Hvað ef húsfélagið ræðst ekki í nauðsynlegar viðgerðir? Tinna Andrésdóttir skrifar 11. febrúar 2022 08:31 Athafnaleysi húsfélagsins Húseigendafélagið fær oft til sín úrræðalausa eigendur í leit að ráðum vegna skemmda inn í séreign sinni sem rekja má til sameignar. Utanaðkomandi leki er gott dæmi enda mjög algengur hér á landi í þeim veðrum og vindum sem við erum svo heppin að búa við. Ef lekur inn í íbúð efstu hæðar frá þaki hússins er það húsfélagið sem á að bregðast við og ráða til sín verktaka í viðgerðir á þakinu. Eigandi íbúðarinnar þarf þá að byrja á því að tilkynna stjórn um lekann sem boða á til húsfundar í kjölfarið þar sem viðgerðir eru samþykktar. Ef enginn starfandi stjórn er í húsinu þá hafa einstakir eigendur heimild til þess að boða til húsfundar. Oft og tíðum er nauðsynlegt að fá fagaðila til að framkvæma úttekt á húsinu með það að markmiði að finna upptök lekans. Því næst er aflað tilboða í verkið og það lagt fyrir húsfund til samþykktar. Samþykki húsfundur hins vegar ekki nauðsynlegar framkvæmdir vandast málið, en samþykki einfalds meirihluta er áskilið samkvæmt lögum um fjöleignarhús. Sama á við ef stjórn bregst ekki við og boðar ekki til húsfundar þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Í 38. gr. laga um fjöleignarhús er kveðið á um heimild einstakra eigenda til að ráðast í nauðsynlegar viðgerðir á sameign á kostnað allra þrátt fyrir að samþykki húsfundar liggi ekki fyrir. Eigandinn þarf þó að uppfylla ákveðin skilyrði áður en ráðist er í framkvæmdir. Fyrst þarf eigandinn að afla sönnunar á nauðsyn viðgerðarinnar, umfangi hennar og kostnaði við hana. Það er gert með því að fá fagaðila til að framkvæma úttekt og gera kostnaðaráætlun. Þegar þau gögn liggja fyrir er send áskorun með sannarlegum hætti (með ábyrgðarpósti) á stjórn húsfélagsins um að bregðast við, boða til húsfundar og samþykkja viðgerðir. Verði ekki brugðist við áskorun þeirri innan sanngjarns frests (t.d. tveggja vikna) þarf eigandinn að senda aðra áskorun á stjórnina, sama efnis. Verði ekki brugðist við síðari áskoruninni hefur eigandinn heimild til að ráðast í framkvæmdir á kostnað húsfélagsins þó að samþykki fyrir þeim hafi ekki fengist. Nauðsynlegt er að sendar séu tvær áskoranir en í téðri lagagrein er orðalagið áskoranir í fleirtölunotað. Mikilvægt er að gætt sé að áðurnefndum skilyrðum þannig að aðrir eigendur hússins séu bundnir greiðsluskyldu. Verði það ekki gert geta eigendur hafnað greiðsluskyldu og eigandi íbúðarinnar situr einn uppi með kostnaðinn. Neyðarréttur Ef lögn springur og vatn flæðir um íbúðina og málið þolir augljóslega ekki bið, hefur eigandi heimild til að kalla til fagaðila og láta framkvæma viðgerðir á kostnað húsfélagsins þó að kostnaður sá hafi ekki verið borinn undir húsfélagið til samþykktar. Þetta er aðeins heimilt til að koma í veg fyrir yfirvofandi tjón sbr. 37. gr. sömu laga. Þar segir jafnframt að eigandinn þurfi að gæta þess að slíkar ráðstafanir verði ekki umfangsmeiri og kostnaðarsamari en nauðsyn krefur. Réttast væri þá að ráðast í bráðabirgðaviðgerðir strax og bíða með umfangsmeiri viðgerðir þar til húsfundur hefur samþykkt þær. Þeir íbúðareigendur sem ráðast á eigin forsendum í framkvæmdir og vilja fá húsfélagið til að greiða kostnaðinn eftir að framkvæmdir eru hafnar eða þeim lokið, reyna oft að bera fyrir sig neyðarréttinn sbr. 37. gr. laganna. Mikilvægt er að hafa í huga að hann á aðeins við þegar um neyðartilvik er að ræða, líkt og þegar lögn springur, hlutar húss fjúka í vondu veðri o.s. frv. Ekki þegar lekið hefur inn í langan tíma og skyndilega ákveður eigandinn að bregðast við og hefja framkvæmdir. Í þeim tilvikum er eðlilegt að fyrst sé boðað til húsfundar og nauðsynlegar viðgerðir samþykktar. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Athafnaleysi húsfélagsins Húseigendafélagið fær oft til sín úrræðalausa eigendur í leit að ráðum vegna skemmda inn í séreign sinni sem rekja má til sameignar. Utanaðkomandi leki er gott dæmi enda mjög algengur hér á landi í þeim veðrum og vindum sem við erum svo heppin að búa við. Ef lekur inn í íbúð efstu hæðar frá þaki hússins er það húsfélagið sem á að bregðast við og ráða til sín verktaka í viðgerðir á þakinu. Eigandi íbúðarinnar þarf þá að byrja á því að tilkynna stjórn um lekann sem boða á til húsfundar í kjölfarið þar sem viðgerðir eru samþykktar. Ef enginn starfandi stjórn er í húsinu þá hafa einstakir eigendur heimild til þess að boða til húsfundar. Oft og tíðum er nauðsynlegt að fá fagaðila til að framkvæma úttekt á húsinu með það að markmiði að finna upptök lekans. Því næst er aflað tilboða í verkið og það lagt fyrir húsfund til samþykktar. Samþykki húsfundur hins vegar ekki nauðsynlegar framkvæmdir vandast málið, en samþykki einfalds meirihluta er áskilið samkvæmt lögum um fjöleignarhús. Sama á við ef stjórn bregst ekki við og boðar ekki til húsfundar þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Í 38. gr. laga um fjöleignarhús er kveðið á um heimild einstakra eigenda til að ráðast í nauðsynlegar viðgerðir á sameign á kostnað allra þrátt fyrir að samþykki húsfundar liggi ekki fyrir. Eigandinn þarf þó að uppfylla ákveðin skilyrði áður en ráðist er í framkvæmdir. Fyrst þarf eigandinn að afla sönnunar á nauðsyn viðgerðarinnar, umfangi hennar og kostnaði við hana. Það er gert með því að fá fagaðila til að framkvæma úttekt og gera kostnaðaráætlun. Þegar þau gögn liggja fyrir er send áskorun með sannarlegum hætti (með ábyrgðarpósti) á stjórn húsfélagsins um að bregðast við, boða til húsfundar og samþykkja viðgerðir. Verði ekki brugðist við áskorun þeirri innan sanngjarns frests (t.d. tveggja vikna) þarf eigandinn að senda aðra áskorun á stjórnina, sama efnis. Verði ekki brugðist við síðari áskoruninni hefur eigandinn heimild til að ráðast í framkvæmdir á kostnað húsfélagsins þó að samþykki fyrir þeim hafi ekki fengist. Nauðsynlegt er að sendar séu tvær áskoranir en í téðri lagagrein er orðalagið áskoranir í fleirtölunotað. Mikilvægt er að gætt sé að áðurnefndum skilyrðum þannig að aðrir eigendur hússins séu bundnir greiðsluskyldu. Verði það ekki gert geta eigendur hafnað greiðsluskyldu og eigandi íbúðarinnar situr einn uppi með kostnaðinn. Neyðarréttur Ef lögn springur og vatn flæðir um íbúðina og málið þolir augljóslega ekki bið, hefur eigandi heimild til að kalla til fagaðila og láta framkvæma viðgerðir á kostnað húsfélagsins þó að kostnaður sá hafi ekki verið borinn undir húsfélagið til samþykktar. Þetta er aðeins heimilt til að koma í veg fyrir yfirvofandi tjón sbr. 37. gr. sömu laga. Þar segir jafnframt að eigandinn þurfi að gæta þess að slíkar ráðstafanir verði ekki umfangsmeiri og kostnaðarsamari en nauðsyn krefur. Réttast væri þá að ráðast í bráðabirgðaviðgerðir strax og bíða með umfangsmeiri viðgerðir þar til húsfundur hefur samþykkt þær. Þeir íbúðareigendur sem ráðast á eigin forsendum í framkvæmdir og vilja fá húsfélagið til að greiða kostnaðinn eftir að framkvæmdir eru hafnar eða þeim lokið, reyna oft að bera fyrir sig neyðarréttinn sbr. 37. gr. laganna. Mikilvægt er að hafa í huga að hann á aðeins við þegar um neyðartilvik er að ræða, líkt og þegar lögn springur, hlutar húss fjúka í vondu veðri o.s. frv. Ekki þegar lekið hefur inn í langan tíma og skyndilega ákveður eigandinn að bregðast við og hefja framkvæmdir. Í þeim tilvikum er eðlilegt að fyrst sé boðað til húsfundar og nauðsynlegar viðgerðir samþykktar. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar