Er læsi lykill að menntun? Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 3. mars 2022 07:00 Læsi er ekki eingöngu grundvöllur menntunar heldur einnig lýðræðis og félagslegs réttlætis. Læsi má skilja víðum skilningi, s.s. textalæsi, miðlalæsi og tilfinningalæsi. Rannsóknir sýna að kunnátta og færni til að skilja prentaðan texta og tjá sig í rituðu máli skipti miklu og stuðli að farsælli skólagöngu og samfélagsþátttöku. Þó sum börn læri hratt og, að því er virðist áreynslulaust, að lesa og breyta þannig táknum á blaði yfir í hljóð og hugtök, þá er um að ræða margþætt vitrænt og félagslegt ferli sem getur reynst örðugt. Því skiptir miklu að leita sífellt leiða til að öll börn fái stuðning við hæfi, að öllum sé tryggt aðgengi að tungumáli og fjölbreyttum texta samfélags til þess að taka virkan þátt og hafa áhrif á umhverfi sitt. Staðan á Íslandi Alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að staða íslenskra ungmenna þegar kemur að læsi hefur farið hnignandi frá árinu 2000. Gögn sýna að félags- og menningarbakgrunnur hefur veruleg áhrif á gengi nemenda, s.s. menntun og stuðningur foreldra, uppruni og efnahagsleg staða. Drengir standa hallari fæti en stúlkur en PISA niðurstöður 2018 sýndu að 19% stúlkna og 34% drengja teljast ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi, en hér skiptir máli að hafa í huga að könnunin felst í því að leggja mat á hæfni nemenda til að skilja, túlka texta og greina aðalatriði frá aukaatriðum. Ísland á meðal þeirra landa þar sem meiri munur er á stöðu nemenda af erlendum uppruna og jafnöldrum þeirra þegar kemur að læsi. Nemendum af erlendu bergi hefur fjölgað jafnt og þétt frá aldamótum, frá um 3% yfir í 15% allra nemenda hér á landi. Kennarar kalla eftir víðtækari skólaþjónustu og sértækum námsgögnum til að geta stutt nægilega við þennan hóp nemenda. Samstarf um að kveikja neistann Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnuðu saman árið 2021 Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands og við NTNU háskóla í Noregi, leiðir rannsóknir á vegum setursins ásamt teymi innlendra og erlendra fræðimanna. Starfsemi setursins mun einkum beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Fyrsta verkefnið á vegum setursins ber heitið Kveikjum neistann og er unnið í samstarfi við skólasamfélagið í Vestmannaeyjum. Markmið verkefnisins er að kveikja neistann, að hver nemandi tendri áhugann og nái sínum markmiðum með markvissri þjálfun. Í því skyni er lögð áhersla á hreyfingu, ástríðu og samveru og skipulag skóladagsins tekið til endurskoðunar. Sprotar og kveikjur um allt land Styrkleikar íslensks menntakerfis er miklir en sótt er að íslenskunni úr öllum áttum. Nýleg rannsókn á íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum sýndi að verulega þarf að efla skólasöfn og endurnýja þurfi námsgögn til íslenskukennslu. Rannsóknir sýna að mikilvægt er að nota fjölbreytta kennsluhætti sem kveiki áhuga barna og ungmenna á bókalestri og virki nemendur til þátttöku. Víða um land má finna spennandi og áhugaverð þróunarverkefni sem þarf að lyfta upp og draga lærdóm af og í því skyni er brýnt að efla samtal fræðasamfélagsins og fagvettvangs um nýsköpun á sviði menntunar. Læsisráðstefna fimmtudaginn 3. mars Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um læsi fimmtudaginn 3. mars kl. 15.00 þar sem sjónum verður beint að læsi og lestrarkennslu. Á ráðstefnunni fjalla Dr. Snowling og Dr. Nation, helstu læsissérfræðingar á heimsvísu, um hvernig við verðum læs og þann galdur sem felst í að öðlast hæfni til að túlka, skilja og greina margvíslegan texta. Læsi opnar dyr að merkingu, þroska og þátttöku í samfélaginu. Öll eru velkomin á ráðstefnuna í Stakkahlíð í dag kl. 15. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Læsi er ekki eingöngu grundvöllur menntunar heldur einnig lýðræðis og félagslegs réttlætis. Læsi má skilja víðum skilningi, s.s. textalæsi, miðlalæsi og tilfinningalæsi. Rannsóknir sýna að kunnátta og færni til að skilja prentaðan texta og tjá sig í rituðu máli skipti miklu og stuðli að farsælli skólagöngu og samfélagsþátttöku. Þó sum börn læri hratt og, að því er virðist áreynslulaust, að lesa og breyta þannig táknum á blaði yfir í hljóð og hugtök, þá er um að ræða margþætt vitrænt og félagslegt ferli sem getur reynst örðugt. Því skiptir miklu að leita sífellt leiða til að öll börn fái stuðning við hæfi, að öllum sé tryggt aðgengi að tungumáli og fjölbreyttum texta samfélags til þess að taka virkan þátt og hafa áhrif á umhverfi sitt. Staðan á Íslandi Alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að staða íslenskra ungmenna þegar kemur að læsi hefur farið hnignandi frá árinu 2000. Gögn sýna að félags- og menningarbakgrunnur hefur veruleg áhrif á gengi nemenda, s.s. menntun og stuðningur foreldra, uppruni og efnahagsleg staða. Drengir standa hallari fæti en stúlkur en PISA niðurstöður 2018 sýndu að 19% stúlkna og 34% drengja teljast ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi, en hér skiptir máli að hafa í huga að könnunin felst í því að leggja mat á hæfni nemenda til að skilja, túlka texta og greina aðalatriði frá aukaatriðum. Ísland á meðal þeirra landa þar sem meiri munur er á stöðu nemenda af erlendum uppruna og jafnöldrum þeirra þegar kemur að læsi. Nemendum af erlendu bergi hefur fjölgað jafnt og þétt frá aldamótum, frá um 3% yfir í 15% allra nemenda hér á landi. Kennarar kalla eftir víðtækari skólaþjónustu og sértækum námsgögnum til að geta stutt nægilega við þennan hóp nemenda. Samstarf um að kveikja neistann Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnuðu saman árið 2021 Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands og við NTNU háskóla í Noregi, leiðir rannsóknir á vegum setursins ásamt teymi innlendra og erlendra fræðimanna. Starfsemi setursins mun einkum beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Fyrsta verkefnið á vegum setursins ber heitið Kveikjum neistann og er unnið í samstarfi við skólasamfélagið í Vestmannaeyjum. Markmið verkefnisins er að kveikja neistann, að hver nemandi tendri áhugann og nái sínum markmiðum með markvissri þjálfun. Í því skyni er lögð áhersla á hreyfingu, ástríðu og samveru og skipulag skóladagsins tekið til endurskoðunar. Sprotar og kveikjur um allt land Styrkleikar íslensks menntakerfis er miklir en sótt er að íslenskunni úr öllum áttum. Nýleg rannsókn á íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum sýndi að verulega þarf að efla skólasöfn og endurnýja þurfi námsgögn til íslenskukennslu. Rannsóknir sýna að mikilvægt er að nota fjölbreytta kennsluhætti sem kveiki áhuga barna og ungmenna á bókalestri og virki nemendur til þátttöku. Víða um land má finna spennandi og áhugaverð þróunarverkefni sem þarf að lyfta upp og draga lærdóm af og í því skyni er brýnt að efla samtal fræðasamfélagsins og fagvettvangs um nýsköpun á sviði menntunar. Læsisráðstefna fimmtudaginn 3. mars Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um læsi fimmtudaginn 3. mars kl. 15.00 þar sem sjónum verður beint að læsi og lestrarkennslu. Á ráðstefnunni fjalla Dr. Snowling og Dr. Nation, helstu læsissérfræðingar á heimsvísu, um hvernig við verðum læs og þann galdur sem felst í að öðlast hæfni til að túlka, skilja og greina margvíslegan texta. Læsi opnar dyr að merkingu, þroska og þátttöku í samfélaginu. Öll eru velkomin á ráðstefnuna í Stakkahlíð í dag kl. 15. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun