Hefur mjólkað kýr í 80 ár – Engin kulnun í starfi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. febrúar 2022 21:30 Guðni Guðmundsson, 88 ára bóndi á bænum Þverlæk í Holtum, sem fer í fjós á hverjum degi og þá er mjaltagrifjan aðalstaðurinn hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum er sennilega sá maður á Íslandi, sem hefur mjólkað kýr hvað lengst, eða í átta tíu ár. Guðni, sem er áttatíu og átta ára í dag fer í fjós á hverjum degi alla daga vikunnar. Guðni á Þverlæk, sem er bær í Holtunum í Rangárþing ytra er léttur á fæti þrátt fyrir að hann nálgist óðum í að verða níræður. Hann fer í fjós daglega en sonur hann er með myndarlegt kúabú á bænum. Mjaltagrifjan er staðurinn hans Guðna en hann gengur að sjálfsögðu í öll störf í fjósinu. Mjólkurferill Guðna skiptist í fjögur jafn löng tímabil. „Já, það eru handmjaltir fyrst, svo mjaltavél með fötukerfi, síðan mjaltir í rörmjaltakerfi og nú síðast mjaltagryfjan og þetta eru allt saman í kringum tuttugu ára tímabil,“ segir Guðni. Guðni segist mjög ánægður með sitt hlutverk við mjaltir og það sé alltaf jafn gaman að mjólka kýrnar þó að þær geti stundum verið þrjóskar. „Það er engin kulnun í starfi eins og kallað er. Það er alveg óþarfi að finna upp þetta nýyrði en það er til gamalt og gott íslenskt orð yfir þetta fyrirbrigði en það var kallað léti hérna í gamla daga,“ segir hann léttur í bragði. Guðni gengur í öll störf í fjósinu og hefur alltaf jafn gaman að umgangast skepnurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kýrnar, eru þær ekki mismunandi karakterar? „Jú heldur betur og það kemur miklu betur í ljós þegar þær eru í lausagöngu þeirra sérstöku einkenni. Þetta eru allt saman sérstakar persónur. Ég hef nú sagt það við hestamenn að hestamennska og kúabúskapur byggjast á nákvæmlega sama atriðinu og það er þetta sálræna samband og þeir viðurkenna það,“ segir Guðni. Á bænum er rekið myndarlegt kúabú en bærinn er í Holtum í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segist helst kvíða því núna ef syni hans dettur í hug að fá sér mjaltaþjón í fjósið. „Já, þá er sjálfhætt, það segir sig sjálft.“ Það vekur sérstaka athygli að Guðni og Margrét Þórðardóttir á Þverlæk eiga sex afkomendur, sem stunda kúabúskap. Þar ber fyrsta að nefna Kristinn son þeirra á Þverlæk og svo bæði börnin hans en það eru þau Berglind, sem er kúabóndi á Hrafnagili í Eyjafirði og Hafsteinn á Þverlæk. Þá eru þrjú önnur barnabörn kúabændur á Suðurlandi en það eru Þorgeir á Selalæk, Guðna á Helluvaði og Sigurður á Búðarhóli. Hér er mynd af hópnum, Guðni og Margrét sitja í forgrunni og síðan eru það frá vinstri, Berglind, Þorgeir, Hafsteinn, Kristinn, Sigurður og Guðni yngri.Aðsend Rangárþing ytra Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Guðni á Þverlæk, sem er bær í Holtunum í Rangárþing ytra er léttur á fæti þrátt fyrir að hann nálgist óðum í að verða níræður. Hann fer í fjós daglega en sonur hann er með myndarlegt kúabú á bænum. Mjaltagrifjan er staðurinn hans Guðna en hann gengur að sjálfsögðu í öll störf í fjósinu. Mjólkurferill Guðna skiptist í fjögur jafn löng tímabil. „Já, það eru handmjaltir fyrst, svo mjaltavél með fötukerfi, síðan mjaltir í rörmjaltakerfi og nú síðast mjaltagryfjan og þetta eru allt saman í kringum tuttugu ára tímabil,“ segir Guðni. Guðni segist mjög ánægður með sitt hlutverk við mjaltir og það sé alltaf jafn gaman að mjólka kýrnar þó að þær geti stundum verið þrjóskar. „Það er engin kulnun í starfi eins og kallað er. Það er alveg óþarfi að finna upp þetta nýyrði en það er til gamalt og gott íslenskt orð yfir þetta fyrirbrigði en það var kallað léti hérna í gamla daga,“ segir hann léttur í bragði. Guðni gengur í öll störf í fjósinu og hefur alltaf jafn gaman að umgangast skepnurnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kýrnar, eru þær ekki mismunandi karakterar? „Jú heldur betur og það kemur miklu betur í ljós þegar þær eru í lausagöngu þeirra sérstöku einkenni. Þetta eru allt saman sérstakar persónur. Ég hef nú sagt það við hestamenn að hestamennska og kúabúskapur byggjast á nákvæmlega sama atriðinu og það er þetta sálræna samband og þeir viðurkenna það,“ segir Guðni. Á bænum er rekið myndarlegt kúabú en bærinn er í Holtum í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni segist helst kvíða því núna ef syni hans dettur í hug að fá sér mjaltaþjón í fjósið. „Já, þá er sjálfhætt, það segir sig sjálft.“ Það vekur sérstaka athygli að Guðni og Margrét Þórðardóttir á Þverlæk eiga sex afkomendur, sem stunda kúabúskap. Þar ber fyrsta að nefna Kristinn son þeirra á Þverlæk og svo bæði börnin hans en það eru þau Berglind, sem er kúabóndi á Hrafnagili í Eyjafirði og Hafsteinn á Þverlæk. Þá eru þrjú önnur barnabörn kúabændur á Suðurlandi en það eru Þorgeir á Selalæk, Guðna á Helluvaði og Sigurður á Búðarhóli. Hér er mynd af hópnum, Guðni og Margrét sitja í forgrunni og síðan eru það frá vinstri, Berglind, Þorgeir, Hafsteinn, Kristinn, Sigurður og Guðni yngri.Aðsend
Rangárþing ytra Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira