin sem er frá Ítalíu, hann myndi kannski vilja senda inn fréttir.“ Aðspurður segist hann ekki endilega viss um hvort hann ætli að leggja blaðamennskuna fyrir sig í framtíðinni. „Erfið spurning, en ætli ég vilji ekki verða leikari. Jafnvel einhver svona hálf-fréttaritari. En aðallega leikari.“
Skóla - og menntamál Fjölmiðlar Grunnskólar Krakkar Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira