Tölum um sjálfbærni á mannamáli Friðrik Larsen skrifar 3. febrúar 2022 07:30 Aðilar innan orkugeirans skilja tungutakið sem er notað í tengslum við orkuskiptin en það er yfirþyrmandi fyrir neytendur að skilja um hvað orkuskiptin snúast. Í grunninn snúast þau um að fara úr því að nota jarðefnaeldsneyti yfir í sjálfbæra eða græna orkugjafa. Hvað þýðir það t.d. að eitthvað sé grænt? Hvað er sjálfbærni og hvað er samfélagsleg ábyrgð? Þetta eru hugtök sem skiljast ekki endilega þegar við förum út úr stofnunum og erum ekki lengur að tala við sérfræðinga. Hvernig getum við hjálpað almenningi, neytandanum sem kýs með veskinu, að skilja? Einstaklingar innan orkugeirans eru margir hverjir sérhæfðir um efni sem kallar á sértækan orðaforða. Við sem störfum og hrærumst innan orkugeirans eigum það til að gera ráð fyrir að almennir neytendur skilji okkar orðaforða á sama hátt og við sérfræðingarnir gerum. Sannleikurinn er sá að það er ekki þannig. Orð eru bara orð þangað til að við hjálpum fólki að tengja við þau og skilja þau. Þá á ég við að einstaklingar skilji ekki aðeins orðin sjálf heldur skilji hvernig orðið er að fara að hafa áhrif á þá. Sem dæmi, hvað þýðir það fyrir neytendur að vita að einhver vara er „grænni“ en vara samkeppnisaðilans? Takist að koma neytendum í skilning um hvað felist í svona þáttum, því líklegar er að orkuskiptin gangi hraðar. Við viljum fá almenning til að fylgja okkur en sannleikurinn er sá það gera það fáir fyrr en það hefur áhrif á budduna. Því eru reglugerðir oft árangursríkasta leiðin til að fá fram þá hegðun sem við viljum helst frá neytendum. En, að breyta hegðun neytenda er stórmál og við vitum það líklega flest að breytingum í formi reglugerða er tekið misvel. Það getur því breytt heilmiklu að passa upp á að eiga einnig virk samskipti við neytendur og tala á þann hátt að neytendur skilji betur reglugerðir og tilgang þeirra. Þetta er best gert eftir lögmálum markaðsfræða og vörumerkjastjórnunar. Þannig hjálpum við almennum neytendum að tengja við og skilja þær reglugerðir sem settar hafa verið. Reglugerðunum er tekið opnari örmum og allt þetta hjálpar til við að breyta hegðun fólks. Frá því að ég hóf feril minn í orkugeiranum hefur margt tekið breytingum þar, en breytingarnar eru hægfara. Almenningur er ekki alveg að fylgja okkur en markmiðið á að vera að fleiri fylgi og skilji. Þess vegna vil ég sjá fleiri orkufyrirtæki vera markvissari í því hvernig þau eiga virkt samtal við hagsmunaaðila. Höfundur er eigandi brandr vörumerkjastofu og dósent í Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Aðilar innan orkugeirans skilja tungutakið sem er notað í tengslum við orkuskiptin en það er yfirþyrmandi fyrir neytendur að skilja um hvað orkuskiptin snúast. Í grunninn snúast þau um að fara úr því að nota jarðefnaeldsneyti yfir í sjálfbæra eða græna orkugjafa. Hvað þýðir það t.d. að eitthvað sé grænt? Hvað er sjálfbærni og hvað er samfélagsleg ábyrgð? Þetta eru hugtök sem skiljast ekki endilega þegar við förum út úr stofnunum og erum ekki lengur að tala við sérfræðinga. Hvernig getum við hjálpað almenningi, neytandanum sem kýs með veskinu, að skilja? Einstaklingar innan orkugeirans eru margir hverjir sérhæfðir um efni sem kallar á sértækan orðaforða. Við sem störfum og hrærumst innan orkugeirans eigum það til að gera ráð fyrir að almennir neytendur skilji okkar orðaforða á sama hátt og við sérfræðingarnir gerum. Sannleikurinn er sá að það er ekki þannig. Orð eru bara orð þangað til að við hjálpum fólki að tengja við þau og skilja þau. Þá á ég við að einstaklingar skilji ekki aðeins orðin sjálf heldur skilji hvernig orðið er að fara að hafa áhrif á þá. Sem dæmi, hvað þýðir það fyrir neytendur að vita að einhver vara er „grænni“ en vara samkeppnisaðilans? Takist að koma neytendum í skilning um hvað felist í svona þáttum, því líklegar er að orkuskiptin gangi hraðar. Við viljum fá almenning til að fylgja okkur en sannleikurinn er sá það gera það fáir fyrr en það hefur áhrif á budduna. Því eru reglugerðir oft árangursríkasta leiðin til að fá fram þá hegðun sem við viljum helst frá neytendum. En, að breyta hegðun neytenda er stórmál og við vitum það líklega flest að breytingum í formi reglugerða er tekið misvel. Það getur því breytt heilmiklu að passa upp á að eiga einnig virk samskipti við neytendur og tala á þann hátt að neytendur skilji betur reglugerðir og tilgang þeirra. Þetta er best gert eftir lögmálum markaðsfræða og vörumerkjastjórnunar. Þannig hjálpum við almennum neytendum að tengja við og skilja þær reglugerðir sem settar hafa verið. Reglugerðunum er tekið opnari örmum og allt þetta hjálpar til við að breyta hegðun fólks. Frá því að ég hóf feril minn í orkugeiranum hefur margt tekið breytingum þar, en breytingarnar eru hægfara. Almenningur er ekki alveg að fylgja okkur en markmiðið á að vera að fleiri fylgi og skilji. Þess vegna vil ég sjá fleiri orkufyrirtæki vera markvissari í því hvernig þau eiga virkt samtal við hagsmunaaðila. Höfundur er eigandi brandr vörumerkjastofu og dósent í Háskóla Íslands.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun