Klitschko boxbræðurnir báðir í stríðið gegn Rússum: „Ég verð að berjast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2022 08:30 Wladimir Klitschko fagnar sigri í hnefaleikhringnum með úkraínska fánann. Getty/Martin Rose Tvær af stærstu íþróttastjörnum Úkraínumanna í sögunni eru meðal þeirra sem hafa haldið kyrru fyrir í landinu til að berjast gegn innrás rússneska hersins. Boxbræðurnir Wladimir Klitschko og Vitaly Klitschko urðu báðir heimsmeistarar í hnefaleikum á sínum tíma og þeir ætla ekki að hlaupa frá borði þegar þjóðin þeirra þarf á þeim að halda. Vitali and Wladimir @Klitschko, I am thinking of you, my friends. You were my heroes in the ring and you re my heroes now. https://t.co/hR5U5llTwS— Arnold (@Schwarzenegger) February 25, 2022 Wladimir er 45 ára gamall og Vitaly er fimm árum eldri. Litli bróðirinn biðlaði til heimsins um að gera allt til að stöðva stríðið. „Ég er Wladimir Klitschko og hvet ákaft heiminn til að stoppa þetta stríð sem Rússland byrjaði. Í dag voru óbreyttir borgarar drepnir með eldflaugum,“ sagði Wladimir Klitschko. „Þetta er að gerast í hjarta Evrópu. Það er enginn tími til að bíða áður en þetta verða mannlegar hörmungar. Þú verður að gera eitthvað núna til að stoppa sókn Rússa. Á morgun verður það of seint. Stöðvið þetta stríð,“ sagði Wladimir. Hann gekk í varaliði úkraínska hersins fyrr í þessum mánuði og hefur því verið kallaður út. Eldri bróðirinn, Vitaly Klitschko, er ríkjandi borgarstjóri Kænugarðs og hefur verið það frá árinu 2014. Vitaly ætlar líka að berjast. As Ukraine braces for another night of Russia's invasion, Kyiv Mayor Vitali Klitschko delivers a message to Russian soldiers: "Go back home." https://t.co/SPM3BZrQpR pic.twitter.com/GXSgqtHx5E— CBS News (@CBSNews) February 27, 2022 „Ég hef ekkert val. Ég verð að berjast og ég mun berjast,“ sagði Vitali Klitschko í Good Morning Britain þættinum á ITV. Ég trúi á Úkraínu. Ég hef trú á minni þjóð og á mínu fólki,“ sagði Vitali. Fleiri frægir úkraínskir hnefaleikamenn hafa fylgt fordæmi Klitschko bræðra en einn af tíu bestu hnefaleikamönnum heims í dag, Vasiliy Lomachenko, mun einnig berjast. Lomachenko er 34 ára og varð Ólympíumeistari bæði 2008 í Peking og í London 2012. „Við erum svo stolt af okkar hnefaleikamönnum, þeir eru sannir meistarar í hringnum og líka í þessu stríði. Við erum stoltir að vera Úkraínumenn,“ sagði Mykola Kovalchuk, formaður hnefaleikasamband Úkraínu. Kyiv Mayor Vitali Klitschko says the people of Ukraine are fighting for their independence, their families and their future. pic.twitter.com/h9ohunik1z— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2022 Box Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Boxbræðurnir Wladimir Klitschko og Vitaly Klitschko urðu báðir heimsmeistarar í hnefaleikum á sínum tíma og þeir ætla ekki að hlaupa frá borði þegar þjóðin þeirra þarf á þeim að halda. Vitali and Wladimir @Klitschko, I am thinking of you, my friends. You were my heroes in the ring and you re my heroes now. https://t.co/hR5U5llTwS— Arnold (@Schwarzenegger) February 25, 2022 Wladimir er 45 ára gamall og Vitaly er fimm árum eldri. Litli bróðirinn biðlaði til heimsins um að gera allt til að stöðva stríðið. „Ég er Wladimir Klitschko og hvet ákaft heiminn til að stoppa þetta stríð sem Rússland byrjaði. Í dag voru óbreyttir borgarar drepnir með eldflaugum,“ sagði Wladimir Klitschko. „Þetta er að gerast í hjarta Evrópu. Það er enginn tími til að bíða áður en þetta verða mannlegar hörmungar. Þú verður að gera eitthvað núna til að stoppa sókn Rússa. Á morgun verður það of seint. Stöðvið þetta stríð,“ sagði Wladimir. Hann gekk í varaliði úkraínska hersins fyrr í þessum mánuði og hefur því verið kallaður út. Eldri bróðirinn, Vitaly Klitschko, er ríkjandi borgarstjóri Kænugarðs og hefur verið það frá árinu 2014. Vitaly ætlar líka að berjast. As Ukraine braces for another night of Russia's invasion, Kyiv Mayor Vitali Klitschko delivers a message to Russian soldiers: "Go back home." https://t.co/SPM3BZrQpR pic.twitter.com/GXSgqtHx5E— CBS News (@CBSNews) February 27, 2022 „Ég hef ekkert val. Ég verð að berjast og ég mun berjast,“ sagði Vitali Klitschko í Good Morning Britain þættinum á ITV. Ég trúi á Úkraínu. Ég hef trú á minni þjóð og á mínu fólki,“ sagði Vitali. Fleiri frægir úkraínskir hnefaleikamenn hafa fylgt fordæmi Klitschko bræðra en einn af tíu bestu hnefaleikamönnum heims í dag, Vasiliy Lomachenko, mun einnig berjast. Lomachenko er 34 ára og varð Ólympíumeistari bæði 2008 í Peking og í London 2012. „Við erum svo stolt af okkar hnefaleikamönnum, þeir eru sannir meistarar í hringnum og líka í þessu stríði. Við erum stoltir að vera Úkraínumenn,“ sagði Mykola Kovalchuk, formaður hnefaleikasamband Úkraínu. Kyiv Mayor Vitali Klitschko says the people of Ukraine are fighting for their independence, their families and their future. pic.twitter.com/h9ohunik1z— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2022
Box Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast