Hleypa lofti úr dekkjum í skjóli nætur í þágu loftslagsbaráttu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2022 11:22 Mynd sem hópurinn birti á dögunum þar sem sjá má félagsmann skera á dekk jepplings. Tyre Estinghuisers Hópur breskra aðgerðasinna í loftslagsmálum hefur gripið til þeirra ráða að hleypa lofti úr dekkjum hundruð jeppa og jepplinga í stórborgum Bretlands. Hópurinn vill útrýma slíkum bílum á þéttbýlum svæðum. Á ensku nefnist hópurinn Tyre extinguisher sem er leikur að enska orðinu fyrir slökkvitæki (Fire extinguisher). Á heimasíðu hópsins segir að markmið hans sé einfalt. Að gera að ómögulegt að eiga fyrirferðamikla jeppa og jepplinga á þéttbýlum svæðum í Bretlandi. Telur hópurinn að slíkir bílar eigi ekkert erindi á þessum svæðum. Vinsældir jepplinga aukist mikið Fjallað var um hópinn á BBC í vikunni þar sem greint var frá því að skorið hafi verið á dekk fjölmargra jeppa og jepplinga í London. Aðferðin er ekki flókin. Meðlimir hópsins fara í skjóli nætur um hverfi stórborga og hleypa lofti úr dekkjum fyrirferðarmikilla jeppa og jepplinga sem verða á vegi þeirra. Skilinn er eftir miði þar sem ástæða dekkjaástungunnar er útskýrð. Meðlimir hópsins virðast vera dreifðir um allt Bretland en á Twitter-síðu hans kemur fram að skorið hafi verið á dekk í hverfum London, Liverpool, Edinborg í Skotlandi, Brighton og víðar. TYRES DEFLATED ON HUNDREDS OF SUVs OVERNIGHT IN 13+ UK LOCATIONS AS DEMANDS FOR CLIMATE ACTION GROWSUVs ‘disarmed’ last night in Chelsea, Chiswick, Harley Street, Hampstead Heath, Notting Hill, Belgravia, Clapham, Brighton, Bristol, Cambridge, Sheffield, Liverpool and Edinburgh. pic.twitter.com/zeUjTEdIJu— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 Segist hópurinn vera að verja sig gegn loftlagsbreytingum, mengun og ökumönnum sem hagi sér án ábyrgðar í umferðinni. Jepplingar hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og bílaframleiðendur lagt æ meira púður í að framleiða slíka bíla. Árið 2018 var hins greint frá því að vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Markmið hópsins er sem fyrr segir að gera eigendum slíkra bíla erfiðara um vik. Concerned citizens deflated tyres on 100s of SUVs across the UK last night, in the first action in a new wave of climate protest. The Tyre Extinguishers, is a new movement springing up across the country, encouraging people to take action against urban SUVs. pic.twitter.com/tVOTsvOzcf— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 „Við erum að gera þetta vegna þess að ríkisstjórnin og stjórnmálamenn hafa ekki verndað okkur gegn þessum risabílum. Það hata þá allir, nema þeir sem keyra þessa bíla,“ segir á vef hópsins. „Við viljum búa í bæum og borgum með hreinu lofti og öruggum strætum. Að biðja fallega um það hefur ekki virkað, það er tími aðgerða.“ Uppfært - Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að meðlimir hópsins skæru á dekkin. Það er ekki rétt, þess í stað er loftinu hleypt úr dekkjunum. Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu. Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Á ensku nefnist hópurinn Tyre extinguisher sem er leikur að enska orðinu fyrir slökkvitæki (Fire extinguisher). Á heimasíðu hópsins segir að markmið hans sé einfalt. Að gera að ómögulegt að eiga fyrirferðamikla jeppa og jepplinga á þéttbýlum svæðum í Bretlandi. Telur hópurinn að slíkir bílar eigi ekkert erindi á þessum svæðum. Vinsældir jepplinga aukist mikið Fjallað var um hópinn á BBC í vikunni þar sem greint var frá því að skorið hafi verið á dekk fjölmargra jeppa og jepplinga í London. Aðferðin er ekki flókin. Meðlimir hópsins fara í skjóli nætur um hverfi stórborga og hleypa lofti úr dekkjum fyrirferðarmikilla jeppa og jepplinga sem verða á vegi þeirra. Skilinn er eftir miði þar sem ástæða dekkjaástungunnar er útskýrð. Meðlimir hópsins virðast vera dreifðir um allt Bretland en á Twitter-síðu hans kemur fram að skorið hafi verið á dekk í hverfum London, Liverpool, Edinborg í Skotlandi, Brighton og víðar. TYRES DEFLATED ON HUNDREDS OF SUVs OVERNIGHT IN 13+ UK LOCATIONS AS DEMANDS FOR CLIMATE ACTION GROWSUVs ‘disarmed’ last night in Chelsea, Chiswick, Harley Street, Hampstead Heath, Notting Hill, Belgravia, Clapham, Brighton, Bristol, Cambridge, Sheffield, Liverpool and Edinburgh. pic.twitter.com/zeUjTEdIJu— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 Segist hópurinn vera að verja sig gegn loftlagsbreytingum, mengun og ökumönnum sem hagi sér án ábyrgðar í umferðinni. Jepplingar hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og bílaframleiðendur lagt æ meira púður í að framleiða slíka bíla. Árið 2018 var hins greint frá því að vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Markmið hópsins er sem fyrr segir að gera eigendum slíkra bíla erfiðara um vik. Concerned citizens deflated tyres on 100s of SUVs across the UK last night, in the first action in a new wave of climate protest. The Tyre Extinguishers, is a new movement springing up across the country, encouraging people to take action against urban SUVs. pic.twitter.com/tVOTsvOzcf— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 „Við erum að gera þetta vegna þess að ríkisstjórnin og stjórnmálamenn hafa ekki verndað okkur gegn þessum risabílum. Það hata þá allir, nema þeir sem keyra þessa bíla,“ segir á vef hópsins. „Við viljum búa í bæum og borgum með hreinu lofti og öruggum strætum. Að biðja fallega um það hefur ekki virkað, það er tími aðgerða.“ Uppfært - Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að meðlimir hópsins skæru á dekkin. Það er ekki rétt, þess í stað er loftinu hleypt úr dekkjunum. Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu.
Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira