Létu skort á öldruðum sauðfjárbændum ekki á sig fá Eiður Þór Árnason skrifar 13. febrúar 2022 10:01 Safa Jemai, Gamithra Marga og Atli Jasonarson vilja hjálpa fólki að taka næsta skrefið í íslenskunáminu. Aðsend Fólkið á bak við TVÍK, tæknivædda íslenskukennarann, vill umbylta tungumálakennslu og hjálpa fleirum að þora að tala íslensku. Teymið skipar Gamithra Marga, Safa Jemai og Atli Jasonarson en þau unnu nýverið nýsköpunarkeppnina Gulleggið. Hugmyndin hefur tekið miklum breytingum frá því hún kviknaði fyrst út frá reynslu Gamithra sem lærði íslensku á meðan hún dvaldi hjá gömlum sauðfjárbændum í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Gamithra segir að mörg tungumálaforrit á borð við Duolingo, Memrise og Icelandic Online séu góð í því að kenna orðaforða og málfræði en dugi skammt þegar kemur að því að hjálpa fólki að tala málið. „Það er ekki einfalt að þora að taka áhættuna, byrja að spjalla og byrja að tala nýtt tungumál. Það er einmitt þar sem flestir sem læra íslensku og önnur tungumál eru fastir. Þau skilja alveg en þora ekki að taka skrefið að tala. Það er þetta bil sem við erum að reyna að brúa,“ segir hún í samtali við Vísi. Horfa má á kynninguna sem tryggði teyminu Gulleggið 2022 í spilaranum hér fyrir neðan. Spjallmenni sem talar og skrifar íslensku Hugmyndin er að þróa svokallað spjallmenni sem aðlagar sig að námshraða nemenda og hjálpar notendum að læra íslensku í gegnum samtöl. Með spjallmenni er átt við hugbúnað sem notar gervigreind til að svara fyrirspurnum og halda uppi samræðum. Margir kannast við hafa notað spjallmenni á vefsíðum hinna ýmsu fyrirtækja en TVÍK á einnig að geta hlustað á framburð fólks og komið með ábendingar ef svo þarf. Svona gæti TVÍK litið út.Aðsend Á þessu stigi málsins er TVÍK fyrst og fremst vel útfærð hugmynd sem teymið segir greinilega eftirspurn eftir. Þróunin sjálf er skammt á veg komin og er næsta skref að sækja frekari fjármögnun og fara á fulla ferð í forritunarvinnuna. Þremenningarnir á bak við TVÍK ættu ekki að eiga í miklum vandræðum með það en öll hafa þau komið nálægt hugbúnaðarþróun. Atli er með BA-gráðu í íslensku, meistaragráðu í máltækni og þróaði tölvuleikinn Málfróða sem safnar gögnum fyrir íslenska máltækni. Safa er með gráðu í hugbúnaðarverkfræði, hefur tekið þátt í þróun íslenskrar máltækni og stýrir eigin hugbúnaðarfyrirtæki sem ber nafnið Víkonnekt. Sjálf byrjaði Gamithra að forrita þegar hún var einungis þrettán ára gömul og hefur verið virk í nýsköpun og vöruhönnun um langt skeið. „Við erum komin með teymið, hugmyndina, vitum hvað við erum að gera og við þurfum bara að finna út hvernig og hvenær,“ segir Gamithra en hún á von á því að þau muni vinna að verkefninu samhliða dagvinnunni, hið minnsta til að byrja með. Byggja á opinni tækni og gagnasöfnum TVÍK mun byggja á opnum íslenskum máltæknilausnum sem hafa til að mynda verið þróaðar undir hatti Almannaróms og máltækniáætlunar stjórnvalda. Á síðustu árum hafa meðal annars verið þróaðir talgervlar sem lesa upp íslensku, talgreinar sem skilja talaða íslensku og hugbúnaður sem leiðréttir stafsetningu og málfar. Allt er þetta opinn og frír hugbúnaður sem hver sem er getur nýtt í vöruþróun sína. Gamithra segir að grunnhugmyndin að baki TVÍK hafi verið til staðar lengi en stutt sé síðan hópurinn hafi ákveðið að ráðast í verkefnið og taka þátt í Gullegginu. „Við bjuggumst ekki við að vinna þetta og nú erum við eiginlega búin að lofa samfélaginu að gera þetta.“ Sigurinn hafi sýnt að teymið sé á réttri leið og greinilegur áhugi á hugmyndinni. „Þessar síðustu vikur eru búnar að sanna að þetta er eitthvað sem fólk vill. Við erum líka búin að fá einkaskilaboð frá fólki sem vill byrja að nota þetta og það er svo leiðinlegt að þurfa að segja þeim að við séum ekki komin með lausnina. Við erum rétt svo byrjuð að þróa.“ Vilja eiga í samstarfi við atvinnurekendur Í fyrstu hyggst teymið beina sjónum sínum að atvinnuveitendum sem vilja hjálpa starfsmönnum sínum að læra íslensku. Þá er langtímamarkmiðið að geta boðið öllum grunnskólanemum sem eru af erlendu bergi brotnir að nota TVÍK að kostnaðarlausu. Í framtíðinni vonast teymið til að geta bætt við fleiri tungumálum en fyrst hyggjast þau einbeita sér að örtungumálinu. „Á Íslandi er pínulítill markaður en okkur finnst langeinfaldast að byrja hér því við erum með sérþekkingu í okkar teymi þegar kemur að íslensku,“ segir Gamithra. Þá séu máltækniinnviðirnir hér til staðar. TVÍK mun ekki bara notast við skrifleg svör heldur einnig munnleg.Aðsend Erfitt að fá nógu marga bændur Gamithra segir að TVÍK spretti upp úr upplifun hennar og Safa af því að læra íslensku. Verkefnið snúist í raun um að leyfa fleirum að njóta góðs af þeirra reynslu. Gamithra er upprunalega frá Eistlandi og kom fyrst til Íslands árið 2017 en Safa kemur frá Túnis og kom fyrst til landsins árið 2018. „Það hefur allt með þetta að gera. Þessi hugmynd og verkefni er bara okkar tilraun til að sjálfvirknivæða okkar reynslu. Ég lærði íslensku hjá kindabændum í Aðaldal og fyrsta hugmyndin var bara að reyna að tengja fólk við kindabændur einhvers staðar úti á landi og þannig fá fleiri til að læra íslensku,“ segir Gamithra. Hún hafi þó fljótlega áttað sig á því að það gæti reynst erfitt veita stórum hópi þá þjónustu og finna nóg af bændum fyrir alla. „Ég hugsaði að við hljótum að geta notað tæknina í þetta. Næsta hugmynd var að fá sjálfboðaliða eða menntaskólanema til að spjalla við fólk í gegnum eitthvað app og svo varð nýjasta útgáfan af hugmyndinni að sjálfvirknivæða þetta alveg og vera bara með spjallmenni sem spjallar frekar en fólk.“ Frönskunámið víti til varnaðar Gamithra leggur áherslu á að mikill munur sé annars vegar á óvirkri tungumálakennslu og hins vegar virkri málnotkun. Því til stuðnings rifjar hún upp persónulega reynslu sem margir tengja eflaust við. „Ég byrjaði að læra frönsku í grunnskóla og lærði frönsku í níu ár en tala í dag enga frönsku. Ég kannski þekki einhver ákveðin orð, en ég hef aldrei farið til Frakklands, og það festist ekkert.“ „Svo kom ég til Íslands og var komin með samræðufærni á nokkrum mánuðum. Þetta snýst allt um að nota tungumálið, ekki bara óvirka kennslu,“ segir Gamithra. Hún hafi snemma neyðst til að tala málið þar sem engin enskukunnátta var á bænum í Aðaldal. Gamithra segir að hefðbundið tungumálanám dugi ekki alltaf til þess að fólk treysti sér til að tala málið.Aðsend Ekki að fara í samkeppni við Duolingo Gamithra telur að þrátt fyrir að mikið framboð sé af þjónustum sem hjálpi fólki að læra tungumál þýði það ekki að TVÍK fari í beina samkeppni við risa á borð við Duolingo. „Við erum að targeta svolítið annað skref. Það væri líka gott að geta lagt þennan grunn eins og Duolingo gerir, að kenna orð og málfræði, en við erum að taka þetta næsta skref sem er að taka það sem fólk er búið að læra og virkilega byrja að nota það. Þetta er frekar skrefið sem vantar mest eftir Duolingo.“ Nýsköpun Tækni Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir TVÍK hlaut Gulleggið 2022 Teymið á bak við TVÍK, eða tæknivædda íslenskukennarann, vann Gulleggið 2022, elstu frumkvöðlakeppni landsins. 4. febrúar 2022 21:05 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hugmyndin hefur tekið miklum breytingum frá því hún kviknaði fyrst út frá reynslu Gamithra sem lærði íslensku á meðan hún dvaldi hjá gömlum sauðfjárbændum í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Gamithra segir að mörg tungumálaforrit á borð við Duolingo, Memrise og Icelandic Online séu góð í því að kenna orðaforða og málfræði en dugi skammt þegar kemur að því að hjálpa fólki að tala málið. „Það er ekki einfalt að þora að taka áhættuna, byrja að spjalla og byrja að tala nýtt tungumál. Það er einmitt þar sem flestir sem læra íslensku og önnur tungumál eru fastir. Þau skilja alveg en þora ekki að taka skrefið að tala. Það er þetta bil sem við erum að reyna að brúa,“ segir hún í samtali við Vísi. Horfa má á kynninguna sem tryggði teyminu Gulleggið 2022 í spilaranum hér fyrir neðan. Spjallmenni sem talar og skrifar íslensku Hugmyndin er að þróa svokallað spjallmenni sem aðlagar sig að námshraða nemenda og hjálpar notendum að læra íslensku í gegnum samtöl. Með spjallmenni er átt við hugbúnað sem notar gervigreind til að svara fyrirspurnum og halda uppi samræðum. Margir kannast við hafa notað spjallmenni á vefsíðum hinna ýmsu fyrirtækja en TVÍK á einnig að geta hlustað á framburð fólks og komið með ábendingar ef svo þarf. Svona gæti TVÍK litið út.Aðsend Á þessu stigi málsins er TVÍK fyrst og fremst vel útfærð hugmynd sem teymið segir greinilega eftirspurn eftir. Þróunin sjálf er skammt á veg komin og er næsta skref að sækja frekari fjármögnun og fara á fulla ferð í forritunarvinnuna. Þremenningarnir á bak við TVÍK ættu ekki að eiga í miklum vandræðum með það en öll hafa þau komið nálægt hugbúnaðarþróun. Atli er með BA-gráðu í íslensku, meistaragráðu í máltækni og þróaði tölvuleikinn Málfróða sem safnar gögnum fyrir íslenska máltækni. Safa er með gráðu í hugbúnaðarverkfræði, hefur tekið þátt í þróun íslenskrar máltækni og stýrir eigin hugbúnaðarfyrirtæki sem ber nafnið Víkonnekt. Sjálf byrjaði Gamithra að forrita þegar hún var einungis þrettán ára gömul og hefur verið virk í nýsköpun og vöruhönnun um langt skeið. „Við erum komin með teymið, hugmyndina, vitum hvað við erum að gera og við þurfum bara að finna út hvernig og hvenær,“ segir Gamithra en hún á von á því að þau muni vinna að verkefninu samhliða dagvinnunni, hið minnsta til að byrja með. Byggja á opinni tækni og gagnasöfnum TVÍK mun byggja á opnum íslenskum máltæknilausnum sem hafa til að mynda verið þróaðar undir hatti Almannaróms og máltækniáætlunar stjórnvalda. Á síðustu árum hafa meðal annars verið þróaðir talgervlar sem lesa upp íslensku, talgreinar sem skilja talaða íslensku og hugbúnaður sem leiðréttir stafsetningu og málfar. Allt er þetta opinn og frír hugbúnaður sem hver sem er getur nýtt í vöruþróun sína. Gamithra segir að grunnhugmyndin að baki TVÍK hafi verið til staðar lengi en stutt sé síðan hópurinn hafi ákveðið að ráðast í verkefnið og taka þátt í Gullegginu. „Við bjuggumst ekki við að vinna þetta og nú erum við eiginlega búin að lofa samfélaginu að gera þetta.“ Sigurinn hafi sýnt að teymið sé á réttri leið og greinilegur áhugi á hugmyndinni. „Þessar síðustu vikur eru búnar að sanna að þetta er eitthvað sem fólk vill. Við erum líka búin að fá einkaskilaboð frá fólki sem vill byrja að nota þetta og það er svo leiðinlegt að þurfa að segja þeim að við séum ekki komin með lausnina. Við erum rétt svo byrjuð að þróa.“ Vilja eiga í samstarfi við atvinnurekendur Í fyrstu hyggst teymið beina sjónum sínum að atvinnuveitendum sem vilja hjálpa starfsmönnum sínum að læra íslensku. Þá er langtímamarkmiðið að geta boðið öllum grunnskólanemum sem eru af erlendu bergi brotnir að nota TVÍK að kostnaðarlausu. Í framtíðinni vonast teymið til að geta bætt við fleiri tungumálum en fyrst hyggjast þau einbeita sér að örtungumálinu. „Á Íslandi er pínulítill markaður en okkur finnst langeinfaldast að byrja hér því við erum með sérþekkingu í okkar teymi þegar kemur að íslensku,“ segir Gamithra. Þá séu máltækniinnviðirnir hér til staðar. TVÍK mun ekki bara notast við skrifleg svör heldur einnig munnleg.Aðsend Erfitt að fá nógu marga bændur Gamithra segir að TVÍK spretti upp úr upplifun hennar og Safa af því að læra íslensku. Verkefnið snúist í raun um að leyfa fleirum að njóta góðs af þeirra reynslu. Gamithra er upprunalega frá Eistlandi og kom fyrst til Íslands árið 2017 en Safa kemur frá Túnis og kom fyrst til landsins árið 2018. „Það hefur allt með þetta að gera. Þessi hugmynd og verkefni er bara okkar tilraun til að sjálfvirknivæða okkar reynslu. Ég lærði íslensku hjá kindabændum í Aðaldal og fyrsta hugmyndin var bara að reyna að tengja fólk við kindabændur einhvers staðar úti á landi og þannig fá fleiri til að læra íslensku,“ segir Gamithra. Hún hafi þó fljótlega áttað sig á því að það gæti reynst erfitt veita stórum hópi þá þjónustu og finna nóg af bændum fyrir alla. „Ég hugsaði að við hljótum að geta notað tæknina í þetta. Næsta hugmynd var að fá sjálfboðaliða eða menntaskólanema til að spjalla við fólk í gegnum eitthvað app og svo varð nýjasta útgáfan af hugmyndinni að sjálfvirknivæða þetta alveg og vera bara með spjallmenni sem spjallar frekar en fólk.“ Frönskunámið víti til varnaðar Gamithra leggur áherslu á að mikill munur sé annars vegar á óvirkri tungumálakennslu og hins vegar virkri málnotkun. Því til stuðnings rifjar hún upp persónulega reynslu sem margir tengja eflaust við. „Ég byrjaði að læra frönsku í grunnskóla og lærði frönsku í níu ár en tala í dag enga frönsku. Ég kannski þekki einhver ákveðin orð, en ég hef aldrei farið til Frakklands, og það festist ekkert.“ „Svo kom ég til Íslands og var komin með samræðufærni á nokkrum mánuðum. Þetta snýst allt um að nota tungumálið, ekki bara óvirka kennslu,“ segir Gamithra. Hún hafi snemma neyðst til að tala málið þar sem engin enskukunnátta var á bænum í Aðaldal. Gamithra segir að hefðbundið tungumálanám dugi ekki alltaf til þess að fólk treysti sér til að tala málið.Aðsend Ekki að fara í samkeppni við Duolingo Gamithra telur að þrátt fyrir að mikið framboð sé af þjónustum sem hjálpi fólki að læra tungumál þýði það ekki að TVÍK fari í beina samkeppni við risa á borð við Duolingo. „Við erum að targeta svolítið annað skref. Það væri líka gott að geta lagt þennan grunn eins og Duolingo gerir, að kenna orð og málfræði, en við erum að taka þetta næsta skref sem er að taka það sem fólk er búið að læra og virkilega byrja að nota það. Þetta er frekar skrefið sem vantar mest eftir Duolingo.“
Nýsköpun Tækni Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir TVÍK hlaut Gulleggið 2022 Teymið á bak við TVÍK, eða tæknivædda íslenskukennarann, vann Gulleggið 2022, elstu frumkvöðlakeppni landsins. 4. febrúar 2022 21:05 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
TVÍK hlaut Gulleggið 2022 Teymið á bak við TVÍK, eða tæknivædda íslenskukennarann, vann Gulleggið 2022, elstu frumkvöðlakeppni landsins. 4. febrúar 2022 21:05