Á besta aldri í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. febrúar 2022 08:31 Gott samfélag er samfélag þar sem gott er að eldast; þar sem eldri borgarar eru sjálfs sín ráðandi og taka sjálfir ákvarðanir um eigin mál. Öll eigum við að njóta virðingar, öryggis og tækifæra óháð aldri, kyni, uppruna, fötlun, holdarfari, kynhneygð og svo framvegis. Við viljum búa til borg sem býður upp á kjöraðstæður fyrir heilsusamlegar lífsvenjur fyrir fólk á öllum aldri svo fólk geti viðhaldið góðri heilsu og búið við góð lífsgæði sem lengst. Nýverið samþykktum við fyrstu Velferðarstefnu Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að allir íbúar hafi tækifæri til að lifa með reisn, þannig að borgin okkar sé sannarlega fyrir okkur öll. Þetta skiptir máli þegar talað er um eldri borgara því þó það hljómi stundum í umræðunni eins og þeir séu einsleit hjörð fólks, þá eru þeir það sannarlega ekki heldur fjölbreytilegur hópur með mismunandi óskir og þarfir. Stuðningur og stuð Flest eldra fólk er frískt og þarf sömu þjónustu og fólk á öðrum æviskeiðum. En það er mikilvægt að stuðningur sé aðgengilegur fyrir þau sem hann þurfam til að viðhalda færni og lifa því lífi sem hver og einn kýs. Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu sem tóku gildi um síðustu mánaðarmót setja notanda velferðarþjónu í Reykjavík í fyrsta sæti . Þjónustuþörf verður nú metin í samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Samfylkingin hefur lagt áherslu á nýsköpun og þróun til að efla samfélagsþátttöku og virkni eldra fólks og það höfum við gert í Reykjavík t.a.m með þróun á tæknilæsi og notkun velferðartækni og þróun félagsmiðstöðva yfir í samfélagshús þar sem öll eru velkomin. Við viljum að fólk fái heilsusamlegan og góðan mat bæði heimsendan og í þeim 17 félagsmiðstöðvum eldri borgara sem borgin rekur víðsvegar um borgina. Í samræmi við Matarstefnu Reykjavíkur er unnið að því að auka val á milli rétta og færa matargerð nær matargestum í félagsmiðstöðvum. Einstaklingsmiðuð þjónusta heim Í Reykjavík höfum við síðustu ár tekið stór skref í samþættingu stuðningsþjónustu, heimahjúkrunar, endurhæfingu í heimahúsi, heimsendingu máltíða og akstursþjónustu. Það þýðir að þeir sem veita þjónustuna vinna saman að því að hún sé sem best. Við viljum halda áfram á þeirri braut meðal annars með því að mynda fleiri sérhæfð teymi sem sérhæfa sig í þjónustu við fólk t.a.m með heilabilun, eldra fólk sem notar vímuefni, þolendur ofbeldis, fólk af erlendum uppruna og langveika svo eitthvað sé nefnt. Við erum líka með tilraunaverkefni til að styðja betur við fjöldkyldur fólks með heilabilun og ég er sannfærð um að það á eftir að festa sig í sessi. Ef heilsu fólks hrakar þarf meiri þjónusta við hæfi hvers og eins að standa til boða. Reykjavíkurborg rekur á fjórða hundrað þjónustuíbúðir og áfram þarf að standa að markvissri uppbyggingu á þjónustuúrræðum eins og dagdvöl, hvíldarinnlögnum og hjúkrunarrýmum í samstarfi við ríkið. Þar mun ekki stranda á okkur. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Félagsmál Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Gott samfélag er samfélag þar sem gott er að eldast; þar sem eldri borgarar eru sjálfs sín ráðandi og taka sjálfir ákvarðanir um eigin mál. Öll eigum við að njóta virðingar, öryggis og tækifæra óháð aldri, kyni, uppruna, fötlun, holdarfari, kynhneygð og svo framvegis. Við viljum búa til borg sem býður upp á kjöraðstæður fyrir heilsusamlegar lífsvenjur fyrir fólk á öllum aldri svo fólk geti viðhaldið góðri heilsu og búið við góð lífsgæði sem lengst. Nýverið samþykktum við fyrstu Velferðarstefnu Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að allir íbúar hafi tækifæri til að lifa með reisn, þannig að borgin okkar sé sannarlega fyrir okkur öll. Þetta skiptir máli þegar talað er um eldri borgara því þó það hljómi stundum í umræðunni eins og þeir séu einsleit hjörð fólks, þá eru þeir það sannarlega ekki heldur fjölbreytilegur hópur með mismunandi óskir og þarfir. Stuðningur og stuð Flest eldra fólk er frískt og þarf sömu þjónustu og fólk á öðrum æviskeiðum. En það er mikilvægt að stuðningur sé aðgengilegur fyrir þau sem hann þurfam til að viðhalda færni og lifa því lífi sem hver og einn kýs. Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu sem tóku gildi um síðustu mánaðarmót setja notanda velferðarþjónu í Reykjavík í fyrsta sæti . Þjónustuþörf verður nú metin í samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Samfylkingin hefur lagt áherslu á nýsköpun og þróun til að efla samfélagsþátttöku og virkni eldra fólks og það höfum við gert í Reykjavík t.a.m með þróun á tæknilæsi og notkun velferðartækni og þróun félagsmiðstöðva yfir í samfélagshús þar sem öll eru velkomin. Við viljum að fólk fái heilsusamlegan og góðan mat bæði heimsendan og í þeim 17 félagsmiðstöðvum eldri borgara sem borgin rekur víðsvegar um borgina. Í samræmi við Matarstefnu Reykjavíkur er unnið að því að auka val á milli rétta og færa matargerð nær matargestum í félagsmiðstöðvum. Einstaklingsmiðuð þjónusta heim Í Reykjavík höfum við síðustu ár tekið stór skref í samþættingu stuðningsþjónustu, heimahjúkrunar, endurhæfingu í heimahúsi, heimsendingu máltíða og akstursþjónustu. Það þýðir að þeir sem veita þjónustuna vinna saman að því að hún sé sem best. Við viljum halda áfram á þeirri braut meðal annars með því að mynda fleiri sérhæfð teymi sem sérhæfa sig í þjónustu við fólk t.a.m með heilabilun, eldra fólk sem notar vímuefni, þolendur ofbeldis, fólk af erlendum uppruna og langveika svo eitthvað sé nefnt. Við erum líka með tilraunaverkefni til að styðja betur við fjöldkyldur fólks með heilabilun og ég er sannfærð um að það á eftir að festa sig í sessi. Ef heilsu fólks hrakar þarf meiri þjónusta við hæfi hvers og eins að standa til boða. Reykjavíkurborg rekur á fjórða hundrað þjónustuíbúðir og áfram þarf að standa að markvissri uppbyggingu á þjónustuúrræðum eins og dagdvöl, hvíldarinnlögnum og hjúkrunarrýmum í samstarfi við ríkið. Þar mun ekki stranda á okkur. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun