Sif Atla: Þetta er ákveðið áreiti sem við erum ekki vanar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 07:46 Sif Atladóttir og félagar í íslenska landsliðinu voru skrefinu á eftir þeim bandarísku í nótt. Hér hefur Mallory Pugh komist framhjá Sif. Getty/Robin Alam Íslenska landsliðskonan Sif Atladóttir er á því að íslenska kvennalandsliðið hafi lært mikið af stóra skellinum á móti heimsmeisturum Bandaríkjanna í úrslitaleik SheBelieves Cup í nótt. „Það er erfitt að spila við lið sem beitir svona skyndisóknum á okkur en þetta er jákvætt upp á framtíðina,“ sagði Sif Atladóttir í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. „Við erum að fara í undankeppni HM og svo í lokakeppni EM og ég held að við lærum mjög mikið af þessum leik þótt að þetta særi svona fyrst eftir leikinn,“ sagði Sif. „Þetta er í fyrsta sinn sem við erum á þessu móti og ég held að Steini hafi sagt það fyrir mót að það væri mjög mikilvægt fyrir okkur að fara inn í leiki þar sem það eru áhorfendur og aðeins meira umstang í kringum þetta. Við vitum að Bandaríkjamenn kunna að gera þetta að ákveðnum hátíðarhöldum þegar kemur að liðinu þeirra,“ sagði Sif. Sif Atladóttir ræddi við okkur eftir leik Íslands og Bandaríkjanna.#dottir pic.twitter.com/MkSbthHYKi— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 24, 2022 „Þetta er ákveðið áreiti sem við erum ekki vanar á þessum tímapunkti. Það er því mjög mikilvægt fyrir komandi verkefni fyrir HM og svo lokakeppnina í sumar. Það verður rosamikið áreiti þar þannig að ég held að allt í kringum þetta sé frábær undirbúningur,“ sagði Sif. „Það má heldur ekki gleyma að því að liðin hér eru á pari við liðin sem við erum að fara að mæta. Þetta er góður lærdómur en auðvitað vildum við vinna bikarinn af því að hann var í boði. Þegar við greinum þennan leik þá verður þetta leikurinn sem við lærum mest af,“ sagði Sif. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Karólína Lea: Auðvitað hatar maður að tapa en við lærum á þessu fyrir EM Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu fengu skell á móti heimsmeisturunum í Dallas í nótt. Karólína Lea hefur ekki áhyggjur af því að svo stór skellur komi niður á sjálfstrausti stelpnanna í framhaldinu. 24. febrúar 2022 07:01 Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38 Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
„Það er erfitt að spila við lið sem beitir svona skyndisóknum á okkur en þetta er jákvætt upp á framtíðina,“ sagði Sif Atladóttir í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. „Við erum að fara í undankeppni HM og svo í lokakeppni EM og ég held að við lærum mjög mikið af þessum leik þótt að þetta særi svona fyrst eftir leikinn,“ sagði Sif. „Þetta er í fyrsta sinn sem við erum á þessu móti og ég held að Steini hafi sagt það fyrir mót að það væri mjög mikilvægt fyrir okkur að fara inn í leiki þar sem það eru áhorfendur og aðeins meira umstang í kringum þetta. Við vitum að Bandaríkjamenn kunna að gera þetta að ákveðnum hátíðarhöldum þegar kemur að liðinu þeirra,“ sagði Sif. Sif Atladóttir ræddi við okkur eftir leik Íslands og Bandaríkjanna.#dottir pic.twitter.com/MkSbthHYKi— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 24, 2022 „Þetta er ákveðið áreiti sem við erum ekki vanar á þessum tímapunkti. Það er því mjög mikilvægt fyrir komandi verkefni fyrir HM og svo lokakeppnina í sumar. Það verður rosamikið áreiti þar þannig að ég held að allt í kringum þetta sé frábær undirbúningur,“ sagði Sif. „Það má heldur ekki gleyma að því að liðin hér eru á pari við liðin sem við erum að fara að mæta. Þetta er góður lærdómur en auðvitað vildum við vinna bikarinn af því að hann var í boði. Þegar við greinum þennan leik þá verður þetta leikurinn sem við lærum mest af,“ sagði Sif.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Karólína Lea: Auðvitað hatar maður að tapa en við lærum á þessu fyrir EM Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu fengu skell á móti heimsmeisturunum í Dallas í nótt. Karólína Lea hefur ekki áhyggjur af því að svo stór skellur komi niður á sjálfstrausti stelpnanna í framhaldinu. 24. febrúar 2022 07:01 Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38 Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Karólína Lea: Auðvitað hatar maður að tapa en við lærum á þessu fyrir EM Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu fengu skell á móti heimsmeisturunum í Dallas í nótt. Karólína Lea hefur ekki áhyggjur af því að svo stór skellur komi niður á sjálfstrausti stelpnanna í framhaldinu. 24. febrúar 2022 07:01
Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. 24. febrúar 2022 05:38
Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20