Anníe Mist að leggja í hann í tólfta sinn: The Open verður skemmtilegt í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir með þeim Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Lauren Fisher. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir ætlar að hafa gaman á The Open sem hófst í gær með 22.1 en með opna hluta heimsleikanna byrjar nýtt keppnistímabil hjá CrossFit-fólkinu. Anníe Mist er náttúrulega orðin mikill reynslubolti í faginu en þetta verður í tólfta sinn sem hún tekur þátt í The Open. Anníe Mist varð þriðja á heimsleikunum í fyrra en ætlar að taka þátt í liðakeppni heimsleikanna í ár. Hún fær nú í fyrsta sinn í langan tíma að taka The Open æfingarnar með góðri vinkonu sinni Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem er nú komin heim til Íslands. Það lá vel á Anníe Mist, Katrínu Tönju og Lauren Fisher þegar þær stilltu sér upp í aðdraganda fyrstu viku The Open. Fisher verður einmitt í liði Anníe á heimsleikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það er mikill hugur í Anníe eins og mátti lesa í pistil hennar í upphafi tímabilsins. „Fjandakornið hvað The Open verður skemmtilegt í ár. Ég er svo spennt að vera leggja í hann með þennan ótrúlega góða hóp mér við hlið,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist kemur með góð ráð til þeirra sem eru að íhuga að vera með í ár. „Það skiptir ekki máli hvað þú gerðir í fyrra. Þú þarft ekki að gera samanburð en þetta er svo skemmtileg leið til að drífa þig áfram og komast að því hvar þú er í dag og hjálpar þér að setja markmið fyrir komandi mánuði,“ skrifaði Anníe. „Þetta er líka skemmtileg leið til að ýta á eftir vinunum og hvetja þá áfram,“ skrifaði Anníe. „Ég elska The Open en ekki út af æfingunum heldur af því að það vera allir svo spenntir. Ef þér líður vel og ert klár í það af hverju ekki að gera æfinguna aftur þremur dögum síðar. Það er ekki oft sem við getum gert æfingarnar okkar aftur en þegar þú gerir það þá nærðu næstum því alltaf að bæta þig,“ skrifaði Anníe. Það má sjá pistil hennar hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má síðan sjá æfinguna í 22.1 View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Anníe Mist er náttúrulega orðin mikill reynslubolti í faginu en þetta verður í tólfta sinn sem hún tekur þátt í The Open. Anníe Mist varð þriðja á heimsleikunum í fyrra en ætlar að taka þátt í liðakeppni heimsleikanna í ár. Hún fær nú í fyrsta sinn í langan tíma að taka The Open æfingarnar með góðri vinkonu sinni Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem er nú komin heim til Íslands. Það lá vel á Anníe Mist, Katrínu Tönju og Lauren Fisher þegar þær stilltu sér upp í aðdraganda fyrstu viku The Open. Fisher verður einmitt í liði Anníe á heimsleikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það er mikill hugur í Anníe eins og mátti lesa í pistil hennar í upphafi tímabilsins. „Fjandakornið hvað The Open verður skemmtilegt í ár. Ég er svo spennt að vera leggja í hann með þennan ótrúlega góða hóp mér við hlið,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist kemur með góð ráð til þeirra sem eru að íhuga að vera með í ár. „Það skiptir ekki máli hvað þú gerðir í fyrra. Þú þarft ekki að gera samanburð en þetta er svo skemmtileg leið til að drífa þig áfram og komast að því hvar þú er í dag og hjálpar þér að setja markmið fyrir komandi mánuði,“ skrifaði Anníe. „Þetta er líka skemmtileg leið til að ýta á eftir vinunum og hvetja þá áfram,“ skrifaði Anníe. „Ég elska The Open en ekki út af æfingunum heldur af því að það vera allir svo spenntir. Ef þér líður vel og ert klár í það af hverju ekki að gera æfinguna aftur þremur dögum síðar. Það er ekki oft sem við getum gert æfingarnar okkar aftur en þegar þú gerir það þá nærðu næstum því alltaf að bæta þig,“ skrifaði Anníe. Það má sjá pistil hennar hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má síðan sjá æfinguna í 22.1 View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira