Vaktin: „Þeir munu ekki eiga friðsælan stað á þessari jörðu“ Hólmfríður Gísladóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 6. mars 2022 07:56 Hermaður í Úkraínu aðstoðar eldri konu í bænum Irpin í dag. Vísir/AP Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem Úkraínumenn freista þess nú að verja nokkrar lykilborgir á sama tíma og Rússar sækja hart fram. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt ávarp í kvöld þar sem hann gagnrýndi þögn Vesturlanda vegna orða varnarmálaráðuneytis Rússa um árásir á varnarinnviði Úkraínu. Hann sagði dirfsku Rússa skýrt merki um að þvinganir Vesturlandaþjóða væru ekki að virka. Byrjað er að ræða við Úkraínumenn sem hafa yfirgefið heimkynni sín vegna mögulegra stríðsglæpa Rússa. Íbúar bæjarins Irpin lentu í miðri sprengjuárás Rússa þegar þeir flúðu heimili sín í dag. Átta almennir borgarar féllu í árásunum. Þúsundir mótmælenda voru handteknir í Rússlandi í dag þar sem hernaði Rússa í Úkraínu var mótmælt Úkraínski herinn segir meira en 11 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum. Um það bil 285 skriðdrekar hafi verið eyðilagðir, 48 þyrlur og 44 flugvélar. Almennir borgarar eru sagðir hafa látist þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðabyggð í Zhytomyr, um það bil 140 kílómetra norðvestur af Kænugarði, og á bæinn Korosten. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ræddu saman í nótt. Umræðuefnið var aðstoð Bandaríkjamanna við Úkraínu og refsiaðgerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt ávarp í kvöld þar sem hann gagnrýndi þögn Vesturlanda vegna orða varnarmálaráðuneytis Rússa um árásir á varnarinnviði Úkraínu. Hann sagði dirfsku Rússa skýrt merki um að þvinganir Vesturlandaþjóða væru ekki að virka. Byrjað er að ræða við Úkraínumenn sem hafa yfirgefið heimkynni sín vegna mögulegra stríðsglæpa Rússa. Íbúar bæjarins Irpin lentu í miðri sprengjuárás Rússa þegar þeir flúðu heimili sín í dag. Átta almennir borgarar féllu í árásunum. Þúsundir mótmælenda voru handteknir í Rússlandi í dag þar sem hernaði Rússa í Úkraínu var mótmælt Úkraínski herinn segir meira en 11 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum. Um það bil 285 skriðdrekar hafi verið eyðilagðir, 48 þyrlur og 44 flugvélar. Almennir borgarar eru sagðir hafa látist þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðabyggð í Zhytomyr, um það bil 140 kílómetra norðvestur af Kænugarði, og á bæinn Korosten. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ræddu saman í nótt. Umræðuefnið var aðstoð Bandaríkjamanna við Úkraínu og refsiaðgerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira