Ellefu MR-ingar röðuðu sér í sautján efstu sætin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2022 11:05 Keppendur í húsakynnum HR um helgina þegar gögnin voru afhent. Aðsend Ellefu nemendur við Menntaskólann í Reykjavík höfnuðu í efstu sautján sætunum í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fram fór um helgina. Þrjátíu keppendur mættu til leiks og fór svo að Benedikt Vilji Magnússon úr MR sigraði með 52 stigum af 60 mögulegum. Í 2. sæti var Sverrir Hákonarson, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, með 49 stig, í 3. sæti með 40 stig var Selma Rebekka Kattoll úr Menntaskólanum í Reykjavík og í 4. sæti með 39 stig var Ragna María Sverrisdóttir úr Verzlunarskóla Íslands. Nemendur í 17 efstu sætunum munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 4. apríl næstkomandi. Til að taka þátt í Ólympíukeppninni í stærðfræði þurfa nemendur að standa sig vel í forkeppni og vera yngri en 20 ára þegar keppnin fer fram í júlí. Þremur nemendum hefur nú þegar verið boðið að taka sæti í sex manna liði Íslands fyrir Ólympíukeppnina í Osló í Noregi í ár en það eru þau Benedikt Vilji, Sverrir og Ragna María. Selma Rebekka verður því miður nýorðin tvítug þegar keppnin fer fram. Ragna María er á fyrsta ári í Verzlunarskólanum og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Hvaða þrír nemendur til viðbótar bætast í sex manna lið Íslands mun ráðast að lokinni Norrænu keppninni. Það getur verið gott að gæða sér á skúffuköku og mjólk á milli þess sem hann reiknar stærðfræði.Aðsend Úrslit voru tilkynnt í verðlaunahófi í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 6. mars. Farið var yfir stærðfræðikeppnisárið og viðurkenningar afhentar, en efstu keppendur hlutu auk þess peningaverðlaun; 50 þúsund fyrir 1. sæti, 30 þúsund fyrir 2. sæti og 20 þúsund fyrir 3. sæti. Keppnin er undirbúin í sjálfboðaliðastarfi nefndar á vegum Stærðfræðafélags Íslands og Félags raungreinakennara og fyrir úrslitakeppnina lagði Háskólinn í Reykjavík til húsnæði og kaffiveitingar. Alls 215 nemendur víðs vegar af landinu úr 16 framhaldsskólum tóku þátt í forkeppninni í ár, en þeim rétt rúmlega fjörutíu sem bestum árangri náðu þá var boðið til leiks í úrslitum. Hafa þeir nemendur fengið send æfingardæmi í vetur, til undirbúnings fyrir úrslitarimmuna. Lokakeppnin samanstóð af sex verkefnum sem nemendur fengu fjóra tíma til að glíma við. Bestum árangri náðu þau í dæmi 3 en það var á þessa leið: Hver er mesti fjöldi búta sem fæst þegar hringskífu er skipt með 6 beinum línum? Vitanlega þurfti rökstuðningur að fylgja svarinu. Í efstu 17 sætunum voru eftirfarandi nemendur sem taka munu þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni þann fyrsta apríl: 1. Benedikt Vilji Magnússon - Menntaskólanum í Reykjavík 2. Sverrir Hákonarson - Verzlunarskóli Íslands 3. Selma Rebekka Kattoll - Menntaskólanum í Reykjavík 4. Ragna María Sverrisdóttir - Verzlunarskóli Íslands 5. Kirill Zolotuskiy - Menntaskólanum í Reykjavík 6. Kristján Dagur Jónsson - Menntaskólanum í Reykjavík 7. Hrafnkell Hvanndal Halldórsson - Menntaskólanum í Reykjavík 8.-9. Gústav Nilsson - Verzlunarskóla Íslands 8.-9. Arnar Dór Vignisson - Menntaskólanum í Reykjavík 10. Viktor Már Guðmundsson - Menntaskólanum í Reykjavík 11. Einar Andri Víðisson - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Ísak Norðfjörð - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Freyr Víkingur Einarsson - Menntaskólanum við Hamrahlíð 12.-14. Ingi Hrannar-Pálmason - Menntaskólanum á Akureyri 15.-16. Veigar Elí Grétarsson - Verzlunarskóla Íslands 15.-16. Matthías Andri Hrafnkelsson - Menntaskólanum í Reykjavík 17. Matthildur Peta Jónsdóttir - Menntaskólanum í Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Í 2. sæti var Sverrir Hákonarson, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, með 49 stig, í 3. sæti með 40 stig var Selma Rebekka Kattoll úr Menntaskólanum í Reykjavík og í 4. sæti með 39 stig var Ragna María Sverrisdóttir úr Verzlunarskóla Íslands. Nemendur í 17 efstu sætunum munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 4. apríl næstkomandi. Til að taka þátt í Ólympíukeppninni í stærðfræði þurfa nemendur að standa sig vel í forkeppni og vera yngri en 20 ára þegar keppnin fer fram í júlí. Þremur nemendum hefur nú þegar verið boðið að taka sæti í sex manna liði Íslands fyrir Ólympíukeppnina í Osló í Noregi í ár en það eru þau Benedikt Vilji, Sverrir og Ragna María. Selma Rebekka verður því miður nýorðin tvítug þegar keppnin fer fram. Ragna María er á fyrsta ári í Verzlunarskólanum og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Hvaða þrír nemendur til viðbótar bætast í sex manna lið Íslands mun ráðast að lokinni Norrænu keppninni. Það getur verið gott að gæða sér á skúffuköku og mjólk á milli þess sem hann reiknar stærðfræði.Aðsend Úrslit voru tilkynnt í verðlaunahófi í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 6. mars. Farið var yfir stærðfræðikeppnisárið og viðurkenningar afhentar, en efstu keppendur hlutu auk þess peningaverðlaun; 50 þúsund fyrir 1. sæti, 30 þúsund fyrir 2. sæti og 20 þúsund fyrir 3. sæti. Keppnin er undirbúin í sjálfboðaliðastarfi nefndar á vegum Stærðfræðafélags Íslands og Félags raungreinakennara og fyrir úrslitakeppnina lagði Háskólinn í Reykjavík til húsnæði og kaffiveitingar. Alls 215 nemendur víðs vegar af landinu úr 16 framhaldsskólum tóku þátt í forkeppninni í ár, en þeim rétt rúmlega fjörutíu sem bestum árangri náðu þá var boðið til leiks í úrslitum. Hafa þeir nemendur fengið send æfingardæmi í vetur, til undirbúnings fyrir úrslitarimmuna. Lokakeppnin samanstóð af sex verkefnum sem nemendur fengu fjóra tíma til að glíma við. Bestum árangri náðu þau í dæmi 3 en það var á þessa leið: Hver er mesti fjöldi búta sem fæst þegar hringskífu er skipt með 6 beinum línum? Vitanlega þurfti rökstuðningur að fylgja svarinu. Í efstu 17 sætunum voru eftirfarandi nemendur sem taka munu þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni þann fyrsta apríl: 1. Benedikt Vilji Magnússon - Menntaskólanum í Reykjavík 2. Sverrir Hákonarson - Verzlunarskóli Íslands 3. Selma Rebekka Kattoll - Menntaskólanum í Reykjavík 4. Ragna María Sverrisdóttir - Verzlunarskóli Íslands 5. Kirill Zolotuskiy - Menntaskólanum í Reykjavík 6. Kristján Dagur Jónsson - Menntaskólanum í Reykjavík 7. Hrafnkell Hvanndal Halldórsson - Menntaskólanum í Reykjavík 8.-9. Gústav Nilsson - Verzlunarskóla Íslands 8.-9. Arnar Dór Vignisson - Menntaskólanum í Reykjavík 10. Viktor Már Guðmundsson - Menntaskólanum í Reykjavík 11. Einar Andri Víðisson - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Ísak Norðfjörð - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Freyr Víkingur Einarsson - Menntaskólanum við Hamrahlíð 12.-14. Ingi Hrannar-Pálmason - Menntaskólanum á Akureyri 15.-16. Veigar Elí Grétarsson - Verzlunarskóla Íslands 15.-16. Matthías Andri Hrafnkelsson - Menntaskólanum í Reykjavík 17. Matthildur Peta Jónsdóttir - Menntaskólanum í Reykjavík
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira