Börnin í borginni okkar Guðný Maja Riba skrifar 4. febrúar 2022 08:00 Hvernig sköpum við samfélag þar sem öll börn sitja við sama borð? Fátækt hefur varanleg áhrif á börn. Fátækt hefur áhrif á þroska, skerðir lífsgæði, bjagar sjálfsmynd og skaðar framtíðarmöguleika barna. Fátækt birtist í ýmsum myndum. Matur, föt og aðrar grunnþarfir geta verið af skornum skammti, en einnig hrós, hvatning og aðhald. Við getum sem samfélag hlaupið í skarðið og bætt börnum upp þennan skort. Góður kennari, nágranni, vinur og frístundaleiðbeinandi getur haft meiriháttar áhrif á heilt líf. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað vinir, nágrannar og kennarar geta gert. Þess vegna höfum við opinber kerfi, og þess vegna tek ég þátt í stjórnmálum. Samfélagsinnviðir eins og skólar og leikskólar, frístundamiðstöðvar, heilsugæsla og barnavernd eiga að tryggja jafnræði. Að öllum börnum sé sinnt í samræmi við þarfir þeirra en ekki fjárráð, völd eða tengsl foreldranna. Við eigum að gera allt sem við getum til að öll börn fái sömu tækifæri. Við eigum að hækka frístundastyrki, lækka gjald fyrir skólamáltíðir og helst afnema það og hækka barnabætur verulega. Við eigum að vinna markvisst að því að jafna tækifæri allra barna í borginni okkar. Við jafnaðarfólk erum þessa dagana að undirbúa val á þeim okkar sem eiga að vinna fyrir reykvískan almenning í borgarstjórninni. Mér finnst brýnt að næsti framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík sýni endurnýjun, breidd og reynslu. Ég stend fyrir allt þetta þrennt. Ég veit að ég á eftir að vera öflug á vettvangi borgarstjórnmálanna. Ég hef víðtæka reynslu af stjórnarsetu og sit meðal annars í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Ég er úrræðagóð og ófeimin við að taka frumkvæði. Ég er sjálfstæð og sterkur leiðtogi. Ég þekki aðstæður barnafjölskyldna vel, bæði vegna minna starfa en einnig af eigin reynslu og tel mig geta lagt mitt af mörkum í velferðarmálum og mennta- og skólamálum í borginni okkar. Ég er fjölbreytnin í borgarstjórn – reynsla og hugsjón alla leið. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna að þeim málefnum sem varða börn og borgarbúa og til að halda áfram að byggja upp fyrirmyndarborg. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Samfylkingin Skóla- og menntamál Guðný Maja Riba Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Hvernig sköpum við samfélag þar sem öll börn sitja við sama borð? Fátækt hefur varanleg áhrif á börn. Fátækt hefur áhrif á þroska, skerðir lífsgæði, bjagar sjálfsmynd og skaðar framtíðarmöguleika barna. Fátækt birtist í ýmsum myndum. Matur, föt og aðrar grunnþarfir geta verið af skornum skammti, en einnig hrós, hvatning og aðhald. Við getum sem samfélag hlaupið í skarðið og bætt börnum upp þennan skort. Góður kennari, nágranni, vinur og frístundaleiðbeinandi getur haft meiriháttar áhrif á heilt líf. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað vinir, nágrannar og kennarar geta gert. Þess vegna höfum við opinber kerfi, og þess vegna tek ég þátt í stjórnmálum. Samfélagsinnviðir eins og skólar og leikskólar, frístundamiðstöðvar, heilsugæsla og barnavernd eiga að tryggja jafnræði. Að öllum börnum sé sinnt í samræmi við þarfir þeirra en ekki fjárráð, völd eða tengsl foreldranna. Við eigum að gera allt sem við getum til að öll börn fái sömu tækifæri. Við eigum að hækka frístundastyrki, lækka gjald fyrir skólamáltíðir og helst afnema það og hækka barnabætur verulega. Við eigum að vinna markvisst að því að jafna tækifæri allra barna í borginni okkar. Við jafnaðarfólk erum þessa dagana að undirbúa val á þeim okkar sem eiga að vinna fyrir reykvískan almenning í borgarstjórninni. Mér finnst brýnt að næsti framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík sýni endurnýjun, breidd og reynslu. Ég stend fyrir allt þetta þrennt. Ég veit að ég á eftir að vera öflug á vettvangi borgarstjórnmálanna. Ég hef víðtæka reynslu af stjórnarsetu og sit meðal annars í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Ég er úrræðagóð og ófeimin við að taka frumkvæði. Ég er sjálfstæð og sterkur leiðtogi. Ég þekki aðstæður barnafjölskyldna vel, bæði vegna minna starfa en einnig af eigin reynslu og tel mig geta lagt mitt af mörkum í velferðarmálum og mennta- og skólamálum í borginni okkar. Ég er fjölbreytnin í borgarstjórn – reynsla og hugsjón alla leið. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna að þeim málefnum sem varða börn og borgarbúa og til að halda áfram að byggja upp fyrirmyndarborg. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun