Þorkell dregur framboðið til baka í kjölfar „rætinnar gagnrýni“ Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 08:00 Þorkell Sigurlaugsson sækist nú einnig eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þorkell Sigurlaugsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis (FEB) til baka. Hann segir að eftir umhugsun og samtöl við stuðningsfólk hafi honum ekki þótt við hæfi að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og þá hafi hann ekki viljað trufla framboð sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þar sem hann sækist eftir 2. sæti. Þorkell greinir frá ákvörðun sinni í færslu á Facebook-síðu sinni, en aðalfundur FEB verður haldinn í Gullhömrum í dag. Þorkell segist í gær hafa átt gott samtal við Ingibjörgu Sverrisdóttur, núverandi formann FEB, í gær þar sem hún hafi tekið undir flest af því sem hann hafi lagt áherslu á varðandi mögulegar breytingar og nýjungar í starfi félagsins. Þá segir hann að þau muni eftir atvikum vinna saman að einhverjum verkefnum þar að lútandi. Rætin gagnrýni Þorkell segir að það hafi haft áhrif á ákvörðun sína að fram hafi komið afar rætin gagnrýni á sig og fullyrðingar um að hann væri leppur ákveðinna einstaklinga sem hafi ætlað að notafæra sér félagið og ná yfirtöku á félaginu og nýta til eigin ávinnings. Hann segir að framboð sitt til formanns FEB, á sama tíma og hann sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, augljóslega hafa haft áhrif á viðhorf sumra til sín. Bæði hann og Ingibjörg séu starfandi í Sjálfstæðisflokknum. „Það hafði greinilega áhrif að fram kom ýmis afar rætin gagnrýni á mig og fullyrðingar um að ég væri leppur sumra sem ætluðu að notafæra sér félagið og ná þannig með mér yfirtöku á félaginu og nýta svo félagið til eigin ávinnings. Þetta truflaði augljóslega sumt stuðningsfólk mitt, en ég gat ekki hugsað mér að fara niður á þetta plan og taka þátt í starfsemi félagsins með þvílík ósannindi og áróður gegn mér m.a. af tveimur sitjandi stjórnarmönnum félagsins sem var misboðið að ég skyldi bjóða mig fram gegn sitjandi formanni,“ segir Þorkell. Ekki persónuleg gagnrýni Hann segir að framboð sitt til formanns FEB hafi aldrei verið sett fram með einhverri persónulegri gagnrýni á formann félagsins heldur fyrst og fremst til að vinna að ákveðnum breytingum og nýjum áherslum í starfsemi félagsins. „Við Ingibjörg ræddum málin eins og áður sagði og engir eftirmálar eru hvað þetta varðar af okkar hálfu. Ég vil þakka þeim sem studdu þetta framboð mitt og vona að þeir sýni ákvörðun minni skilning að draga framboð mitt til baka við þessar aðstæður,“ segir Þorkell að lokum. Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Eldri borgarar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þorkell greinir frá ákvörðun sinni í færslu á Facebook-síðu sinni, en aðalfundur FEB verður haldinn í Gullhömrum í dag. Þorkell segist í gær hafa átt gott samtal við Ingibjörgu Sverrisdóttur, núverandi formann FEB, í gær þar sem hún hafi tekið undir flest af því sem hann hafi lagt áherslu á varðandi mögulegar breytingar og nýjungar í starfi félagsins. Þá segir hann að þau muni eftir atvikum vinna saman að einhverjum verkefnum þar að lútandi. Rætin gagnrýni Þorkell segir að það hafi haft áhrif á ákvörðun sína að fram hafi komið afar rætin gagnrýni á sig og fullyrðingar um að hann væri leppur ákveðinna einstaklinga sem hafi ætlað að notafæra sér félagið og ná yfirtöku á félaginu og nýta til eigin ávinnings. Hann segir að framboð sitt til formanns FEB, á sama tíma og hann sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, augljóslega hafa haft áhrif á viðhorf sumra til sín. Bæði hann og Ingibjörg séu starfandi í Sjálfstæðisflokknum. „Það hafði greinilega áhrif að fram kom ýmis afar rætin gagnrýni á mig og fullyrðingar um að ég væri leppur sumra sem ætluðu að notafæra sér félagið og ná þannig með mér yfirtöku á félaginu og nýta svo félagið til eigin ávinnings. Þetta truflaði augljóslega sumt stuðningsfólk mitt, en ég gat ekki hugsað mér að fara niður á þetta plan og taka þátt í starfsemi félagsins með þvílík ósannindi og áróður gegn mér m.a. af tveimur sitjandi stjórnarmönnum félagsins sem var misboðið að ég skyldi bjóða mig fram gegn sitjandi formanni,“ segir Þorkell. Ekki persónuleg gagnrýni Hann segir að framboð sitt til formanns FEB hafi aldrei verið sett fram með einhverri persónulegri gagnrýni á formann félagsins heldur fyrst og fremst til að vinna að ákveðnum breytingum og nýjum áherslum í starfsemi félagsins. „Við Ingibjörg ræddum málin eins og áður sagði og engir eftirmálar eru hvað þetta varðar af okkar hálfu. Ég vil þakka þeim sem studdu þetta framboð mitt og vona að þeir sýni ákvörðun minni skilning að draga framboð mitt til baka við þessar aðstæður,“ segir Þorkell að lokum.
Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Eldri borgarar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira