Diljá vill þriðja sætið hjá Viðreisn í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 13:56 Diljá Ámundadóttir Zoëga. Aðsend Diljá Ámundadóttir Zoëga hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík og stefnir á 3. sætið á lista. Frá þessu segir í tilkynningu en Diljá er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og hefur átt sæti í ráðum og nefndum á núverandi kjörtímabili segir að hún hafi sinnt sínum störfum „af ástríðu og látið hjarta ráða för“. Um Diljá segir að hún eigi sæti í skóla- og frístundaráði, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, ofbeldisvarnarnefnd, íbúaráði Miðborgar og Hlíða og sé formaður samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Þar fyrir utan hafi hún setið í stýrihópum á kjörtímabilinu, meðal annars um bætt starfsumhverfi leikskóla og jafnlaunastefnu. Hún er með BA gráðu frá KaosPilot-skólanum, MBA gráðu frá HR og diplóma á meistarastigi í sálgæslufræðum frá EHÍ. „Helstu áherslur mínar: Börnin eru framtíðin Þegar sköpuð er skýr framtíðarsýn fyrir borgina þarf að byrja á því að horfa til barna í dag. Ég vil fjárfesta í börnum til framtíðar.Rannsóknir benda á að sterk tengsl séu á milli fjölda áfalla og andlegs álags í æsku og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og seiglu á fullorðinsárum.Talið er að um að 60% barna upplifa áföll og búa við andlegt álag á einhverjum tímapunkti. Heimilisofbeldi hefur aukist um 20% í heimsfaraldri. Afleiðingar á geðheilsu barna vegna skerts skólastarfs í 2 ár munu líka koma í ljós og við verðum í nokkurn tíma að vinda ofan í því.Ég mun beita mér fyrir að stytta biðlista, auka aðgengi barna að geðheilbrigðisþjónustu/sálfræðiþjónustu sem og að flétta mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Hér er gríðarlega mikilvægt að stuðla að þéttara samstarfi ríkis og borgar. Mannlegir innviðir - kerfi fyrir fólk en fólk fyrir kerfi Mannlegir innviðir Reykjavíkurborgar eru fólkið sjálft. Þetta er fjölbreytt fólk með ólíkar þarfir. Eitt eiga þau sameiginlegt og það er mannvirðing. Það er réttur allra að þjónusta og viðmót borgarinnar sé mennsk og aðgengileg en ekki stýrð af kerfislægri hugsun. Ég mun beita mér fyrir því að öll mannvirki og opin svæði Reykjavíkurborgar séu aðgengileg fyrir öll og fari eftir viðmiðum algildrar hönnunar. Einfaldara kerfi á gervihnattaöld Ég vil hlúa að einfaldara hversdagslífi fyrir fjölskyldur og skapa aðgengilegri farveg fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla. Með stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar opnast ótal tækifæri fyrir einfaldari, aðgengilegri og betri þjónustu fyrir alla borgarbúa. Fækkun skrefa í þjónustuferlum felur í sér tímasparnað og streituminnkun,“ segir í tilkynningunni . Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Geir vill þriðja sætið hjá Viðreisn í borginni Geir Finnsson varaborgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. 2. febrúar 2022 08:53 Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri. 10. janúar 2022 22:08 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu en Diljá er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og hefur átt sæti í ráðum og nefndum á núverandi kjörtímabili segir að hún hafi sinnt sínum störfum „af ástríðu og látið hjarta ráða för“. Um Diljá segir að hún eigi sæti í skóla- og frístundaráði, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, ofbeldisvarnarnefnd, íbúaráði Miðborgar og Hlíða og sé formaður samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Þar fyrir utan hafi hún setið í stýrihópum á kjörtímabilinu, meðal annars um bætt starfsumhverfi leikskóla og jafnlaunastefnu. Hún er með BA gráðu frá KaosPilot-skólanum, MBA gráðu frá HR og diplóma á meistarastigi í sálgæslufræðum frá EHÍ. „Helstu áherslur mínar: Börnin eru framtíðin Þegar sköpuð er skýr framtíðarsýn fyrir borgina þarf að byrja á því að horfa til barna í dag. Ég vil fjárfesta í börnum til framtíðar.Rannsóknir benda á að sterk tengsl séu á milli fjölda áfalla og andlegs álags í æsku og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og seiglu á fullorðinsárum.Talið er að um að 60% barna upplifa áföll og búa við andlegt álag á einhverjum tímapunkti. Heimilisofbeldi hefur aukist um 20% í heimsfaraldri. Afleiðingar á geðheilsu barna vegna skerts skólastarfs í 2 ár munu líka koma í ljós og við verðum í nokkurn tíma að vinda ofan í því.Ég mun beita mér fyrir að stytta biðlista, auka aðgengi barna að geðheilbrigðisþjónustu/sálfræðiþjónustu sem og að flétta mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Hér er gríðarlega mikilvægt að stuðla að þéttara samstarfi ríkis og borgar. Mannlegir innviðir - kerfi fyrir fólk en fólk fyrir kerfi Mannlegir innviðir Reykjavíkurborgar eru fólkið sjálft. Þetta er fjölbreytt fólk með ólíkar þarfir. Eitt eiga þau sameiginlegt og það er mannvirðing. Það er réttur allra að þjónusta og viðmót borgarinnar sé mennsk og aðgengileg en ekki stýrð af kerfislægri hugsun. Ég mun beita mér fyrir því að öll mannvirki og opin svæði Reykjavíkurborgar séu aðgengileg fyrir öll og fari eftir viðmiðum algildrar hönnunar. Einfaldara kerfi á gervihnattaöld Ég vil hlúa að einfaldara hversdagslífi fyrir fjölskyldur og skapa aðgengilegri farveg fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla. Með stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar opnast ótal tækifæri fyrir einfaldari, aðgengilegri og betri þjónustu fyrir alla borgarbúa. Fækkun skrefa í þjónustuferlum felur í sér tímasparnað og streituminnkun,“ segir í tilkynningunni .
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Geir vill þriðja sætið hjá Viðreisn í borginni Geir Finnsson varaborgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. 2. febrúar 2022 08:53 Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri. 10. janúar 2022 22:08 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Geir vill þriðja sætið hjá Viðreisn í borginni Geir Finnsson varaborgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. 2. febrúar 2022 08:53
Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10
Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri. 10. janúar 2022 22:08