Colbert grínast með McDonalds-borgarann hans Hjartar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 17:40 Colbert velti mikið fyrir sér þessum þrettán ára gamla íslenska McDonalds hamborgara. Skjáskot Síðasti McDonalds hamborgarinn, sem keyptur var á Íslandi, hefur vakið mikla athygli utan landssteinanna að undanförnu. Eftir að ferðatímaritið Atlas Obscura fjallaði um hamborgarann, sem var keyptur 31. október 2009, hefur borgarinn fangað athygli ýmissa framámanna. McDonalds hamborgarinn, sá síðasti sem keyptur var á Íslandi og er enn til í dag, er tæplega þrettán ára gamall. Eftir að hafa verið geymdur á Þjóðminjasafninu um nokkurt skeið, svo á gistiheimilinu Bus hostel Reykjavík, er hamborgarinn nú til sýnis á gistiheimilinu Snotru í Þykkvabæ. Hjörtur Smárason keypti hamborgarann daginn áður en síðustu veitingastaðir McDonalds lokuðu hér á landi í kjölfar Hrunsins. Fram kemur í grein Atlas Obscura að þremur árum eftir kaupin hafi hann fundið hamborgarann í poka úti í bílskúr. Hann hafi verið að taka þar til, fundið línuskauta og fleira dót sem mýs höfðu nagað sig í gegn um en við hliðina á gegnumnöguðum línuskautum lá óhreifður McDonaldspoki, sem mýsnar höfðu ekki virt viðlits. Haldandi að hamborgarinn og franskarnar væru myglaðar, eftir þriggja ára legu úti í bílskúr, kom á daginn að maturinn leit út sem hann hefði verið keyptur sama dag. Það sama má segja núna, tæpum þrettán árum síðar, en svo virðist sem tímans tönn hafi ekki náð tökum á hamborgaranum. Þetta vakti athygli bandaríska spjallþáttastjórnandans Steven Colbert en hann fjallaði um hamborgarann í þætti sínum sem fór í loftið 1. febrúar síðastliðinn. „Horfiði á þetta! Þetta var keypt árið 2009. Þú verður að velta fyrir þér því sem þú borðar þegar þú getur horft á matinn þrettán árum síðar og sagt: Þú ert alveg jafn fallegur og daginn sem ég kynntist þér,“ segir Colbert áður en hann veltir fyrir sér vali músanna, sem litu fram hjá hamborgaranum og nöguðu frekar línuskautana. „Þannig að mýsnar fundu poka af McDonalds en vildu frekar borða línuskautana. Það útskýrir af hverju McDonalds breytti slagorðinu sínu úr „Ég elska það“ yfir í „viðurkennt sem matur af að minnsta kosti einni dýrategund“,“ segir Colbert í gríni. Innslag Colbert um hamborgarann hefst í kring um fimmtu mínútu í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Matur Hollywood Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
McDonalds hamborgarinn, sá síðasti sem keyptur var á Íslandi og er enn til í dag, er tæplega þrettán ára gamall. Eftir að hafa verið geymdur á Þjóðminjasafninu um nokkurt skeið, svo á gistiheimilinu Bus hostel Reykjavík, er hamborgarinn nú til sýnis á gistiheimilinu Snotru í Þykkvabæ. Hjörtur Smárason keypti hamborgarann daginn áður en síðustu veitingastaðir McDonalds lokuðu hér á landi í kjölfar Hrunsins. Fram kemur í grein Atlas Obscura að þremur árum eftir kaupin hafi hann fundið hamborgarann í poka úti í bílskúr. Hann hafi verið að taka þar til, fundið línuskauta og fleira dót sem mýs höfðu nagað sig í gegn um en við hliðina á gegnumnöguðum línuskautum lá óhreifður McDonaldspoki, sem mýsnar höfðu ekki virt viðlits. Haldandi að hamborgarinn og franskarnar væru myglaðar, eftir þriggja ára legu úti í bílskúr, kom á daginn að maturinn leit út sem hann hefði verið keyptur sama dag. Það sama má segja núna, tæpum þrettán árum síðar, en svo virðist sem tímans tönn hafi ekki náð tökum á hamborgaranum. Þetta vakti athygli bandaríska spjallþáttastjórnandans Steven Colbert en hann fjallaði um hamborgarann í þætti sínum sem fór í loftið 1. febrúar síðastliðinn. „Horfiði á þetta! Þetta var keypt árið 2009. Þú verður að velta fyrir þér því sem þú borðar þegar þú getur horft á matinn þrettán árum síðar og sagt: Þú ert alveg jafn fallegur og daginn sem ég kynntist þér,“ segir Colbert áður en hann veltir fyrir sér vali músanna, sem litu fram hjá hamborgaranum og nöguðu frekar línuskautana. „Þannig að mýsnar fundu poka af McDonalds en vildu frekar borða línuskautana. Það útskýrir af hverju McDonalds breytti slagorðinu sínu úr „Ég elska það“ yfir í „viðurkennt sem matur af að minnsta kosti einni dýrategund“,“ segir Colbert í gríni. Innslag Colbert um hamborgarann hefst í kring um fimmtu mínútu í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Matur Hollywood Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira