Þarf að greiða 1,5 milljón í tannlæknakostnað Inga Bryndís Árnadóttir skrifar 2. mars 2022 20:30 Krabbameinsmeðferð getur haft veruleg áhrif á tannheilsu fólks og er það gífurlega kostnaðarsamt. Þegar þú greinist með krabbamein er ekki það fyrsta sem þú hugsar að fara til tannlæknis til að meta tannheilsu þína en sú heimsókn getur hins vegar sparað þér hundruði þúsunda síðar meir. Afleiðingar lyfja- og geislameðferðar geta valdið breytingum á slímhúð munns og munnvatnskirtla. Þetta getur raskað heilbrigðu jafnvægi baktería og leitt til munnsára, sýkinga, tannskemda og munnþurrks. Oft koma þessar afleiðingar jafnvel ekki fram fyrr en löngu eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Um síðustu áramót urðu breytingar á reglugerð nr. 451/2013 er varðar þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar sem tengjast sjúkdómum og var greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga (SÍ) hækkuð í 80% auk þess sem gjaldskrá var uppfærð sem var orðið löngu tímabært. Við í Krafti fögnum öllum litlum skrefum í rétta átt en betur má ef duga skal. Við vekjum athygli á að mikið ósamræmi er á verðskrá SÍ og verðskrá tannlækna sem og að sönnunarbyrði krabbameinsgreindra er mikil til að niðurgreiðsla fáist. Félagsmaður okkar í Krafti þarf til dæmis að greiða úr eigin vasa 1,5 milljón króna þrátt fyrir að viðkomandi fái fulla niðurgreiðslu frá SÍ vegna tannskemmda sem urðu til vegna aukaverkana í lyfjameðferð. Þetta stafar af misræmi í verðskrá Sjúkratrygginga og verðskrá tannlækna. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikill kostnaður það er fyrir ungan einstakling með fjölskyldu og börn á framfæri. Þá er sönnunarbyrði einstaklinga mikil til að fá niðurgreiðslu sem gerir það að verkum að viðkomandi þarf að taka út tannheilsu sína hjá tannlækni áður en meðferð hefst með dagsettum myndum af ásigkomulagi tanna og tannholds fyrir krabbameinsmeðferð. Það gefur auga leið að þegar fólk fær krabbameinsgreiningu eru aðrir og mikilvægari hlutir í huga en að skella sér í ástandsskoðun á settinu korter í meðferð. Þó ekki sé minnst á að oft gefst ekki tími þarna á milli enda getur verið langur biðlisti hjá tannlæknum. Engu að síður er mjög mikilvægt að krabbameinslæknar séu vakandi fyrir þessum aukaverkunum og bendi sjúklingum sínum á að láta taka út tannheilsu áður en meðferð hefst. Sækja þarf um greiðsluþátttöku SÍ áður en að meðferð hefst en ef sönnun er ekki fyrir hendi neitar SÍ alfarið að taka þátt í kostnaði svo krabbameinsgreindir gætu þurft að leita réttar síns fyrir úrskurðarnefnd velferðarmála sem getur reynst tímafrekt og erfitt og ekki víst að málið falli einstaklingi í vil. Það er alltaf áfall að greinast með krabbamein sama á hvaða aldri þú ert. En ungt fólk sem greinist er oft á tíðum að koma undir sig fótunum, hafa meiri fjárhagslegar skuldbindingar og fjölskyldu á framfæri. Það er því svívirðilegt að slíkur kostnaður eins og hér hefur verið settur fram sé raunverulegt dæmi úr okkar samtíma. Það er virkileg þörf á að tannlækningar verði viðurkenndur kostnaður sem getur fallið til vegna krabbameinsmeðferðar og að tannskemmdir geti verið aukaverkun vegna meðferðar rétt eins og hármissir. Auk þess á að sjálfsögðu að vera samræmi á milli verðskrá tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands. Tannheilsa er ekki annars flokks heilsa og á aldrei að vera forréttindi í okkar samfélagi heldur nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Höfundur er fræðslu - og hagsmunafulltrúi Krafts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Krabbameinsmeðferð getur haft veruleg áhrif á tannheilsu fólks og er það gífurlega kostnaðarsamt. Þegar þú greinist með krabbamein er ekki það fyrsta sem þú hugsar að fara til tannlæknis til að meta tannheilsu þína en sú heimsókn getur hins vegar sparað þér hundruði þúsunda síðar meir. Afleiðingar lyfja- og geislameðferðar geta valdið breytingum á slímhúð munns og munnvatnskirtla. Þetta getur raskað heilbrigðu jafnvægi baktería og leitt til munnsára, sýkinga, tannskemda og munnþurrks. Oft koma þessar afleiðingar jafnvel ekki fram fyrr en löngu eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Um síðustu áramót urðu breytingar á reglugerð nr. 451/2013 er varðar þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar sem tengjast sjúkdómum og var greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga (SÍ) hækkuð í 80% auk þess sem gjaldskrá var uppfærð sem var orðið löngu tímabært. Við í Krafti fögnum öllum litlum skrefum í rétta átt en betur má ef duga skal. Við vekjum athygli á að mikið ósamræmi er á verðskrá SÍ og verðskrá tannlækna sem og að sönnunarbyrði krabbameinsgreindra er mikil til að niðurgreiðsla fáist. Félagsmaður okkar í Krafti þarf til dæmis að greiða úr eigin vasa 1,5 milljón króna þrátt fyrir að viðkomandi fái fulla niðurgreiðslu frá SÍ vegna tannskemmda sem urðu til vegna aukaverkana í lyfjameðferð. Þetta stafar af misræmi í verðskrá Sjúkratrygginga og verðskrá tannlækna. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikill kostnaður það er fyrir ungan einstakling með fjölskyldu og börn á framfæri. Þá er sönnunarbyrði einstaklinga mikil til að fá niðurgreiðslu sem gerir það að verkum að viðkomandi þarf að taka út tannheilsu sína hjá tannlækni áður en meðferð hefst með dagsettum myndum af ásigkomulagi tanna og tannholds fyrir krabbameinsmeðferð. Það gefur auga leið að þegar fólk fær krabbameinsgreiningu eru aðrir og mikilvægari hlutir í huga en að skella sér í ástandsskoðun á settinu korter í meðferð. Þó ekki sé minnst á að oft gefst ekki tími þarna á milli enda getur verið langur biðlisti hjá tannlæknum. Engu að síður er mjög mikilvægt að krabbameinslæknar séu vakandi fyrir þessum aukaverkunum og bendi sjúklingum sínum á að láta taka út tannheilsu áður en meðferð hefst. Sækja þarf um greiðsluþátttöku SÍ áður en að meðferð hefst en ef sönnun er ekki fyrir hendi neitar SÍ alfarið að taka þátt í kostnaði svo krabbameinsgreindir gætu þurft að leita réttar síns fyrir úrskurðarnefnd velferðarmála sem getur reynst tímafrekt og erfitt og ekki víst að málið falli einstaklingi í vil. Það er alltaf áfall að greinast með krabbamein sama á hvaða aldri þú ert. En ungt fólk sem greinist er oft á tíðum að koma undir sig fótunum, hafa meiri fjárhagslegar skuldbindingar og fjölskyldu á framfæri. Það er því svívirðilegt að slíkur kostnaður eins og hér hefur verið settur fram sé raunverulegt dæmi úr okkar samtíma. Það er virkileg þörf á að tannlækningar verði viðurkenndur kostnaður sem getur fallið til vegna krabbameinsmeðferðar og að tannskemmdir geti verið aukaverkun vegna meðferðar rétt eins og hármissir. Auk þess á að sjálfsögðu að vera samræmi á milli verðskrá tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands. Tannheilsa er ekki annars flokks heilsa og á aldrei að vera forréttindi í okkar samfélagi heldur nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Höfundur er fræðslu - og hagsmunafulltrúi Krafts.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun