Vaktin: Rússar nálgast Kænugarð og beita stórskotavopnum á íbúasvæði Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Árni Sæberg skrifa 11. mars 2022 06:49 Almennir borgarar í Kænugarði hafa grafið skotgrafir í undirbúningi fyrir væntanlega komu herliðs Rússa til borgarinnar. Anadolu Agency/Getty Images) Rússar hófu árásir á borgirnar Lutsk og Dnipro snemma í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem innrásarsveitirnar beina sjónum sínum að borgunum tveimur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selensky, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðarinnar í dag að Úkraínumenn væru að færast nær sigri þar sem hernaðarleg tímamót hafi átt sér stað. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu fullyrða að Pútín sé að skipuleggja árás á Tjernobyl kjarnorkuverið en rússneskir hermenn tóku þar yfir í vikunni. Vilja úkraínsk yfirvöld meina að Úkraínumönnum verði kennt um árásina. Engar sannanir hafa þó verið færðar fyrir þeirri fullyrðingu. Þá hefur úkraínski herinn sakað Rússa um að skjóta á svæði í Hvíta Rússlandi úr lofthelgi Úkraínu. Sprengingar heyrðust í Lutsk og Dnipro í morgun. Árásirnar í Lutsk beindust að flugvelli borgarinnar, að sögn borgarstjórans Igor Polishchuk. Bandaríkjastjórn, Evrópusambandið og G7 ríkin leggja til að öllum formlegum viðskiptatengslum við Rússa verði slitið. Þetta myndi verða til þess að auknar álögur yrðu lagðar á allan innflutning frá Rússlandi. Notendur Facebook og Instagram í ákveðnum ríkjum munu nú getað kallað eftir dauða innrásarhermanna Rússa án þess að eiga það á hættu að vera bannaðir. Rússar vilja nú skilgreina Meta sem öfgasamtök og hyggjast banna Instagram og Whatsapp. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda í dag til að ræða ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn hafi verið að þróa efnavopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu. Vísir
Helstu vendingar: Vólódímír Selensky, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðarinnar í dag að Úkraínumenn væru að færast nær sigri þar sem hernaðarleg tímamót hafi átt sér stað. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu fullyrða að Pútín sé að skipuleggja árás á Tjernobyl kjarnorkuverið en rússneskir hermenn tóku þar yfir í vikunni. Vilja úkraínsk yfirvöld meina að Úkraínumönnum verði kennt um árásina. Engar sannanir hafa þó verið færðar fyrir þeirri fullyrðingu. Þá hefur úkraínski herinn sakað Rússa um að skjóta á svæði í Hvíta Rússlandi úr lofthelgi Úkraínu. Sprengingar heyrðust í Lutsk og Dnipro í morgun. Árásirnar í Lutsk beindust að flugvelli borgarinnar, að sögn borgarstjórans Igor Polishchuk. Bandaríkjastjórn, Evrópusambandið og G7 ríkin leggja til að öllum formlegum viðskiptatengslum við Rússa verði slitið. Þetta myndi verða til þess að auknar álögur yrðu lagðar á allan innflutning frá Rússlandi. Notendur Facebook og Instagram í ákveðnum ríkjum munu nú getað kallað eftir dauða innrásarhermanna Rússa án þess að eiga það á hættu að vera bannaðir. Rússar vilja nú skilgreina Meta sem öfgasamtök og hyggjast banna Instagram og Whatsapp. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda í dag til að ræða ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn hafi verið að þróa efnavopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira