Hausverkir og hljóðfælni eftir alvarlegt högg á öðrum degi í Harvard Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2022 08:00 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fagnar marki íslenska landsliðsins gegn Írlandi síðasta sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Lífið brosti við Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, landsliðskonu í fótbolta, þegar hún var að hefja nám í hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum síðasta haust. Alvarlegt höfuðhögg setti hins vegar allt úr skorðum og hún glímir enn við afleiðingar höggsins. Fyrir flesta væri væntanlega alveg nógu krefjandi að fóta sig á fyrsta ári í raunvísindanámi við Harvard. Þegar við bætast miklir höfuðverkir, svimi og ljósfælni, og vonbrigði yfir að geta ekki spilað íþróttina sem maður elskar, er óhætt að ætla að heimadæmin og lífið allt verði mikið erfiðara. „Höggið var í leik. Ég var að hoppa upp í skallabolta á móti markmanni sem var að kýla boltann í burtu og kýldi mig í leiðinni,“ segir Áslaug Munda um höfuðhöggið sem hún hlaut, strax á öðrum skóladegi í nýju landi, í byrjun september. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í leik með Harvard-liðinu en hún missti af öllu keppnistímabilinu í vetur vegna meiðsla.gocrimson.com Þessi tvítuga Húsavíkurmær, sem gert hefur það gott með liði Breiðabliks og vonast til að spila með Blikum í sumar, gerir sér fulla grein fyrir því hve alvarleg höfuðmeiðsli geta verið, enda dæmi um það að íþróttafólk eigi ekki afturkvæmt í keppni. Enn höfuðverkir af og til og svimi við áreynslu Það er hins vegar stutt í brosið og nokkuð létt yfir henni, þegar Áslaug Munda finnur stund milli stríða í skólanum til að ræða við blaðamann. Í síðustu viku varð þó ljóst að hún myndi enn missa af landsliðsverkefni þegar íslenska landsliðið spilar á móti í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði, en bakvörðurinn öflugi er á batavegi og segir hlutina þokast í rétta átt. „Einkennin eru skárri í dag en þetta gengur samt leiðinlega hægt. Ég er með höfuðverki af og til, en ekki eins staðbundna, og fæ svima og þreytu við ákveðna áreynslu. Ég er alveg að æfa en má bara ekki vera í „contact“ (í snertingu við liðsfélaga og eiga á hættu að fá högg). Ég er því mikið búin að vera að hlaupa og lyfta, og halda mér í fínu líkamlegu standi. Ég myndi segja að ég sé mun betri en ég var fyrir áramót,“ segir Áslaug Munda. En er hún ekkert hrædd við tilhugsunina um að snúa aftur til keppni í fótbolta? „Svarið er líklega bæði já og nei. Ég er búin að skoða mjög vel rannsóknir um höfuðhögg og áhrif þeirra, þannig að ég er með á bakvið eyrað hvernig staðan gæti orðið, en að sama skapi fór ég í gegnum 19 ár án þess að fá högg á höfuðið,“ segir Áslaug Munda. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir vonast til að spila með Breiðabliki í sumar og er væntanleg til landsins í byrjun maí.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hún segir það vissulega hafa verið erfitt að fóta sig í Harvard á sama tíma og hún glími við afleiðingar höfuðhöggsins: Erfitt að fylgja eftir dæmareikningi með höfuðverki og ljósfælni „Ég kem hingað út og fyrsti skóladagurinn er 1. september. Ég fæ svo höfuðhöggið 2. september. Þá byrja strax höfuðverkir og önnur einkenni, sem aukast bara og ég dett alveg út úr fótboltanum. Ég var því ekkert með á tímabilinu. Það var erfitt að sækja tíma og þurfa að skila hinu og þessu verkefninu, þurfa að halda sér alltaf við efnið, þrátt fyrir að vera ekki alveg nógu hraust Ég var með mikla höfuðverki, svima og almenna þreytu, ljósfælin og hljóðfælin, og þá var erfitt að vera í tíma. Það var kannski verið að reikna dæmi á töflunni og ég alltaf að líta upp og niður, og líðandi svona þá var það ekki þannig sem maður vildi hafa þetta. Það hjálpaði til að ég dró mig úr einum áfanga, svo ég hafði meiri tíma til að hvíla mig,“ segir Áslaug Munda. „Þetta eru einmitt svona meiðsli sem maður getur ekki gert neitt í. Það er ekki hægt að nudda vöðva til að þetta verði betra, eða gera einhverjar fyrirbyggjandi æfingar. Þessu fylgir bara óvissa og maður veit ekki neitt, en heldur í vonina um að þetta jafni sig sem fyrst eða að minnsta kosti einhvern tímann, og maður verður tilbúinn þegar það gerist. Það hefur alltaf verið markmiðið að ná langt í fótboltanum og það er ekkert horfið. Ég ætla að gera hvað sem ég get til að vera í sem bestu standi þegar ég jafna mig.“ Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni í einum af fimm A-landsleikjum sínum til þessa.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Draumurinn að komast á EM í sumar Þannig stefnir Áslaug Munda ótrauð á að spila með Breiðabliki í sumar, að minnsta kosti þar til í ágúst þegar ný önn fer að hefjast í Harvard. Og draumurinn er að fara með Íslandi á EM í Englandi í sumar því ef ekki væri fyrir höfuðhöggið ætti Áslaug Munda alveg örugglega sæti í hópnum hjá Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara: „Ég er í mjög góðu sambandi við Steina og hann er duglegur að kanna stöðuna á mér. Ég hef líka fengið mjög mikla hjálp frá heilbrigðiskerfinu á Íslandi, sem og hérna úti. Markmiðið var alltaf að vera tilbúin í þetta verkefni núna í febrúar, ef ég fengi tækifæri, en núna er ég með það markmið að vera tilbúin í mars. Það hefur alltaf verið draumurinn að komast á Evrópumótið og ég held alltaf í vonina um að ég verði tilbúin.“ Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Fyrir flesta væri væntanlega alveg nógu krefjandi að fóta sig á fyrsta ári í raunvísindanámi við Harvard. Þegar við bætast miklir höfuðverkir, svimi og ljósfælni, og vonbrigði yfir að geta ekki spilað íþróttina sem maður elskar, er óhætt að ætla að heimadæmin og lífið allt verði mikið erfiðara. „Höggið var í leik. Ég var að hoppa upp í skallabolta á móti markmanni sem var að kýla boltann í burtu og kýldi mig í leiðinni,“ segir Áslaug Munda um höfuðhöggið sem hún hlaut, strax á öðrum skóladegi í nýju landi, í byrjun september. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í leik með Harvard-liðinu en hún missti af öllu keppnistímabilinu í vetur vegna meiðsla.gocrimson.com Þessi tvítuga Húsavíkurmær, sem gert hefur það gott með liði Breiðabliks og vonast til að spila með Blikum í sumar, gerir sér fulla grein fyrir því hve alvarleg höfuðmeiðsli geta verið, enda dæmi um það að íþróttafólk eigi ekki afturkvæmt í keppni. Enn höfuðverkir af og til og svimi við áreynslu Það er hins vegar stutt í brosið og nokkuð létt yfir henni, þegar Áslaug Munda finnur stund milli stríða í skólanum til að ræða við blaðamann. Í síðustu viku varð þó ljóst að hún myndi enn missa af landsliðsverkefni þegar íslenska landsliðið spilar á móti í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði, en bakvörðurinn öflugi er á batavegi og segir hlutina þokast í rétta átt. „Einkennin eru skárri í dag en þetta gengur samt leiðinlega hægt. Ég er með höfuðverki af og til, en ekki eins staðbundna, og fæ svima og þreytu við ákveðna áreynslu. Ég er alveg að æfa en má bara ekki vera í „contact“ (í snertingu við liðsfélaga og eiga á hættu að fá högg). Ég er því mikið búin að vera að hlaupa og lyfta, og halda mér í fínu líkamlegu standi. Ég myndi segja að ég sé mun betri en ég var fyrir áramót,“ segir Áslaug Munda. En er hún ekkert hrædd við tilhugsunina um að snúa aftur til keppni í fótbolta? „Svarið er líklega bæði já og nei. Ég er búin að skoða mjög vel rannsóknir um höfuðhögg og áhrif þeirra, þannig að ég er með á bakvið eyrað hvernig staðan gæti orðið, en að sama skapi fór ég í gegnum 19 ár án þess að fá högg á höfuðið,“ segir Áslaug Munda. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir vonast til að spila með Breiðabliki í sumar og er væntanleg til landsins í byrjun maí.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hún segir það vissulega hafa verið erfitt að fóta sig í Harvard á sama tíma og hún glími við afleiðingar höfuðhöggsins: Erfitt að fylgja eftir dæmareikningi með höfuðverki og ljósfælni „Ég kem hingað út og fyrsti skóladagurinn er 1. september. Ég fæ svo höfuðhöggið 2. september. Þá byrja strax höfuðverkir og önnur einkenni, sem aukast bara og ég dett alveg út úr fótboltanum. Ég var því ekkert með á tímabilinu. Það var erfitt að sækja tíma og þurfa að skila hinu og þessu verkefninu, þurfa að halda sér alltaf við efnið, þrátt fyrir að vera ekki alveg nógu hraust Ég var með mikla höfuðverki, svima og almenna þreytu, ljósfælin og hljóðfælin, og þá var erfitt að vera í tíma. Það var kannski verið að reikna dæmi á töflunni og ég alltaf að líta upp og niður, og líðandi svona þá var það ekki þannig sem maður vildi hafa þetta. Það hjálpaði til að ég dró mig úr einum áfanga, svo ég hafði meiri tíma til að hvíla mig,“ segir Áslaug Munda. „Þetta eru einmitt svona meiðsli sem maður getur ekki gert neitt í. Það er ekki hægt að nudda vöðva til að þetta verði betra, eða gera einhverjar fyrirbyggjandi æfingar. Þessu fylgir bara óvissa og maður veit ekki neitt, en heldur í vonina um að þetta jafni sig sem fyrst eða að minnsta kosti einhvern tímann, og maður verður tilbúinn þegar það gerist. Það hefur alltaf verið markmiðið að ná langt í fótboltanum og það er ekkert horfið. Ég ætla að gera hvað sem ég get til að vera í sem bestu standi þegar ég jafna mig.“ Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni í einum af fimm A-landsleikjum sínum til þessa.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Draumurinn að komast á EM í sumar Þannig stefnir Áslaug Munda ótrauð á að spila með Breiðabliki í sumar, að minnsta kosti þar til í ágúst þegar ný önn fer að hefjast í Harvard. Og draumurinn er að fara með Íslandi á EM í Englandi í sumar því ef ekki væri fyrir höfuðhöggið ætti Áslaug Munda alveg örugglega sæti í hópnum hjá Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara: „Ég er í mjög góðu sambandi við Steina og hann er duglegur að kanna stöðuna á mér. Ég hef líka fengið mjög mikla hjálp frá heilbrigðiskerfinu á Íslandi, sem og hérna úti. Markmiðið var alltaf að vera tilbúin í þetta verkefni núna í febrúar, ef ég fengi tækifæri, en núna er ég með það markmið að vera tilbúin í mars. Það hefur alltaf verið draumurinn að komast á Evrópumótið og ég held alltaf í vonina um að ég verði tilbúin.“
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira