Jón Arnór hraunaði yfir félagana í eldræðu: „Lítið út eins og fokking börn“ Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2022 12:00 Liðsfélagar Jóns Arnórs steinþögðu allir sem einn á meðan að hann hellti úr skálum reiði sinnar. Skjáskot/Stöð 2 Jón Arnór Stefánsson hraunaði gjörsamlega yfir orðlausa liðsfélaga sína í mikilli eldræðu sem hann flutti í búningsklefanum eftir að hafa tapað með Val gegn sínu gamla liði KR á síðustu leiktíð. Þættirnir Jón Arnór gefa einstaka sýn inn í síðustu leiktíðina á löngum og farsælum ferli þessa sigursæla körfuboltamanns. Hápunktur fyrsta þáttar var þrumuræða Jóns sem sjá má hér að neðan en hann úthúðaði liðsfélögum sínum eftir 80-71 tap gegn KR á Hlíðarenda fyrir rúmu ári síðan, og greinilegt að Jóni sárnaði sérstaklega að hafa tapað gegn sínu gamla liði. Klippa: Jón Arnór - Þrumuræða eftir tap gegn KR „Þá ertu að svara mér. Til hvers?“ Hann beindi orðum sínum sérstaklega að vini sínum Kristófer Acox í upphafi: „Við erum með „game plan“, sérstaklega varðandi skotmanninn þeirra, en hann fékk að gera það sem hann gerir. Ég veit ekki hvað við höfum átt þessar samræður oft, ég og þú Kristó, og fleiri… hvað er svona flókið við að fara bara á vinstri höndina á honum. Þetta er það sem hann gerir. Ég segi það við þig í annað skiptið sem hann skýtur í andlitið á þér, og þá ertu að svara mér. Til hvers? Farðu bara á fokking vinstri höndina á honum,“ sagði Jón. Okkar stóru menn eins og djöfulsins heybrækur Hann skipti svo yfir í ensku til þess að Miguel Cardoso og Sinisa Bilic gætu skilið skammirnar, foxillur yfir því að Tyler Sabin fengi að leika lausum hala í liði KR en hann var langstigahæstur með 33 stig í leiknum: Þættirnir um Jón Arnór eru sýndir á Stöð 2 Sport á miðviikudögum og á Stöð 2 á fimmtudögum. „Við leyfðum honum að komast í sinn gír og þess vegna setti hann niður skot allan fokking leikinn. Vegna þess að við gerum heimskuleg, helvítis mistök. Einfalda hluti. Við erum aumir frá byrjun leiksins. Bilic, og allir, þið lítið út eins og fokking börn þarna. Þeir spiluðu af öllu sínu hjarta, eru ekki einu sinni með stóran mann, en okkar stóru menn eru eins og djöfulsins heybrækur [e. fucking pussies],“ sagði Jón, í lauslegri þýðingu blaðamanns. „Leikáætlunin var skelfileg en við getum ekki einu sinni farið þarna og sýnt að minnsta kosti eitthvað. Einhverjar tilfinningar, eitthvað stolt, ekkert!“ sagði Jón. „Hverjum er ekki drullusama um ÍR?“ Hann kvaðst ekki hafa ætlað sér að æsa sig svona en missti svo gjörsamlega stjórn á sér og lét orð falla sem þóttu hreinlega of gróf fyrir sjónvarp. „Það eru engar afsakanir fyrir þessari skitu. Við erum ekki í standi, við erum fokking hægir og feitir, og lítum út eins og algjörir byrjendur þarna. Allt frá fokking sókninni og í fokking þjálfarateymið. Allir! Setjum þessa leikáætlun og þessa framkvæmd á henni í ruslið,“ sagði Jón, og við tök grafarþögn en liðsfélagar hans steinþögðu raunar allan tímann: „Gerið fokking betur, frá og með næstu fokking æfingu. Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera klárir í. Ekki gegn fokking ÍR [Valur vann ÍR í leiknum fyrir viðureignina við KR]. Hverjum er ekki drullusama um ÍR? Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera tilbúnir fyrir allt tímabilið.“ Leikstjóri þáttanna um Jón Arnór er Garðar Örn Arnarson og kvikmyndatökumaður Sigurður Már Davíðsson. Þeir fengu leyfi til að fylgja Jóni náið eftir alla síðustu leiktíð og það myndefni er meðal þess sem notað er í sex þátta seríu sem hóf göngu sína í síðustu viku. Þáttur númer tvö er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 22.05, og á Stöð 2 á morgun kl. 20. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Körfubolti Valur KR Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Þættirnir Jón Arnór gefa einstaka sýn inn í síðustu leiktíðina á löngum og farsælum ferli þessa sigursæla körfuboltamanns. Hápunktur fyrsta þáttar var þrumuræða Jóns sem sjá má hér að neðan en hann úthúðaði liðsfélögum sínum eftir 80-71 tap gegn KR á Hlíðarenda fyrir rúmu ári síðan, og greinilegt að Jóni sárnaði sérstaklega að hafa tapað gegn sínu gamla liði. Klippa: Jón Arnór - Þrumuræða eftir tap gegn KR „Þá ertu að svara mér. Til hvers?“ Hann beindi orðum sínum sérstaklega að vini sínum Kristófer Acox í upphafi: „Við erum með „game plan“, sérstaklega varðandi skotmanninn þeirra, en hann fékk að gera það sem hann gerir. Ég veit ekki hvað við höfum átt þessar samræður oft, ég og þú Kristó, og fleiri… hvað er svona flókið við að fara bara á vinstri höndina á honum. Þetta er það sem hann gerir. Ég segi það við þig í annað skiptið sem hann skýtur í andlitið á þér, og þá ertu að svara mér. Til hvers? Farðu bara á fokking vinstri höndina á honum,“ sagði Jón. Okkar stóru menn eins og djöfulsins heybrækur Hann skipti svo yfir í ensku til þess að Miguel Cardoso og Sinisa Bilic gætu skilið skammirnar, foxillur yfir því að Tyler Sabin fengi að leika lausum hala í liði KR en hann var langstigahæstur með 33 stig í leiknum: Þættirnir um Jón Arnór eru sýndir á Stöð 2 Sport á miðviikudögum og á Stöð 2 á fimmtudögum. „Við leyfðum honum að komast í sinn gír og þess vegna setti hann niður skot allan fokking leikinn. Vegna þess að við gerum heimskuleg, helvítis mistök. Einfalda hluti. Við erum aumir frá byrjun leiksins. Bilic, og allir, þið lítið út eins og fokking börn þarna. Þeir spiluðu af öllu sínu hjarta, eru ekki einu sinni með stóran mann, en okkar stóru menn eru eins og djöfulsins heybrækur [e. fucking pussies],“ sagði Jón, í lauslegri þýðingu blaðamanns. „Leikáætlunin var skelfileg en við getum ekki einu sinni farið þarna og sýnt að minnsta kosti eitthvað. Einhverjar tilfinningar, eitthvað stolt, ekkert!“ sagði Jón. „Hverjum er ekki drullusama um ÍR?“ Hann kvaðst ekki hafa ætlað sér að æsa sig svona en missti svo gjörsamlega stjórn á sér og lét orð falla sem þóttu hreinlega of gróf fyrir sjónvarp. „Það eru engar afsakanir fyrir þessari skitu. Við erum ekki í standi, við erum fokking hægir og feitir, og lítum út eins og algjörir byrjendur þarna. Allt frá fokking sókninni og í fokking þjálfarateymið. Allir! Setjum þessa leikáætlun og þessa framkvæmd á henni í ruslið,“ sagði Jón, og við tök grafarþögn en liðsfélagar hans steinþögðu raunar allan tímann: „Gerið fokking betur, frá og með næstu fokking æfingu. Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera klárir í. Ekki gegn fokking ÍR [Valur vann ÍR í leiknum fyrir viðureignina við KR]. Hverjum er ekki drullusama um ÍR? Þetta er leikurinn sem þið áttuð að vera tilbúnir fyrir allt tímabilið.“ Leikstjóri þáttanna um Jón Arnór er Garðar Örn Arnarson og kvikmyndatökumaður Sigurður Már Davíðsson. Þeir fengu leyfi til að fylgja Jóni náið eftir alla síðustu leiktíð og það myndefni er meðal þess sem notað er í sex þátta seríu sem hóf göngu sína í síðustu viku. Þáttur númer tvö er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 22.05, og á Stöð 2 á morgun kl. 20. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Körfubolti Valur KR Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira