Dýrið ekki tilnefnt til Óskarsverðlaunanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 13:38 Dýrið fjallar um sauðfjárbændurnar Maríu (Noomi Rapace) og Ingvar (Hilmir Snær Guðnason) sem búa í fögrum en afskekktum dal. Dýrið Íslenska kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hlaut ekki Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. Tilbefningarnar til Óskarsins voru tilkynntar í beinni útsendingu á Youtube síðu verðlaunahátíðarinnar. Myndirnar sem tilnefndar eru í flokknum eru Drive My Car, Flee, The Hand of God, The Worst Person in the World og Lunana: A Yak in the Classroom. Kvikmyndin Dýrið, sem ber nafnið Lamb á erlendri grundu, var framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022 og komst á 15 mynda stuttlista fyrir verðlaunin. Því miður komst myndin ekki alla leið á Óskarinn en hátíðin sjálf fer fram 27. mars. Þar til í dag gátu meðlimir Óskarsakademíunnar kosið um hvaða myndir yrðu tilnefndar og svo verður það aftur í höndum akademíunnar að hverjir hljóta verðlaunin. Dýrið hefur hlotið lof gagnrýnenda erlendis og fékk til að mynda verðlaun fyrir frumlegustu kvikmyndina á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Stilla úr myndinni Dýrið eða Lamb. Hér má sjá leikkionuna Naomi Rapace.Dýrið Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Myndin er framleidd af Hrönn Kristinsdóttur og Sara Nassim fyrir Go to Sheep, í samvinnu við sænska og pólska framleiðendur. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk Noomi fara þeir Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson með aðalhlutverk í myndinni. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Eli Arenson og Agnieszka Glińska sér um klippingu myndarinnar. Þórarinn Guðnason samdi tónlist myndarinnar og hljóðhönnun er í höndum Ingvars Lundberg og Björns Viktorssonar. Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu. Hilmir Snær Guðnason, Valdimar Jóhannsson, Noomir Rapace og Björn Hlynur Haraldsson á rauða dreglinum í Cannes áður en Dýrið var frumsýnt.Getty/Daniele Venturelli Kvikmyndin Dýrið var fyrst valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Valið var tilkynnt í október á síðasta ári. Óskarsakademían tilkynnti svo í desember að Dýrið væri ein fimmtán mynda sem sem ættu möguleika á Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. 92 kvikmyndir í fullri lengd komu til greina frá jafn mörgum ríkjum svo aðstandendur myndarinnar voru skiljanlega í skýjunum með fréttirnar. „Þegar kom á daginn að við hefðum verið valin var það alveg æðislegt. Það var smá adrenalínsjokk hjá öllum.“ sagði Sara Nassim, annar framleiðandi Dýrsins, í samtali við fréttastofu þegar valið var tilkynnt. „Það er virkilega stór sigur og mjög ánægulegt fyrir alla sem tóku þátt í verkefninu og voru með okkur. Og kannski sérstaklega Valda, sem er að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd. Það er auðvitað alveg frábært. Ég tala nú ekki um alla aðstandendur myndarinnar, sem eiga þátt í þessari velgengni.“ Óskarsverðlaunin verða afhent þann 27. mars næstkomandi. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og fyrir afhendinguna verður hægt að fylgjast með stjörnunum mæta á rauða dregilinn á Stöð 2 Vísi. Umfjöllun okkar um tilnefningarnar má finna HÉR á Lífinu á Vísi. Stikluna fyrir myndina Dýrið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Hollywood Tengdar fréttir Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24 Í adrenalínsjokki þegar Dýrið komst á lista Óskarsakademíunnar Framleiðandi kvikmyndarinnar Dýrsins segist í skýjunum með að kvikmyndin sé ein fimmtán mynda sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. Það sé alltaf ánægjulegt þegar Íslendingar njóti velgengni erlendis. 22. desember 2021 15:00 Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 18. október 2021 12:34 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tilbefningarnar til Óskarsins voru tilkynntar í beinni útsendingu á Youtube síðu verðlaunahátíðarinnar. Myndirnar sem tilnefndar eru í flokknum eru Drive My Car, Flee, The Hand of God, The Worst Person in the World og Lunana: A Yak in the Classroom. Kvikmyndin Dýrið, sem ber nafnið Lamb á erlendri grundu, var framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022 og komst á 15 mynda stuttlista fyrir verðlaunin. Því miður komst myndin ekki alla leið á Óskarinn en hátíðin sjálf fer fram 27. mars. Þar til í dag gátu meðlimir Óskarsakademíunnar kosið um hvaða myndir yrðu tilnefndar og svo verður það aftur í höndum akademíunnar að hverjir hljóta verðlaunin. Dýrið hefur hlotið lof gagnrýnenda erlendis og fékk til að mynda verðlaun fyrir frumlegustu kvikmyndina á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Stilla úr myndinni Dýrið eða Lamb. Hér má sjá leikkionuna Naomi Rapace.Dýrið Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Myndin er framleidd af Hrönn Kristinsdóttur og Sara Nassim fyrir Go to Sheep, í samvinnu við sænska og pólska framleiðendur. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk Noomi fara þeir Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson með aðalhlutverk í myndinni. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Eli Arenson og Agnieszka Glińska sér um klippingu myndarinnar. Þórarinn Guðnason samdi tónlist myndarinnar og hljóðhönnun er í höndum Ingvars Lundberg og Björns Viktorssonar. Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu. Hilmir Snær Guðnason, Valdimar Jóhannsson, Noomir Rapace og Björn Hlynur Haraldsson á rauða dreglinum í Cannes áður en Dýrið var frumsýnt.Getty/Daniele Venturelli Kvikmyndin Dýrið var fyrst valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Valið var tilkynnt í október á síðasta ári. Óskarsakademían tilkynnti svo í desember að Dýrið væri ein fimmtán mynda sem sem ættu möguleika á Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. 92 kvikmyndir í fullri lengd komu til greina frá jafn mörgum ríkjum svo aðstandendur myndarinnar voru skiljanlega í skýjunum með fréttirnar. „Þegar kom á daginn að við hefðum verið valin var það alveg æðislegt. Það var smá adrenalínsjokk hjá öllum.“ sagði Sara Nassim, annar framleiðandi Dýrsins, í samtali við fréttastofu þegar valið var tilkynnt. „Það er virkilega stór sigur og mjög ánægulegt fyrir alla sem tóku þátt í verkefninu og voru með okkur. Og kannski sérstaklega Valda, sem er að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd. Það er auðvitað alveg frábært. Ég tala nú ekki um alla aðstandendur myndarinnar, sem eiga þátt í þessari velgengni.“ Óskarsverðlaunin verða afhent þann 27. mars næstkomandi. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og fyrir afhendinguna verður hægt að fylgjast með stjörnunum mæta á rauða dregilinn á Stöð 2 Vísi. Umfjöllun okkar um tilnefningarnar má finna HÉR á Lífinu á Vísi. Stikluna fyrir myndina Dýrið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Hollywood Tengdar fréttir Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24 Í adrenalínsjokki þegar Dýrið komst á lista Óskarsakademíunnar Framleiðandi kvikmyndarinnar Dýrsins segist í skýjunum með að kvikmyndin sé ein fimmtán mynda sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. Það sé alltaf ánægjulegt þegar Íslendingar njóti velgengni erlendis. 22. desember 2021 15:00 Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 18. október 2021 12:34 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24
Í adrenalínsjokki þegar Dýrið komst á lista Óskarsakademíunnar Framleiðandi kvikmyndarinnar Dýrsins segist í skýjunum með að kvikmyndin sé ein fimmtán mynda sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. Það sé alltaf ánægjulegt þegar Íslendingar njóti velgengni erlendis. 22. desember 2021 15:00
Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 18. október 2021 12:34