Borgarstjórinn segir óákveðið hvort Bezos fái að taka brúna í sundur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2022 07:42 Brúin stóð af sér miklar loftárásir í seinni heimsstyrjöldinni. Getty Borgarstjórinn í hafnaborginni Rotterdam í Hollandi hefur neitað því að búið sé að samþykkja að taka í sundur sögufræga brú til að hleypa ofursnekkju í eigu auðmannsins Jeff Bezos í gegn. Fréttir þess efnis hafa vakið nokkra reiði en borgarstjórinn sagðist í samtali við Algemeen Dagblad hissa á fjaðrafokinu þar sem engin umsókn hefði borist, hvað þá að leyfi hefði verið gefið. Þess ber að geta að AFP hafði fengið staðfest hjá talsmanni staðaryfirvalda að embættismenn hefðu gefið grænt ljós á að miðjuhluti brúarinnar, sem er kölluð De Hef af heimamönnum, yrði fjarlægður til að snekkja Bezos gæti siglt í gegn. Brúin var reist árið 1877 en viðamiklum endurbótum á henni var lokið árið 2017 og þá var því heitið að hún yrði ekki tekin í sundur á nýjan leik. Erlendir miðlar greina hins vegar frá því að til Bezos hafi boðist til þess að greiða allan kostnað við verkið. Snekkja auðjöfursins, sem er einn ríkasti maður heims, er of stór til að komast undir brúna. Hún er 40 metra há þar sem hún er hæst og 127 metrar á lengd, og kostaði 485 milljónir dollara. Borgarstjórinn sagði að yfirvöld myndu taka ákvörðun þegar umsókn hefði verið skilað inn og upplýsingar lægju fyrir um það hvort hægt væri að taka brúna í sundur á þess að skemma hana og hvort Bezos myndi sannarlega greiða reikninginn. „Þetta snýst um staðreyndir,“ sagði borgarstjórinn. „Þær þurfa að liggja fyrir.“ Amazon Holland Tengdar fréttir Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. 3. febrúar 2022 22:01 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Fréttir þess efnis hafa vakið nokkra reiði en borgarstjórinn sagðist í samtali við Algemeen Dagblad hissa á fjaðrafokinu þar sem engin umsókn hefði borist, hvað þá að leyfi hefði verið gefið. Þess ber að geta að AFP hafði fengið staðfest hjá talsmanni staðaryfirvalda að embættismenn hefðu gefið grænt ljós á að miðjuhluti brúarinnar, sem er kölluð De Hef af heimamönnum, yrði fjarlægður til að snekkja Bezos gæti siglt í gegn. Brúin var reist árið 1877 en viðamiklum endurbótum á henni var lokið árið 2017 og þá var því heitið að hún yrði ekki tekin í sundur á nýjan leik. Erlendir miðlar greina hins vegar frá því að til Bezos hafi boðist til þess að greiða allan kostnað við verkið. Snekkja auðjöfursins, sem er einn ríkasti maður heims, er of stór til að komast undir brúna. Hún er 40 metra há þar sem hún er hæst og 127 metrar á lengd, og kostaði 485 milljónir dollara. Borgarstjórinn sagði að yfirvöld myndu taka ákvörðun þegar umsókn hefði verið skilað inn og upplýsingar lægju fyrir um það hvort hægt væri að taka brúna í sundur á þess að skemma hana og hvort Bezos myndi sannarlega greiða reikninginn. „Þetta snýst um staðreyndir,“ sagði borgarstjórinn. „Þær þurfa að liggja fyrir.“
Amazon Holland Tengdar fréttir Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. 3. febrúar 2022 22:01 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. 3. febrúar 2022 22:01