Styrkt staða brotaþola Sævar Þór Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 14:31 Á síðustu vikum og mánuðum hafa kynferðisbrot og tjáningarfrelsið mikið verið í umræðunni. Hefur fjöldi kvenna stigið fram og greint frá brotum sem þær hafa orðið fyrir og þau brot sem mesta umfjöllun hafa fengið hafa meintir gerendur verið „stórir karlar í samfélaginu“ eða menn með völd. Það sem hefur einkennt umræðuna fyrir utan brotin sjálf er sú leið sem hefur verið farin til þess að greina frá meintum brotum en með tilkomu internetsins og þá ekki síst samfélagsmiðlum er nú mun auðveldara en áður að koma upplýsingum á framfæri. Við höfum séð það síðustu vikur að það hefur færst í aukana að greina frá meintum brotum á slíkum miðlum, allt í skjóli tjáningarfrelsisins sem er lögfest í 73. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944 og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Það sem jafnframt hefur vakið athygli er sú staðreynd að flest þeirra mála sem hafa verið í umræðunni hafa ekki verið kærð. Vaknar þá upp sú spurning hvers vegna brotin hafa ekki verið kærð til lögreglu þar sem á Íslandi er réttarríki og er það hlutverk dómstóla að dæma einstaklinga seka eða saklausa. Það er því miður sannleikurinn að lág tíðni tilkynntra kynferðisbrota endar með sakfellingu. Þá er einungis um að ræða þau brot sem eru yfir höfuð tilkynnt og eru ákærð en falla ekki niður við rannsókn málsins. Því að staðreyndin er sú að kynferðisbrotamál eru erfið í sönnun, enda oftar en ekki eru einungis um að ræða orð gegn orði og allan vafa um sekt sakbornings ber að túlka honum í hag. Er það meginsjónarmið í sakamálaréttarfari að framburður eins vitnis gegn neitun ákærða nægir ekki til sakfellingar og líkt og Stígamót hafi vakið athygli á síðustu daga þá er þolandi kynferðisbrots einungis vitni í sínu máli. Verður framburðurinn að eiga sér stoð í öðrum gögnum málsins en ekki er fast í hendi hvaða gögn nægi þar til. Sé litið til þeirra þungu sönnunarbyrði sem er í kynferðisbrotamálum þá kemur það lítið á óvart hversu mörg brot eru framin miðað við þau sem við sjáum á borði lögreglu og þess þá heldur hjá dómstólum landsins. Samkvæmt könnun frá árinu 2014 þar sem rætt var við 42.000 konur frá ESB löndunum, hafði þriðjungur þeirra orðið fyrir líkamlegu/kynferðislegu ofbeldi eftir 15 ára aldur. Niðurstöðurnar voru og eru sláandi og sýnir okkur að málafjöldi innan réttarvörslukerfisins endurspeglar engan veginn raunverulega stöðu kvenna. Sé litið til alls ofangreinds þá kemur það lítið á óvart að konur ákveði að fara þá leið að greina frá meintum brotum frekar opinberlega heldur en að kæra þau. Eflaust er það hluti af bataferli brotaþola að greina opinberlega frá málum og setja það í hendur samfélagsins að dæma gerendur. Það eru þó önnur úrræði til þess að styrkja bataferli brotaþola sem notast er við í löndum í kringum okkur og vert væri að skoða. Fyrst ber að nefna að brotaþoli verði aðili að máli og tryggja þar með að hann fái rödd í sínu máli. Annað úrræði er sáttamiðlun, en í sáttamiðlun hittast gerandi og brotaþoli ásamt hlutlausum sáttamiðlara. Sáttamiðlunin einblýnir þá fyrst og fremst á þarfir og hagsmuni brotaþola og að vera sem aðhlynning fyrir hann ásamt því að vera vettvangur fyrir brotaþola til að ræða við geranda og spyrja þeirra spurninga sem þeir þrá svör við. Talið er að sáttamiðlun geti veitt brotaþola ákveðin málalok og hjálpi til við að bæta tilfinningalega skaðann sem oftar en ekki er talinn hafa verri áhrif heldur en líkamlegur skaði. Sáttamiðlun fer þó aldrei fram nema báðir aðilar samþykki það. Af umræðunni síðustu vikur og mánuði er ljóst að breytinga sé þörf svo þolendur kynferðisofbeldis treysti sér til að leggja mál sín í hendur lögreglu, ákæruvaldsins og dómstóla. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Kynferðisofbeldi Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum og mánuðum hafa kynferðisbrot og tjáningarfrelsið mikið verið í umræðunni. Hefur fjöldi kvenna stigið fram og greint frá brotum sem þær hafa orðið fyrir og þau brot sem mesta umfjöllun hafa fengið hafa meintir gerendur verið „stórir karlar í samfélaginu“ eða menn með völd. Það sem hefur einkennt umræðuna fyrir utan brotin sjálf er sú leið sem hefur verið farin til þess að greina frá meintum brotum en með tilkomu internetsins og þá ekki síst samfélagsmiðlum er nú mun auðveldara en áður að koma upplýsingum á framfæri. Við höfum séð það síðustu vikur að það hefur færst í aukana að greina frá meintum brotum á slíkum miðlum, allt í skjóli tjáningarfrelsisins sem er lögfest í 73. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944 og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Það sem jafnframt hefur vakið athygli er sú staðreynd að flest þeirra mála sem hafa verið í umræðunni hafa ekki verið kærð. Vaknar þá upp sú spurning hvers vegna brotin hafa ekki verið kærð til lögreglu þar sem á Íslandi er réttarríki og er það hlutverk dómstóla að dæma einstaklinga seka eða saklausa. Það er því miður sannleikurinn að lág tíðni tilkynntra kynferðisbrota endar með sakfellingu. Þá er einungis um að ræða þau brot sem eru yfir höfuð tilkynnt og eru ákærð en falla ekki niður við rannsókn málsins. Því að staðreyndin er sú að kynferðisbrotamál eru erfið í sönnun, enda oftar en ekki eru einungis um að ræða orð gegn orði og allan vafa um sekt sakbornings ber að túlka honum í hag. Er það meginsjónarmið í sakamálaréttarfari að framburður eins vitnis gegn neitun ákærða nægir ekki til sakfellingar og líkt og Stígamót hafi vakið athygli á síðustu daga þá er þolandi kynferðisbrots einungis vitni í sínu máli. Verður framburðurinn að eiga sér stoð í öðrum gögnum málsins en ekki er fast í hendi hvaða gögn nægi þar til. Sé litið til þeirra þungu sönnunarbyrði sem er í kynferðisbrotamálum þá kemur það lítið á óvart hversu mörg brot eru framin miðað við þau sem við sjáum á borði lögreglu og þess þá heldur hjá dómstólum landsins. Samkvæmt könnun frá árinu 2014 þar sem rætt var við 42.000 konur frá ESB löndunum, hafði þriðjungur þeirra orðið fyrir líkamlegu/kynferðislegu ofbeldi eftir 15 ára aldur. Niðurstöðurnar voru og eru sláandi og sýnir okkur að málafjöldi innan réttarvörslukerfisins endurspeglar engan veginn raunverulega stöðu kvenna. Sé litið til alls ofangreinds þá kemur það lítið á óvart að konur ákveði að fara þá leið að greina frá meintum brotum frekar opinberlega heldur en að kæra þau. Eflaust er það hluti af bataferli brotaþola að greina opinberlega frá málum og setja það í hendur samfélagsins að dæma gerendur. Það eru þó önnur úrræði til þess að styrkja bataferli brotaþola sem notast er við í löndum í kringum okkur og vert væri að skoða. Fyrst ber að nefna að brotaþoli verði aðili að máli og tryggja þar með að hann fái rödd í sínu máli. Annað úrræði er sáttamiðlun, en í sáttamiðlun hittast gerandi og brotaþoli ásamt hlutlausum sáttamiðlara. Sáttamiðlunin einblýnir þá fyrst og fremst á þarfir og hagsmuni brotaþola og að vera sem aðhlynning fyrir hann ásamt því að vera vettvangur fyrir brotaþola til að ræða við geranda og spyrja þeirra spurninga sem þeir þrá svör við. Talið er að sáttamiðlun geti veitt brotaþola ákveðin málalok og hjálpi til við að bæta tilfinningalega skaðann sem oftar en ekki er talinn hafa verri áhrif heldur en líkamlegur skaði. Sáttamiðlun fer þó aldrei fram nema báðir aðilar samþykki það. Af umræðunni síðustu vikur og mánuði er ljóst að breytinga sé þörf svo þolendur kynferðisofbeldis treysti sér til að leggja mál sín í hendur lögreglu, ákæruvaldsins og dómstóla. Höfundur er lögmaður.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun