Í skjóli umræðunnar Sara Björg Pétursdóttir skrifar 12. febrúar 2022 13:31 Flest ef ekki öll erum við sammála um það að vilja búa í samfélagi án ofbeldis. Við viljum samfélag þar sem umburðarlyndi og jafnrétti ríkir og þar sem ofbeldi er einfaldlega ekki liðið. Undanfarin ár hafa konur um allan heim stigið fram í nafni me too hreyfingarinnar með frásagnir af kynbundnu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ýmist á vinnustöðum, í nánum samböndum eða úti í samfélaginu. Ofbeldið sem er í raun allt frá því að vera ósæmileg hegðun af ýmsum toga og yfir í það að vera mjög alvarleg kynferðisbrot virðast þó ennþá vera sett undir sama hattinn og allir sem því beita skilgreindir sem ofbeldismenn. Hefur það hlotið gagnrýni í umræðunni hversu lítill greinarmunur er gerður á ósæmilegri hegðun og alvarlegum brotum, þó svo að öll ósæmileg hegðun gagnvart konum sé vissulega fordæmd. Víða um heim, þar með talið hér á landi, hefur umræðan verið á þá leið að réttarkerfið hafi í raun brugðist þolendum kynferðisbrota sem hafi ýtt þeim í þá átt að taka málin í sínar eigin hendur svo á þær sé hreinlega hlustað. Má því segja að réttlætiskennd samfélagsins og upplifun þolanda sé á þeim stað að vantraust ríkir gagnvart réttarkerfinu sem hefur leitt til þess að samfélagsmiðlar hafa tekið við ákveðnu hlutverki réttarkerfisins og gegnir í dag veigamiklu hlutverki í frásögnum þolanda. Er það eitt og sér umhugsunarefni fyrir bæði samfélagið okkar en einnig fyrir þá sem starfa í réttarkerfinu og koma að þessum málaflokki. Eiga mál af þessu tagi heima á samfélagsmiðlum og viljum við að meðferð þeirra fari fram hjá almenningi? Hér á landi er tjáningarfrelsið vandlega varið af stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu og hefur það óneitanlega gefið þolendum það rými sem þeir þurfa til að segja sögu sína opinberlega. Að sama skapi þarf líka mikið hugrekki til að berskjalda sig með þeim hætti og deila sárri, átakanlegri og persónulegri reynslu sinni. Þegar þolendur stíga fram með upplifun sína og ýmist nafngreina meinta gerendur sína eða gefa skýrar vísbendingar um hvern er rætt hefur það sýnt sig að þeir mega í kjölfarið eiga von á því missa bæði mannorð sitt og afkomu auk þess sem tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs þeirra virðist sjálfkrafa skerðast. Má því segja að það sé í raun refsing samfélagsins sem þeir og jafnvel aðstandendur þeirra standa frammi fyrir, óháð eðli eða alvarleika málsins og án þess að rödd þeirra fái að heyrast. Þegar markmið me too byltingarinnar eru skoðuð virðast þau fyrst og fremst fela í sér að veita þolendum rými til að segja frá ofbeldinu sem þeir upplifðu og að þeim sé trúað þannig að þeir geti skilað skömminni til eiganda sinna, geranda. Er það gert í þeim tilgangi að gerendur gangist við hegðun sinni, skilji að hún hafði skaðleg áhrif á þolandann og axli ábyrgð með því að bæta hegðun sína. Hefur umræðan jafnframt að undanförnu snúist um það hvernig gerendur sýni iðrun og geti axlað ábyrgð á fullnægjandi hátt að mati samfélagsins. Í nýlegu slíku máli vakti það athygli mína að í frásögn þolanda af ofbeldi í nánu sambandi er jafnframt gerð krafa á samfélagið að bregðast við frásögninni með algjörri sniðgöngu á meintum geranda, bæði félagslega og í atvinnulífi. Velti ég því fyrir mér hvort það sé í raun markmið me too byltingarinnar og hin raunverulega refsing að mati samfélagsins að útskúfa gerendum úr samfélaginu með þessum hætti. Jafnvel þó langt sé liðið frá því að meint brot hafi átt sér stað, gerandi hafi þegar gengist við hegðun sinni og leitað sér faglegrar aðstoðar í þeim tilgangi að bæta hegðun sína. Ef svo er, eiga þá gerendur nokkurn tímann afturkvæmt í samfélagið aftur og hver tekur þá ákvörðun? Við sem samfélag höfum sagt það hátt og skýrt að við sýnum engu ofbeldi umburðarlyndi. Er þá réttlætanlegt að við sem samfélag beitum því í raun sjálf með aðferðum eins og útskúfun og sniðgöngu einstaka einstaklinga í skjóli umræðunnar? Hvað þurfa margir þolendur að berskjalda sig og hvað þarf að útskúfa mörgum meintum gerendum áður en við náum fram þeim breytingum sem við viljum sjá? Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Flest ef ekki öll erum við sammála um það að vilja búa í samfélagi án ofbeldis. Við viljum samfélag þar sem umburðarlyndi og jafnrétti ríkir og þar sem ofbeldi er einfaldlega ekki liðið. Undanfarin ár hafa konur um allan heim stigið fram í nafni me too hreyfingarinnar með frásagnir af kynbundnu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ýmist á vinnustöðum, í nánum samböndum eða úti í samfélaginu. Ofbeldið sem er í raun allt frá því að vera ósæmileg hegðun af ýmsum toga og yfir í það að vera mjög alvarleg kynferðisbrot virðast þó ennþá vera sett undir sama hattinn og allir sem því beita skilgreindir sem ofbeldismenn. Hefur það hlotið gagnrýni í umræðunni hversu lítill greinarmunur er gerður á ósæmilegri hegðun og alvarlegum brotum, þó svo að öll ósæmileg hegðun gagnvart konum sé vissulega fordæmd. Víða um heim, þar með talið hér á landi, hefur umræðan verið á þá leið að réttarkerfið hafi í raun brugðist þolendum kynferðisbrota sem hafi ýtt þeim í þá átt að taka málin í sínar eigin hendur svo á þær sé hreinlega hlustað. Má því segja að réttlætiskennd samfélagsins og upplifun þolanda sé á þeim stað að vantraust ríkir gagnvart réttarkerfinu sem hefur leitt til þess að samfélagsmiðlar hafa tekið við ákveðnu hlutverki réttarkerfisins og gegnir í dag veigamiklu hlutverki í frásögnum þolanda. Er það eitt og sér umhugsunarefni fyrir bæði samfélagið okkar en einnig fyrir þá sem starfa í réttarkerfinu og koma að þessum málaflokki. Eiga mál af þessu tagi heima á samfélagsmiðlum og viljum við að meðferð þeirra fari fram hjá almenningi? Hér á landi er tjáningarfrelsið vandlega varið af stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu og hefur það óneitanlega gefið þolendum það rými sem þeir þurfa til að segja sögu sína opinberlega. Að sama skapi þarf líka mikið hugrekki til að berskjalda sig með þeim hætti og deila sárri, átakanlegri og persónulegri reynslu sinni. Þegar þolendur stíga fram með upplifun sína og ýmist nafngreina meinta gerendur sína eða gefa skýrar vísbendingar um hvern er rætt hefur það sýnt sig að þeir mega í kjölfarið eiga von á því missa bæði mannorð sitt og afkomu auk þess sem tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs þeirra virðist sjálfkrafa skerðast. Má því segja að það sé í raun refsing samfélagsins sem þeir og jafnvel aðstandendur þeirra standa frammi fyrir, óháð eðli eða alvarleika málsins og án þess að rödd þeirra fái að heyrast. Þegar markmið me too byltingarinnar eru skoðuð virðast þau fyrst og fremst fela í sér að veita þolendum rými til að segja frá ofbeldinu sem þeir upplifðu og að þeim sé trúað þannig að þeir geti skilað skömminni til eiganda sinna, geranda. Er það gert í þeim tilgangi að gerendur gangist við hegðun sinni, skilji að hún hafði skaðleg áhrif á þolandann og axli ábyrgð með því að bæta hegðun sína. Hefur umræðan jafnframt að undanförnu snúist um það hvernig gerendur sýni iðrun og geti axlað ábyrgð á fullnægjandi hátt að mati samfélagsins. Í nýlegu slíku máli vakti það athygli mína að í frásögn þolanda af ofbeldi í nánu sambandi er jafnframt gerð krafa á samfélagið að bregðast við frásögninni með algjörri sniðgöngu á meintum geranda, bæði félagslega og í atvinnulífi. Velti ég því fyrir mér hvort það sé í raun markmið me too byltingarinnar og hin raunverulega refsing að mati samfélagsins að útskúfa gerendum úr samfélaginu með þessum hætti. Jafnvel þó langt sé liðið frá því að meint brot hafi átt sér stað, gerandi hafi þegar gengist við hegðun sinni og leitað sér faglegrar aðstoðar í þeim tilgangi að bæta hegðun sína. Ef svo er, eiga þá gerendur nokkurn tímann afturkvæmt í samfélagið aftur og hver tekur þá ákvörðun? Við sem samfélag höfum sagt það hátt og skýrt að við sýnum engu ofbeldi umburðarlyndi. Er þá réttlætanlegt að við sem samfélag beitum því í raun sjálf með aðferðum eins og útskúfun og sniðgöngu einstaka einstaklinga í skjóli umræðunnar? Hvað þurfa margir þolendur að berskjalda sig og hvað þarf að útskúfa mörgum meintum gerendum áður en við náum fram þeim breytingum sem við viljum sjá? Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun