Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. mars 2022 07:00 Hulda Bjarnadóttir hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands er ein þeirra sem hefur lokið námi í Harvard þar sem verið er að boða ný viðmið fyrir stjórnendur framtíðarinnar: Sjálfbærni sem meðal annars tekur mið af því að ná því besta úr starfsfólki með því að huga mun betur að heilsu þeirra en áður. Til dæmis með aðstöðu til hugarræktar. Hulda segir okkur mögulega þurfa að opna hjartastöðina betur. Vísir/Vilhelm Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. „Þarna eru stóru spurningarnar ræddar og það er litið svo á að það sé verið að útskrifa kynslóð stjórnenda sem þurfi að huga að þeim leiðum sem munu hafa jákvæð áhrif og bæta heilsu og vellíðan mannkynsins,“ segir Hulda meðal annars um námið, en það hvað fólk lærir þar er gott dæmi um breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða og því viðhorfi til framtíðar sem þarf að ríkja til að stuðla að sem bestri líðan starfsfólks. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um ólíkar og jafnvel nýjar áskoranir vinnustaða sem vilja stuðla að bættri andlegri heilsu starfsfólks. Í gær var fjallað um heilsukvíða sem dæmi um nýja áskorun fyrir stjórnendur að læra að þekkja. Í dag er sagt frá því hvað stórar og virtar námstofnanir eru að boða í leiðtogafræðum fyrir næstu kynslóð stjórnenda. Líka aðstaða til að rækta hugann Námið sem Hulda fór í gengur út á leiðtogafræði í sjálfbærni. Að sögn Huldu var sjálfbærnin sem heild ekki mikið rædd í MBA náminu sem hún fór í árið 2008 enda umræðan um sjálfbærni komin skemmra á veg þá. Hulda fór síðan að svipast um eftir einhvers konar námi sem þessu, eftir að hafa starfað um tíma í Marel þar sem mikil áhersla er lögð á sjálfbærni, nýtni, rekjanleika, samfélagið og þróun almennt. „Mig langaði í nám sem gæti styrkt skilninginn á því hvernig við tengjum þessa sjálfbærni hugsun við fólkið okkar og vistkerfinu í heild. Þar sem þróun og vöxturinn fara saman. Mig langaði líka að tengjast nemendum frá öllum heiminum sem væru raunverulega að vinna með sjálfbærni,“ segir Hulda. Úr varð að hún skráði sig í nám í Harvard sem heitir Executive Education for Sustainability Leadership og tilheyrir það einingu hjá Harvard sem kallast T.H. Chan School of Public Health og er deild sem stofnuð var árið 2013. Það sem til dæmis heillaði Huldu við námið var Well vottunarleið. Hulda segir fólk gjarnan þekkja staðla á borð við ISO staðla, en að það sé ekki orðið jafn algengt að ræða hreina og skýra velferðarstaðla, þó að vissulega séu einstaka þættir ræddir. Í Well vottunarleiðinni er komin skýr leið fyrir vinnustaði að vinna markvisst með velferðarstefnu starfsfólks og samfélagsins í huga. Allt frá því hvernig bygging vinnustaðarins er, rýmin á vinnustaðnum eða vinnustaðamenningin. „Öll þessi hugmyndafræði styður við betri heilsu og vellíðan starfsfólks,“ segir Hulda og nefnir sem dæmi nokkur praktísk atriði sem skýra betur út hvað þetta þýðir í raun: „Þetta þýðir að vinnustaðir eru að bjóða upp á hljóðvæn herbergi, líkamsræktarstöðu, hvíldarherbergi og fleira. Um daginn sá ég líka „Mind Fitness Room“ sem er ekki ólíkt hvíldarherberginu sem við erum með hjá Marel. Rannsóknir sýna orðið fram á að vinnustaðir geta aukið framleiðni sína með því að bjóða upp á svona vinnuumhverfi, sem stuðlar að heilbrigði starfsfólks og vellíðan. Þá á það ekkert síður við í orðræðu og hegðun og þá reynir á gildi og útskrifuð viðmið fyrirtækisins.“ Engin regla reglan En eru þetta bara orðin tóm, einhver ný fræði sem eru heillandi en eiga ekkert við rök að styðjast þegar kemur að atvinnulífinu sjálfu? Hulda segir að svo sé alls ekki og til að mynda megi nefna nokkur bandarísk stórfyrirtæki sem eru komin nokkuð langt. Netflix er mikið nefnt og þar er kannski þekktast eftir að bókin þeirra No Rules Rules kom út. Starfsfólkinu er í raun treyst fyrir miklum sveigjanleika og ábyrgð um leið. Og í raun má segja að Covid hafi innleitt þá hugsun í stjórnun og sýnt fram á hversu vel fólk kann að meta það,“ nefnir Hulda sem dæmi og bætir við: „Starbucks og Google eru líka oft nefnd sem dæmi um fyrirtæki sem eru komin mjög langt. Að teljast vera komin nokkuð langt þýðir að fyrirtækin eru búin að þróa vinnuumhverfið vel í kringum þarfir starfsmanna og þau skilja orðið vel hvernig þau nái því besta fram hjá hverjum starfsmanni. Þannig er sífellt reynt að tryggja starfsfólkinu vinnuumhverfi sem styður við góða heildarupplifun og heilbrigt vinnuumhverfi.“ Hulda tekur þó fram að það að innleiða Well vottunina á vinnustað sé alls ekkert skilyrði fyrir slíkt. „Sumir byggja á svipaðri aðferðarfræði þó þeir séu ekki með formlega vottun í gangi,“ segir Hulda og bætir við að henni hafi til dæmis fundist gaman að upplifa það í náminu að hennar eigin vinnustaður, Marel, stendur framarlega í mörgu af því sem þarna var boðað. Til dæmis hefur Marel Ísland hannað húsnæðið með tilliti til hljóðvistar, boðið er upp á líkamsrækt og aðstöðu fyrir hvíld og hugarrækt starfsfólks, boðið er upp á hollan og góðan mat, heilsueftirlit og fleira.“ Við þurfum að upplifa okkar tilgang í vinnunni Það sem Huldu fannst standa upp úr í náminu var hversu mikil áhersla var lögð á að hver og ein manneskja í vinnu, sama við hvað hún starfar, finni tilganginn sinn í vinnunni. „Það er þekkt að ungt fólk vill gjarnan hafa tilgang með vinnu sinni en það er ekkert síður mikilvægt fyrir fullorðna að tengja við tilgang síns fyrirtækis. Við vinnum markvisst með þetta og mælum, en það var smá mystería yfir því hversu djúpt þau fóru. Þessi sameiginlegi tilgangur okkar getur skipt sköpum til að við látum hlutina hreyfast í sömu átt í ákvarðanatöku,“ segir Hulda og bætir við: „Í þessu samhengi er gott fyrir vinnustaði að skoða hvernig ákvarðanatökur eru teknar. Oft þegar talað er um skjótari ákvarðanatökur þá er aðferðarfræði á borð við Agile stundum nefnd, en þarna var mikið talað um flæðis-ákvarðanatöku.“ Flæði þurfi alltaf í vinnu að vera náttúrulegt og gott. Ekki bara einhver verkefni sem hreinlega rúlla hvert á fætur öðru. Vinnustaðamenningin þurfi frekar að endurspegla það verklag að öll verkefni séu unnin í góðu flæði. „Fólk þarf að treysta sér til að taka frumkvæði og vera treyst. Og þegar einstaklingur á að taka verkefnin áfram þá þarf viðkomandi að vera meðvitaður um hvernig strúktúrar einir og sér geta eyðilagt fyrir flæðinu. Stundum tölum við um þunglamalegan eða stofnanalegan kúltúr.“ Til frekari útskýringar segir Hulda að ákvarðanatökur á vinnustað þurfi helst að vera þannig að sem flestum finnist þeir hafa eitthvað um hlutina að segja. Að starfsfólkinu finnist það raunverulega hluti af heildinni. Eigum að opna betur á hjartastöðina okkar En hvað er þetta að þýða nákvæmlega? „Þetta þýðir að við erum orðnar mjög fræðilegar!“ segir Hulda og skellir upp úr en útskýrir að það þurfi að flakka milli kerfa um leið og tregða myndast, ef ætlunin er að hafa raunverulega áhrif og ná fram jákvæðum áhrifum. „Og svo er það heildarmyndin. Það getur ekki allt bara gengið út á vöxt. Þar þarf að vera jafnvægi á milli þess hvernig valdastrúktúrinn virkar hjá fyrirtækinu annars vegar og að hann eyðileggi ekki náttúrulega hugmyndasköpun, virkni og eldmóð starfsmanna hins vegar. Þar tengjast álag og streita og svo miklu meira inn.“ Annað sem Huldu fannst mikilvægt að nefna er hvernig við metum starfsfólk og teymi. Þar segir hún fræðin segja mikilvægara að ná fram styrk og hæfileika hvers og eins, frekar en hæfni hvers og eins. „Við þekkjum þetta úr íþróttunum. Þetta þýðir í rauninni að við erum fyrir alvöru að tengjast, fólk við fólk. Á sannan máta þar sem við erum til staðar fyrir hvert annað og við vöxum saman,“ segir Hulda og bætir við: Þegar að þetta gerist leysist mögulega eitthvað úr læðingi. Eigum við ekki að segja að allir hafi gott af því að opna aðeins meira á hjartastöðina og nýta tilfinningagreindina sem er oft að tala til okkar. Innsæið sem við ýtum svo oft til hliðar því allir eru svo uppteknir.“ Þá segir Hulda að tæknin sem nú er komin sé líka að aðstoða fólk við að verða meðvitaðra um sitt nær umhverfi í vinnu. Sem dæmi nefnir hún mælaborð sem tæknirisarnir eru farnir að hanna. Þetta er þá mælaborð fyrir stjórnendur og starfsmenn, sem geta fylgst með því hvernig þeim gengur að stuðla að meiri jafnvægi og meðvitund. Jafn einfalt í notkun og app sem telja skrefin okkar yfir daginn eða álíka heilsumarkmið. „Við sjáum til dæmis hvernig íhugunarfyrirtækið Space er komið í samstarf við Microsoft , en Space hvetur fólk til að skipuleggja hugleiðslutíma fyrir sig á vinnutímanum sínum, rétt eins og við skipuleggjum fundi,“ segir Hulda og nefnir að á Íslandi sé Flow dæmi um íslenskt hugvit sem býður upp á svona núvitundartækni á vinnustað. „Allt snýst um að gera starfsmanninn meðvitaðan. Með svona tækni nálgun nær maður skipulögðum fókustíma og sjálfsrækt og dagurinn er ekki bara étinn upp með fundarsetu. Því ef það er reyndin þá mun framleiðsla gagna alltaf bara fara fram um kvöld og helgar og hvíldin raunverulega aldrei í boði. Spennandi þróun framundan í atvinnulífinu Hulda segir augljóst að breyttir tímar eru að renna upp í atvinnulífinu um allan heim eftir Covid. Þó að það sé kannski heppilegra að tala um þróun og endurnýjaðar þarfir. Alls kyns atriði sem við áður hugsuðum minna um, skoðum við vonandi í meira mæli á fyrirtækjavísu. Svefnstjórnun, fjámálaheilsa, og allt það sem styður við heildstæða nálgun á líf okkar. „Og svo er alltaf spennandi að vinna með jafnvægi vinnu og einkalífs. Ég held að við þurfum alltaf að vera meðvituð um að koma okkur út úr viðjum vanans.“ Sem dæmi um hvernig fyrirtæki þurfa að brjótast úr viðjum vanans, nefnir Hulda fundarmenningu. Ég las til dæmis pistil um daginn þar sem fram kom að almennt er það 20% í fyrirtækinu sem stendur fyrir 80% af þeim fundum sem þar eru haldnir. Og 65% stjórnenda í rannsókn Microsoft Workplace sögðu fundi halda þeim frá að sinna sinni eigin vinnu. Þetta er góð vísbending um hvernig mörg fyrirtæki þurfa að endurskoða betur álags- og framleiðslugetu. Tímastýra betur og hjálpa fólkinu að vinna alla þessa hluti þegar hraðinn er orðinn svona mikill og allir geta náð í mann alls staðar,“ segir Hulda og bætir við: „Svefn er til dæmis mikið í umræðunni og sífellt fleiri vinnustaðir eru að innleiða heilsu- og velferðaprógröm sem hafa nú þegar sannað gildi sitt í veikindafjarveru og almennum forvörnum. Ég vona að atvinnulífið til framtíðar þróist í þá átt að vinna enn markvissara að heilsutengda þættinum hjá starfsfólki sínu og hugi þá ekkert síður að andlega þættinum og sjálfsrækt.“ Hér má sjá viðtal dagsins í gær þar sem fjallað er um heilsukvíða og hvernig hann getur hamlað fólki í lífi og starfi og er gott dæmi um nýja þekkingu sem stjórnendur þurfa að viða að sér. Stjórnun Mannauðsmál Heilsa Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00 Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01 Straumar og stefnur 2022: Hvað breytist í vinnunni okkar? Á þessum tíma árs rýnum við í það hvað spámenn segja um strauma og stefnur atvinnulífsins fyrir næsta ár. 29. desember 2021 07:01 Stjórnendur þurfa að huga að starfsfólkinu en ekki aðeins hluthöfum og viðskiptavinum „Svo mánuðum skiptir hafa starfsmenn fylgt sé að baki stjórnendum og gert það sem gera þarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie en bendir á að eftir tuttugu mánaða tímabil í heimsfaraldri, sé mikilvægt fyrir stjórnendur nú að skoða sambandið sitt við starfsfólk. 26. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Þarna eru stóru spurningarnar ræddar og það er litið svo á að það sé verið að útskrifa kynslóð stjórnenda sem þurfi að huga að þeim leiðum sem munu hafa jákvæð áhrif og bæta heilsu og vellíðan mannkynsins,“ segir Hulda meðal annars um námið, en það hvað fólk lærir þar er gott dæmi um breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða og því viðhorfi til framtíðar sem þarf að ríkja til að stuðla að sem bestri líðan starfsfólks. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um ólíkar og jafnvel nýjar áskoranir vinnustaða sem vilja stuðla að bættri andlegri heilsu starfsfólks. Í gær var fjallað um heilsukvíða sem dæmi um nýja áskorun fyrir stjórnendur að læra að þekkja. Í dag er sagt frá því hvað stórar og virtar námstofnanir eru að boða í leiðtogafræðum fyrir næstu kynslóð stjórnenda. Líka aðstaða til að rækta hugann Námið sem Hulda fór í gengur út á leiðtogafræði í sjálfbærni. Að sögn Huldu var sjálfbærnin sem heild ekki mikið rædd í MBA náminu sem hún fór í árið 2008 enda umræðan um sjálfbærni komin skemmra á veg þá. Hulda fór síðan að svipast um eftir einhvers konar námi sem þessu, eftir að hafa starfað um tíma í Marel þar sem mikil áhersla er lögð á sjálfbærni, nýtni, rekjanleika, samfélagið og þróun almennt. „Mig langaði í nám sem gæti styrkt skilninginn á því hvernig við tengjum þessa sjálfbærni hugsun við fólkið okkar og vistkerfinu í heild. Þar sem þróun og vöxturinn fara saman. Mig langaði líka að tengjast nemendum frá öllum heiminum sem væru raunverulega að vinna með sjálfbærni,“ segir Hulda. Úr varð að hún skráði sig í nám í Harvard sem heitir Executive Education for Sustainability Leadership og tilheyrir það einingu hjá Harvard sem kallast T.H. Chan School of Public Health og er deild sem stofnuð var árið 2013. Það sem til dæmis heillaði Huldu við námið var Well vottunarleið. Hulda segir fólk gjarnan þekkja staðla á borð við ISO staðla, en að það sé ekki orðið jafn algengt að ræða hreina og skýra velferðarstaðla, þó að vissulega séu einstaka þættir ræddir. Í Well vottunarleiðinni er komin skýr leið fyrir vinnustaði að vinna markvisst með velferðarstefnu starfsfólks og samfélagsins í huga. Allt frá því hvernig bygging vinnustaðarins er, rýmin á vinnustaðnum eða vinnustaðamenningin. „Öll þessi hugmyndafræði styður við betri heilsu og vellíðan starfsfólks,“ segir Hulda og nefnir sem dæmi nokkur praktísk atriði sem skýra betur út hvað þetta þýðir í raun: „Þetta þýðir að vinnustaðir eru að bjóða upp á hljóðvæn herbergi, líkamsræktarstöðu, hvíldarherbergi og fleira. Um daginn sá ég líka „Mind Fitness Room“ sem er ekki ólíkt hvíldarherberginu sem við erum með hjá Marel. Rannsóknir sýna orðið fram á að vinnustaðir geta aukið framleiðni sína með því að bjóða upp á svona vinnuumhverfi, sem stuðlar að heilbrigði starfsfólks og vellíðan. Þá á það ekkert síður við í orðræðu og hegðun og þá reynir á gildi og útskrifuð viðmið fyrirtækisins.“ Engin regla reglan En eru þetta bara orðin tóm, einhver ný fræði sem eru heillandi en eiga ekkert við rök að styðjast þegar kemur að atvinnulífinu sjálfu? Hulda segir að svo sé alls ekki og til að mynda megi nefna nokkur bandarísk stórfyrirtæki sem eru komin nokkuð langt. Netflix er mikið nefnt og þar er kannski þekktast eftir að bókin þeirra No Rules Rules kom út. Starfsfólkinu er í raun treyst fyrir miklum sveigjanleika og ábyrgð um leið. Og í raun má segja að Covid hafi innleitt þá hugsun í stjórnun og sýnt fram á hversu vel fólk kann að meta það,“ nefnir Hulda sem dæmi og bætir við: „Starbucks og Google eru líka oft nefnd sem dæmi um fyrirtæki sem eru komin mjög langt. Að teljast vera komin nokkuð langt þýðir að fyrirtækin eru búin að þróa vinnuumhverfið vel í kringum þarfir starfsmanna og þau skilja orðið vel hvernig þau nái því besta fram hjá hverjum starfsmanni. Þannig er sífellt reynt að tryggja starfsfólkinu vinnuumhverfi sem styður við góða heildarupplifun og heilbrigt vinnuumhverfi.“ Hulda tekur þó fram að það að innleiða Well vottunina á vinnustað sé alls ekkert skilyrði fyrir slíkt. „Sumir byggja á svipaðri aðferðarfræði þó þeir séu ekki með formlega vottun í gangi,“ segir Hulda og bætir við að henni hafi til dæmis fundist gaman að upplifa það í náminu að hennar eigin vinnustaður, Marel, stendur framarlega í mörgu af því sem þarna var boðað. Til dæmis hefur Marel Ísland hannað húsnæðið með tilliti til hljóðvistar, boðið er upp á líkamsrækt og aðstöðu fyrir hvíld og hugarrækt starfsfólks, boðið er upp á hollan og góðan mat, heilsueftirlit og fleira.“ Við þurfum að upplifa okkar tilgang í vinnunni Það sem Huldu fannst standa upp úr í náminu var hversu mikil áhersla var lögð á að hver og ein manneskja í vinnu, sama við hvað hún starfar, finni tilganginn sinn í vinnunni. „Það er þekkt að ungt fólk vill gjarnan hafa tilgang með vinnu sinni en það er ekkert síður mikilvægt fyrir fullorðna að tengja við tilgang síns fyrirtækis. Við vinnum markvisst með þetta og mælum, en það var smá mystería yfir því hversu djúpt þau fóru. Þessi sameiginlegi tilgangur okkar getur skipt sköpum til að við látum hlutina hreyfast í sömu átt í ákvarðanatöku,“ segir Hulda og bætir við: „Í þessu samhengi er gott fyrir vinnustaði að skoða hvernig ákvarðanatökur eru teknar. Oft þegar talað er um skjótari ákvarðanatökur þá er aðferðarfræði á borð við Agile stundum nefnd, en þarna var mikið talað um flæðis-ákvarðanatöku.“ Flæði þurfi alltaf í vinnu að vera náttúrulegt og gott. Ekki bara einhver verkefni sem hreinlega rúlla hvert á fætur öðru. Vinnustaðamenningin þurfi frekar að endurspegla það verklag að öll verkefni séu unnin í góðu flæði. „Fólk þarf að treysta sér til að taka frumkvæði og vera treyst. Og þegar einstaklingur á að taka verkefnin áfram þá þarf viðkomandi að vera meðvitaður um hvernig strúktúrar einir og sér geta eyðilagt fyrir flæðinu. Stundum tölum við um þunglamalegan eða stofnanalegan kúltúr.“ Til frekari útskýringar segir Hulda að ákvarðanatökur á vinnustað þurfi helst að vera þannig að sem flestum finnist þeir hafa eitthvað um hlutina að segja. Að starfsfólkinu finnist það raunverulega hluti af heildinni. Eigum að opna betur á hjartastöðina okkar En hvað er þetta að þýða nákvæmlega? „Þetta þýðir að við erum orðnar mjög fræðilegar!“ segir Hulda og skellir upp úr en útskýrir að það þurfi að flakka milli kerfa um leið og tregða myndast, ef ætlunin er að hafa raunverulega áhrif og ná fram jákvæðum áhrifum. „Og svo er það heildarmyndin. Það getur ekki allt bara gengið út á vöxt. Þar þarf að vera jafnvægi á milli þess hvernig valdastrúktúrinn virkar hjá fyrirtækinu annars vegar og að hann eyðileggi ekki náttúrulega hugmyndasköpun, virkni og eldmóð starfsmanna hins vegar. Þar tengjast álag og streita og svo miklu meira inn.“ Annað sem Huldu fannst mikilvægt að nefna er hvernig við metum starfsfólk og teymi. Þar segir hún fræðin segja mikilvægara að ná fram styrk og hæfileika hvers og eins, frekar en hæfni hvers og eins. „Við þekkjum þetta úr íþróttunum. Þetta þýðir í rauninni að við erum fyrir alvöru að tengjast, fólk við fólk. Á sannan máta þar sem við erum til staðar fyrir hvert annað og við vöxum saman,“ segir Hulda og bætir við: Þegar að þetta gerist leysist mögulega eitthvað úr læðingi. Eigum við ekki að segja að allir hafi gott af því að opna aðeins meira á hjartastöðina og nýta tilfinningagreindina sem er oft að tala til okkar. Innsæið sem við ýtum svo oft til hliðar því allir eru svo uppteknir.“ Þá segir Hulda að tæknin sem nú er komin sé líka að aðstoða fólk við að verða meðvitaðra um sitt nær umhverfi í vinnu. Sem dæmi nefnir hún mælaborð sem tæknirisarnir eru farnir að hanna. Þetta er þá mælaborð fyrir stjórnendur og starfsmenn, sem geta fylgst með því hvernig þeim gengur að stuðla að meiri jafnvægi og meðvitund. Jafn einfalt í notkun og app sem telja skrefin okkar yfir daginn eða álíka heilsumarkmið. „Við sjáum til dæmis hvernig íhugunarfyrirtækið Space er komið í samstarf við Microsoft , en Space hvetur fólk til að skipuleggja hugleiðslutíma fyrir sig á vinnutímanum sínum, rétt eins og við skipuleggjum fundi,“ segir Hulda og nefnir að á Íslandi sé Flow dæmi um íslenskt hugvit sem býður upp á svona núvitundartækni á vinnustað. „Allt snýst um að gera starfsmanninn meðvitaðan. Með svona tækni nálgun nær maður skipulögðum fókustíma og sjálfsrækt og dagurinn er ekki bara étinn upp með fundarsetu. Því ef það er reyndin þá mun framleiðsla gagna alltaf bara fara fram um kvöld og helgar og hvíldin raunverulega aldrei í boði. Spennandi þróun framundan í atvinnulífinu Hulda segir augljóst að breyttir tímar eru að renna upp í atvinnulífinu um allan heim eftir Covid. Þó að það sé kannski heppilegra að tala um þróun og endurnýjaðar þarfir. Alls kyns atriði sem við áður hugsuðum minna um, skoðum við vonandi í meira mæli á fyrirtækjavísu. Svefnstjórnun, fjámálaheilsa, og allt það sem styður við heildstæða nálgun á líf okkar. „Og svo er alltaf spennandi að vinna með jafnvægi vinnu og einkalífs. Ég held að við þurfum alltaf að vera meðvituð um að koma okkur út úr viðjum vanans.“ Sem dæmi um hvernig fyrirtæki þurfa að brjótast úr viðjum vanans, nefnir Hulda fundarmenningu. Ég las til dæmis pistil um daginn þar sem fram kom að almennt er það 20% í fyrirtækinu sem stendur fyrir 80% af þeim fundum sem þar eru haldnir. Og 65% stjórnenda í rannsókn Microsoft Workplace sögðu fundi halda þeim frá að sinna sinni eigin vinnu. Þetta er góð vísbending um hvernig mörg fyrirtæki þurfa að endurskoða betur álags- og framleiðslugetu. Tímastýra betur og hjálpa fólkinu að vinna alla þessa hluti þegar hraðinn er orðinn svona mikill og allir geta náð í mann alls staðar,“ segir Hulda og bætir við: „Svefn er til dæmis mikið í umræðunni og sífellt fleiri vinnustaðir eru að innleiða heilsu- og velferðaprógröm sem hafa nú þegar sannað gildi sitt í veikindafjarveru og almennum forvörnum. Ég vona að atvinnulífið til framtíðar þróist í þá átt að vinna enn markvissara að heilsutengda þættinum hjá starfsfólki sínu og hugi þá ekkert síður að andlega þættinum og sjálfsrækt.“ Hér má sjá viðtal dagsins í gær þar sem fjallað er um heilsukvíða og hvernig hann getur hamlað fólki í lífi og starfi og er gott dæmi um nýja þekkingu sem stjórnendur þurfa að viða að sér.
Stjórnun Mannauðsmál Heilsa Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00 Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01 Straumar og stefnur 2022: Hvað breytist í vinnunni okkar? Á þessum tíma árs rýnum við í það hvað spámenn segja um strauma og stefnur atvinnulífsins fyrir næsta ár. 29. desember 2021 07:01 Stjórnendur þurfa að huga að starfsfólkinu en ekki aðeins hluthöfum og viðskiptavinum „Svo mánuðum skiptir hafa starfsmenn fylgt sé að baki stjórnendum og gert það sem gera þarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie en bendir á að eftir tuttugu mánaða tímabil í heimsfaraldri, sé mikilvægt fyrir stjórnendur nú að skoða sambandið sitt við starfsfólk. 26. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00
Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00
Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01
Straumar og stefnur 2022: Hvað breytist í vinnunni okkar? Á þessum tíma árs rýnum við í það hvað spámenn segja um strauma og stefnur atvinnulífsins fyrir næsta ár. 29. desember 2021 07:01
Stjórnendur þurfa að huga að starfsfólkinu en ekki aðeins hluthöfum og viðskiptavinum „Svo mánuðum skiptir hafa starfsmenn fylgt sé að baki stjórnendum og gert það sem gera þarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie en bendir á að eftir tuttugu mánaða tímabil í heimsfaraldri, sé mikilvægt fyrir stjórnendur nú að skoða sambandið sitt við starfsfólk. 26. nóvember 2021 07:01