„Ég vissi allan tímann að við ættum séns“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. mars 2022 21:00 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, Lalli, þjálfari Grindavíkur var kampakátur í leikslok í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem hans konur lönduðu miklum baráttusigri gegn Njarðvík. Í viðtali fyrir leik var hann spurður hvort liðið ætti einhvern séns í þetta Njarðvíkurlið, og því ekki hægt að spyrja að öðru eftir leik en hvort hann hefði farið með þessa fullyrðingu inn í klefa til að kynda aðeins í sínum leikmönnum. „Alls ekki. Ég vissi allan tímann að við ættum séns. Við sýndum það bara og sönnuðum með virkilega góðum leik og náðum að vinna þær.“ Lalla hefur verið tíðrætt um það í viðtölum í vetur að liðið hans mæti með góða baráttu í upphafi leikja sem fjari svo gjarnan undan. Því var ekki fyrir að fara í kvöld þar sem Grindavík sýndi í raun ótrúlega baráttu og sigurvilja í 40 mínútur. „Mínar konur sýndu virkilega mikinn karakter í kvöld og héldu alltaf áfram. Við vorum t.d. í byrjun seinni hálfleiks að búa til mikið af opnum skotum sem við vorum ekki að hitta úr, meðan Njarðvík eru að setja skot undir lok skotklukkunnar og allt meira og minna ofan í. Við lendum 10 stigum undir en héldum áfram og komum til baka og ég er bara virkilega ánægður með þetta. Sérstaklega með íslensku stelpurnar, þær voru frábærar í kvöld.“ Stigin voru að dreifast vel hjá Grindavík í kvöld og vakti það athygli í blaðamannastúkunni undir lok leiks að Grindvíkingar fóru að spila töluvert af Robbi Ryan, sem skapaði ákveðin glundroða í vörn Njarðvíkur sem höfðu lagt mikið kapp á að stoppa hana. Lalli sagði það meðvitaða ákvörðun hjá þjálfarateyminu að færa Ryan meira frá boltanum eftir því sem leið á leikinn. „Já, það var pínu meðvitað. Ég bað Heklu um að taka boltann upp og setja upp kerfi í kringum Theu þannig að Robbi var „off ball“, þá verður erfiðara fyrir þær að vera að hjálpa af „drævunum“ og það verður auðveldara að klára sniðskotin undir körfunni.“ Staða Grindavíkur í deildinni er í raun ráðin á þessum tímapunkti þó það séu nokkrir leikir eftir, það er þó jákvætt fyrir sjálfstraustið að ná í sigur á erfiðum útivelli í Njarðvík „Já klárlega. Planið var að festa okkur í sessi í deildinni og við erum klárlega löngu búin að ná því. Við erum að spila betur og viljum gera betur, verða betri og byggja á því fyrir næsta tímabil,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Í viðtali fyrir leik var hann spurður hvort liðið ætti einhvern séns í þetta Njarðvíkurlið, og því ekki hægt að spyrja að öðru eftir leik en hvort hann hefði farið með þessa fullyrðingu inn í klefa til að kynda aðeins í sínum leikmönnum. „Alls ekki. Ég vissi allan tímann að við ættum séns. Við sýndum það bara og sönnuðum með virkilega góðum leik og náðum að vinna þær.“ Lalla hefur verið tíðrætt um það í viðtölum í vetur að liðið hans mæti með góða baráttu í upphafi leikja sem fjari svo gjarnan undan. Því var ekki fyrir að fara í kvöld þar sem Grindavík sýndi í raun ótrúlega baráttu og sigurvilja í 40 mínútur. „Mínar konur sýndu virkilega mikinn karakter í kvöld og héldu alltaf áfram. Við vorum t.d. í byrjun seinni hálfleiks að búa til mikið af opnum skotum sem við vorum ekki að hitta úr, meðan Njarðvík eru að setja skot undir lok skotklukkunnar og allt meira og minna ofan í. Við lendum 10 stigum undir en héldum áfram og komum til baka og ég er bara virkilega ánægður með þetta. Sérstaklega með íslensku stelpurnar, þær voru frábærar í kvöld.“ Stigin voru að dreifast vel hjá Grindavík í kvöld og vakti það athygli í blaðamannastúkunni undir lok leiks að Grindvíkingar fóru að spila töluvert af Robbi Ryan, sem skapaði ákveðin glundroða í vörn Njarðvíkur sem höfðu lagt mikið kapp á að stoppa hana. Lalli sagði það meðvitaða ákvörðun hjá þjálfarateyminu að færa Ryan meira frá boltanum eftir því sem leið á leikinn. „Já, það var pínu meðvitað. Ég bað Heklu um að taka boltann upp og setja upp kerfi í kringum Theu þannig að Robbi var „off ball“, þá verður erfiðara fyrir þær að vera að hjálpa af „drævunum“ og það verður auðveldara að klára sniðskotin undir körfunni.“ Staða Grindavíkur í deildinni er í raun ráðin á þessum tímapunkti þó það séu nokkrir leikir eftir, það er þó jákvætt fyrir sjálfstraustið að ná í sigur á erfiðum útivelli í Njarðvík „Já klárlega. Planið var að festa okkur í sessi í deildinni og við erum klárlega löngu búin að ná því. Við erum að spila betur og viljum gera betur, verða betri og byggja á því fyrir næsta tímabil,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira