Pavel: Þakið á þessu liði er mjög hátt Árni Jóhannsson skrifar 5. mars 2022 19:03 Pavel Ermolinskij daðraði við þrennuna þegar hann hjálpaði sínum mönnum að leggja Keflavík að velli Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij var sýnilega mjög ánægður með sína menn í dag og úrslitin sem Valur náði í gegn Keflvíkingum. Valsmenn voru með undirtökin lengi vel í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og uppskáru að lokum 88-74 sigur sem lyftir þeim upp í fjórða sæti deildarinnar og nær Keflavík. Hvað var Pavel Ermolinskij þó ánægðastur með í leik sinna manna í kvöld? „Ég er mjög ánægður með sóknarleikinn okkar í dag. Ánægður með boltahreyfinguna og skotin sem við vorum að fá eftir það. Þetta var ekkert sem var teiknað upp, það var bara pjúra frístæl boltahreyfing og mögulega var einhver einhversstaðar opinn. Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur og maður sér núna að menn eru að skjóta og gera hlutina með meira sjálfstrausti en oft áður. Mjög ánægður með það.“ Var eitthvað sem Pavel sér í undirbúningi liðsins sem útskýrir þessa breytingu hjá Valsmönnum? „Það eru engar tilviljanir í þessu. Strákarnir nýttu tímann vel á meðan ég og Kári vorum í landsliðsverkefninu. Við getum svo bara talað hreint út að við stálum mikið af þessu drasli beint úr landsliðinu. Við komum til baka og vorum strax á sömu blaðsíðu, það var eytt mjög miklum tíma í þetta en fyrst og fremst var þetta hugarfarið. Maður þarf stundum að öskra á menn inn á vellinum að halda áfram og haldið áfram að hreyfa boltann og í dag gerðist það. Ef við höldum áfram, vörnin hélt, við erum góðir í vörn, eitthvað þarf að laga og við gerum það og þá verðum við ánægðir.“ Að lokum var Pavel spurður að því hvað þessi frammistaða segði honum um Valsliðið. „Bara sama og allt árið. Þakið á þessu liði er mjög hátt en það á við um mörg lið í deildinni. Ekkert lið er komið á þann stað að taka yfir deildina. Ekkert lið er komið á þann stað sem Keflavík er búið að vera sl. tvö ár. Allir eru að leita að síðustu metrunum sem þeir þurfa að ná, það eru mismunandi hlutir fyrir mismunandi lið en fyrir okkur er það klárlega sóknarleikurinn okkar. Við erum að vinna í því og ef við komumst þangað þá erum við í topp málum.“ Subway-deild karla Valur Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Hvað var Pavel Ermolinskij þó ánægðastur með í leik sinna manna í kvöld? „Ég er mjög ánægður með sóknarleikinn okkar í dag. Ánægður með boltahreyfinguna og skotin sem við vorum að fá eftir það. Þetta var ekkert sem var teiknað upp, það var bara pjúra frístæl boltahreyfing og mögulega var einhver einhversstaðar opinn. Þetta hefur vantað hjá okkur í vetur og maður sér núna að menn eru að skjóta og gera hlutina með meira sjálfstrausti en oft áður. Mjög ánægður með það.“ Var eitthvað sem Pavel sér í undirbúningi liðsins sem útskýrir þessa breytingu hjá Valsmönnum? „Það eru engar tilviljanir í þessu. Strákarnir nýttu tímann vel á meðan ég og Kári vorum í landsliðsverkefninu. Við getum svo bara talað hreint út að við stálum mikið af þessu drasli beint úr landsliðinu. Við komum til baka og vorum strax á sömu blaðsíðu, það var eytt mjög miklum tíma í þetta en fyrst og fremst var þetta hugarfarið. Maður þarf stundum að öskra á menn inn á vellinum að halda áfram og haldið áfram að hreyfa boltann og í dag gerðist það. Ef við höldum áfram, vörnin hélt, við erum góðir í vörn, eitthvað þarf að laga og við gerum það og þá verðum við ánægðir.“ Að lokum var Pavel spurður að því hvað þessi frammistaða segði honum um Valsliðið. „Bara sama og allt árið. Þakið á þessu liði er mjög hátt en það á við um mörg lið í deildinni. Ekkert lið er komið á þann stað að taka yfir deildina. Ekkert lið er komið á þann stað sem Keflavík er búið að vera sl. tvö ár. Allir eru að leita að síðustu metrunum sem þeir þurfa að ná, það eru mismunandi hlutir fyrir mismunandi lið en fyrir okkur er það klárlega sóknarleikurinn okkar. Við erum að vinna í því og ef við komumst þangað þá erum við í topp málum.“
Subway-deild karla Valur Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira