Þorgerður Katrín: Samstaða á alþjóðavettvangi framar viðskiptahagsmunum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 21:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar segir að Ísland eigi að standa með fullvanda þjóðum og sýna samstöðu á hinu stóra sviði. Vísir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar segir stöðuna í Úkraínu óþolandi og grafalvarlega. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði tvívegis um málið í dag. Staðan í Úkraínu og innrás Rússa inn í landið var rædd í utanríkismálanefnd Alþingis en nefndin fundaði tvívegis vegna málsins í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir mikilvægt að Ísland sé afgerandi í samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. „Staðan er náttúrulega óþolandi og grafalvarleg eins og allir sjá. Það sem skiptir mjög miklu máli er að við verðum mjög afgerandi í okkar samstöðu með okkar vina- og bandalagsþjóðum og það að við stöndum með Úkraínu,“ sagði Þorgerður í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöld. „Ég vil sérstaklega lýsa yfir mjög skýrum svörum utanríkisráðherra núna á fundi með okkur í utanríkismálanefnd sem veitir mér mikla von um að það verði ekki gefið eftir röddum hér innanlands um það að það eigi að taka viðskiptahagsmuni framar samstöðu á alþjóðavettvangi með lýðræði og með fullveldi.“ Þorgerður segir að í umræðu um viðskiptahagsmuni Íslendinga þurfi að skoða stóru myndina. „Stóra myndin er sú að við þurfum líka að verja landamæri okkar, landhelgi og standa með fullvalda þjóðum. Það þýðir samstaða á hinu stóra sviði. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, óttast að boðaðar efnahagsaðgerðir muni ekki duga.Vísir Logi Einarsson tók undir með Þorgerði og sagði að komið hefði fram skýr vilji ráðherra á fundi utanríkismálanefndar. Hann sagði það skipta máli að Íslendingar séu staðfastir og sýni samstöðu í málinu. „Ég óttast þó að þessar fyrstu efnahagsaðgerðir sem hafa verið boðaðar, þær muni ekki duga og þetta verði skák fram og til baka. Við sem smáþjóð hljótum auðvitað að standa með ríki sem er í vanda núna," sagði Logi. „Ég óttast það en vona ekki,“ svaraði hann hvort hann óttaðist að átökin kynnu að verða enn meiri. Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Staðan í Úkraínu og innrás Rússa inn í landið var rædd í utanríkismálanefnd Alþingis en nefndin fundaði tvívegis vegna málsins í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir mikilvægt að Ísland sé afgerandi í samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. „Staðan er náttúrulega óþolandi og grafalvarleg eins og allir sjá. Það sem skiptir mjög miklu máli er að við verðum mjög afgerandi í okkar samstöðu með okkar vina- og bandalagsþjóðum og það að við stöndum með Úkraínu,“ sagði Þorgerður í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöld. „Ég vil sérstaklega lýsa yfir mjög skýrum svörum utanríkisráðherra núna á fundi með okkur í utanríkismálanefnd sem veitir mér mikla von um að það verði ekki gefið eftir röddum hér innanlands um það að það eigi að taka viðskiptahagsmuni framar samstöðu á alþjóðavettvangi með lýðræði og með fullveldi.“ Þorgerður segir að í umræðu um viðskiptahagsmuni Íslendinga þurfi að skoða stóru myndina. „Stóra myndin er sú að við þurfum líka að verja landamæri okkar, landhelgi og standa með fullvalda þjóðum. Það þýðir samstaða á hinu stóra sviði. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, óttast að boðaðar efnahagsaðgerðir muni ekki duga.Vísir Logi Einarsson tók undir með Þorgerði og sagði að komið hefði fram skýr vilji ráðherra á fundi utanríkismálanefndar. Hann sagði það skipta máli að Íslendingar séu staðfastir og sýni samstöðu í málinu. „Ég óttast þó að þessar fyrstu efnahagsaðgerðir sem hafa verið boðaðar, þær muni ekki duga og þetta verði skák fram og til baka. Við sem smáþjóð hljótum auðvitað að standa með ríki sem er í vanda núna," sagði Logi. „Ég óttast það en vona ekki,“ svaraði hann hvort hann óttaðist að átökin kynnu að verða enn meiri.
Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira